Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 6
70 og lengi hefur gengið, eru leiguliðar skyldir að við haida á sjálfra sinna kostnað kúgitdum þeim, er ábýlisjörðum þeirra fylgja, og að ýngja þau upp án alls endurgjalds frá eiganda hálfu, svo þegar þeir fara frá ábýlisjörðum sínum, eru kúgildin tekin út af þeiin með tölu, og einhverjar þær ær þeirra teknar í þau, er í leigufæru standi eru, án til- lits til þess, hvort fráfarandi tók við þeim hinum sömu, er hann kom að jörðunnj, eður öðrum. f»essi sama regla er og við höfð þegar leiguliði deyr, og þó bú hans þá sje tekið undir skipti, að jarðakúgildin eru tekin út, ef þau eru til, og koma ekki undir skipti með öðru fje leiguliða (nema hvað landsdrottinn gjörir kröfu inn í búið, ef brest- ur verður á því, að kúgildunum verði svarað út í fullgildu standi), og það jafnt, hvort búið að öðru leyti er gjaldþrota eður ekki. Eins er það, að þegar fje leiguliða, sem veð- sett hefur allt sitt lausagóz er selt til fullnustu þessari skuld hans, þá er af ásauð hans áður tekið frá handa landsdrottni í jarðakúgildin og það álitið sem óviðkomandi hinu veðsetta. Samkvæmt þessum rjettarvenjum, verður því lands- drottinn að álítast að eiga svo mörg kúgildi af ásauð leigu- liða, sem innstæðukúgildunum nemur, og að því leyti, eð- ur að þeim hluta, álítast sem sameigandi að ásauð þeim, sem leiguliðinn hefur í eignarhaldi sínu, og einn eigandi hans, ef hann er ekki meiri, en innstæðukúgildunum nem- ur. En af þessu leiðir þá aptur, að leiguliða er óheimilt að farga svo ásauð sínum, án landsdrottins leyfis, að hann ekki hafi nógan eptir í innstæðukúgildin, og að sú sala hlýtur því að vera ógild, að því leyti hann þar selur lands- drottins eign, og að landsdrottinn geti haldið sjer tit þess, ef hann vill, eptir kb. kap. XXI, sem hefur undir hendi það, sem óheimilt var selt fyrir honum; og þegar nú kaupandi þar að auki veit, að leiguiiði ekki á nægan pen- ing eptir í jarðarkúgildin, þá er það því auðsærara, að slík sala verður að vera ógild, því hann kaupir þá vísvit- andi óheimilt. í máli þessu má það nú eptir málsfærslunni álítast sem viðurkennt, ekki að eins að kindur þær, er hinn stefndi keypti og hjer ræðir um, hafi verið hinar seinustu ær, er leiguliði áfrýjandans hafði í sínu eignarhaldi, held- ur og að hann vissi þetta, er hann keypti þær, en hann hefur viljað afsaka sig með því, að hann hafi ekki keypt ærnar af leiguliðanum sjálfum, heldur af þorleifi nokkrum Daníelssyni, sem hefði áður verið búinn að kaupa þær af leiguliðanum. En þessi afsökun getur þó ekkert gildi liaft, því eptir hinu fyrtjeða og Jónsbókarinnar kb. kap. 21. má áfrýjandinn hakla sjer til hins stefnda, sem hefur kindur hans undir hendi, og þar að auki hefur hinn stefndi játað, að hann hafi beðið J>orleif að kaupa ær handa sjer, og vitað áður en kaupin gjörðust, að f>orleifur í þessu skyni ætlaði að kaupa ær þessar af leiguliða áfrýjandans, eins og hann og var sjálfur með að sækja ærnartil hans, svo forleifur þessi getur hjer ekki álitist annað, en um- boðsmaður hins stefnda, er í þessu ekkert gjörði án hans vitja qg vitundar. Af öllu þessu leiðir þá þannig bein- línis, að hin áminnstu kaup ldjóta að vera ógild og hinn stefndi dæmast skyldur til að greiða áfrýjandanum 6 full- gildar ær, eður og fullt andvirði þeirra í peningum eptir gildandi verðlagsskrá. Hvað þar á móti kröfu áfrýjandans snertirum endur- gjald fyrir afnot kúgildis þessa, þá fær rjetturinn ekki sjeð, að honum geti borið nokkur meiri arður af kúgild- inu fyrir þá sök, að það var í vörzlum hins stefnda, held- ur en ef það hefði verið kyrrt á Hjarðarbóli, og getur hinn stefndi því að eins skyldast til að borga venjulega leigu eptir það, eður 2 fjórð. smjörs um árið, eður þeirra andvirði í peningum. Eptir þessum úrslitum málsins virðist málskostnaður- inn bæði við yfir- og undirrjettinn eiga að falla niður, verður því svaramanni hins stefnda, er öðlast hafði gjaf- sókn við landsyfirrjettinn eigi dæmd málsfærslulaun, þar hann er fastur málsfærslumaður við landsyfirrjettinn, með sömu kjörum og málsfærslumenn eru við yfirrjetti í Dan- mörku, en þar á móti ber, samkv. tilsk. 11. júní 1800, að greiða svaramanni áfrýjandans, sem og hafði fengið gjafsókn við landsyfirrjettinn, þar sem hann ekki er fast- ur málsfærslumaður við nefndan rjett, og var skipaður að færa málið af stiptamtmanninum, sanngjörn laun, er á- kveðast til 15 rd. og greiðast úr opinberum sjóði. Sókn og vörn við yfirdóminn hefur verið lögmæt. f»ví dæmist rjett að vera: Einn stefndi Jón Daníelsson á að gjalda áfrýjand- anum Eggert Vigfússyni Fjeldsteð sex cer í gildu standi, eður andvirði þeirra i peningum eptir gild- andi verðtagsslcrá þegar borgun slceður; svo ber hon- vm og að greiða lagaleigu, með 2 fjórðungum smjörs af hreinu velverhuðu smjöri, árlega frá fardögum 1860 uns borgun slceður, eður andvirði þeirraipen- ingum eptir verðlagsshránni. Málshostnaður bœði fyrir yfir- og undirrjetti falli niður. Laun hins shipaða svaramanns áfrýjandans, organista P. Gud- johnsens, 15 rd. borgist úr opinberum sjóði. Dóm- inum ber að fullnœgja innan 8 vihna frá hans lög- legri birtingu, undir aðför að lögum. Mánudaginn 1. september 1862. 2., í sökinni: málsfærslumaður Jón Guðmundsson skipuður sækjandi gegn Runólfi Jónssyni, Jóni, Ingvari og Ásdýsi, Runólfsbörnum frá Bakkakoti í Rangárvalla- sýslu. Með dómi gengnum fyrir aukarjetti í Rangarþingi 19. dag maímánaðar þ. á. eru liin ákærðu, Runólfur Jónsson, Jngvar Runólfsson, Ásdýs Runólfsdóttir og Jón Runólfsson fyrir ofbeldisfulla aðferð og þvermóðsku við lögreglustjóra sinn dæmd, þeir Runólfur og Jngvar til að líða 3 X 27, Ásdýs 27 og Jón 20 vandarhagga refsingu, samt öll fyrir eitt og eitt fyrir öll að greiða allan af sök þessari lög- lega leiðandi kostnað, þó þannig, að Runólfur Jónsson og börn hans Jón og Ásdýs borgi ein sjer in solidum svaramanni sinum í bjeraði 3 rd, í málsfærslulaun, og Jngvar Runólfsson greiði einn sínum svaramanni 2 rd.; en dómi þessum hafa ölt hin dómfeldu skotið til landsyfir- rjettarins. Landsyfirrjetturinn hlýtur nú að fallast á það álit hjeraðsdómarans, að það sje, þrátt fyrir neitun og mis- munandi framburð hinna sakfeldu, löglega sannað með skýrslum hinna leiddu vitna í máli þessu, að þau hvert fyrir sig og í sínu lagi hafi gjört sig sek í óhlýðni og mótþróa þeim, sem nákvæmar er skýrt frá í undirrjettar- dóminum, og fólginn var í því, hvað hinn ákærða Jón Runólfsson snertir, að hann nóttina milli þess 1. og 2. ágústm. f, á. án ieyfis hlutaðeiganda ekki að eins fór úr varðhaldi því, er hann var settur í, heldur einnig skorað- ist undan að hverfa í það aptur, og beitti enda líkamlegu afli til að losa sig undan valdi lögreglustjórans, er hann daginn eptir kom til, að setja hann aptur í varðhaldið; þar sem brot hinna, Runólfs Jónssonar og barna hans, Ingvars og Ásdýsar, er í því innifalið, að þau við þetta tækifæri sýndu óhlýðni og beittu mótþróa í orði og verki gegn Iögreglustjóranum, er miðaði til þess, að hamla hon- um að ná Jóni aptur í varðhaldið.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.