Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 3

Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 3
67 lagi inn að stofninum, og getur maður setið þar i hinni dýpstu kyrrð, sem hugsazt getur; og þykir mjerfurða, að nokkur ungur maður geti þar lifað æskudaga sína án þess að dragast ósjálfrátt að hinum máttuga höfundi allrar þess- arar einföldu en hátignarlegu náttúrufegurðar; mjer vökn- aði um augu, þegar jeg fór þar um, og óskaði að mega lifa þar allt af eins hreinu ogrósömu lííi, eins og kyrrðin var þarna hrein og há. Utan um þessa garða liggur hinn forni vígamúr, sem hlaðinn var á dögum Engilsaxa. Er hann ákaflega þykkur, og standa vígskörðin enn þá eins óhrunin, eins og þau hefðu verið ldaðin í gær. Ir.n í múrana eru hlaðin skot fyrir hermennina, og eru þar rif- ur á múrnum til að skjóta örvum út um á þá, er að sóttu. Til þess að vernda múrinn enn betur fyrir hruni, hafa stúdentar í Oxford plantað með fram honum viðar- tegund, sem Englendingar kalla Eivy. Er þessi viðar- tegund ofur laufrík og skýlir veggjum mjög við regni og vatnsgangi. þetta var jeg að skoða daginn, sem jeg kom til Oxford fram í myrkur. Morguninn eptir fór kona Com- bes með mjer út í bæinn, til að sýna mjer háskólabóka- safnið. Ilún er mjög vel menntuð kona, öldruð og virðu- leg. Jeg fór um allt safnið uppi og niðri með bókaverð- inum, og var þar margt fagurt og fróðlegt að sjá. Alls eru þar um 50 herbergi, full af bókum, og eru borð, bekkir og stólar, pennar, blek og pappír á hverju borði, í öllum þessum herbergjum handa þeim, sem koma og vilja annaðhvort lesa eða afskrifa handrit. f>ar eru rit í öllum þeim málum, sem nokkra litteratur eiga, og J>ar á meðal allmörg frá íslandi. Handritið sem þar er af Grá- gás, er Ijelegt og ekki gamalt. Jeg gat ekkert skoðoð hjer til hlýtar, en jeg hef heitið á mig að fara þangað aptur og skoða betur. jþetta er nú dauf og leiðinleg saga um hið helzta, sem jeg hef sjeð og bið jeg yður virða viljann en meta ekki verkið eða verkleysuna«. Ofan ritað skemtilega og fróðlega brjef, hefur herra próf. P. P. góðfúslega leyft oss, að prentað yrði í Islend- ingi, og vonum vjer, að lesendur vorir kunni bæði hon- um og höfundi brjefsins þakkir fyrir. íslendingar hafa um langan aldur lítil sem engin kynni haft af öðrum þjóðum eða löndum, enn Dönum og Danmörku, og þau kynni sem íslendingar flest allir hafa haft af Dönum, hafa í raun og veru ekki náð lengra, en til Iíaupmannahafnar, verið mjög misjöfn, og að minnsta kosti ónóg til þess, að þau gætu komið íslandi að miklu gagni, enda hefur reynslan sýnt það bezt. Nú á hinum síðustu árum er komin nokkur breyting á þetta. Einstöku landar eru farnir að heim- sækja önnur lönd en Danmörku eina og hafa meiri og minni viðskipti við Skota, Englendinga, þjóðverja, Norð- menn, bæði í vísindum og verzlun; mun það eflaust fara vaxandi, og bera góða ávexti fyrir hinar komandi kynslóð- ir hjer á landi. þessir menn, sem víða fara, sjá margt og heyra, sem vjer hinir, er heima sitjum, höfum litla eður enga hugmynd um, og frá þessu geta þeir sagt oss til gagns og fróðleiks, og ekki er ólíklegt, að eitthvað af því, er þannig lærist, vekji með tímanum hug og viðleitni manna til nytsamlegra framkvæmda, en þess þarf landið við í öllum greinum. Guðbrandur Vigfússon varð einna fyrsturtil af löndum vorum núátímum, að rita ferðasögu fráútlöndum, bæði Noregsförina (í Nýjum Fjelagsritum 15. bindil855)og þýzkalandsförina (í sama riti 20. bindi 1860) og er livortveggja sú saga vel sögð og hefur margur maður lesið sjer til fróðleiks og skemtunar. En úr því vjer á annað borð minntumst á þetta efni, þá vildum vjer óska, aðþeir, sem um slíkt rita aflöndum vorum erlendis vildu jafnan hafa ísland í huganum, og heimfæra til þess það, sem fyrir þá ber og benda á hvert og að hve miklu leyti hitt eður þetta kynni að eiga hjer við eður ekkh Loksins getum vjer þess, að vjer höfum sett neðanmáls- greinar þær, er hjer standa undir brjefl Eyríks Magnús- sonar, sumum af lesendum vorum til skilningsauka. >>Lön^iim hlær litið vit«. þetta er málsháttur hjer á landi, er nú sem optar hefur fyllilega rætzt á ritstjóra þjóðólfs í seinasta blaði hans, er út kom 6. þ. mán., þegar hann er að segja frá landsyfirrjettardóminum í kúgildamáli þeirra Eggerts Fjeid- steðs og Jóns Daníelssonar. Ilann hefur þar fengið sjer tvö orðatiltæki í dóminum til að hæðast að, ann- að þessara orðatiltækja er, að í dóminum stendur: »sjálfra sinna«, sem með öllu er rjettmæli og tíðkanlegt í daglegu tali t. a. m. »sjálfra sinna vegna«, þó herralög- fræðingurinn ekki virðist vita það, því hann væri annars ekki að hæðast að því; en hitt orðatiltækið er, að í dóm- inum á að standa, eptir frásögn herra ritstjóra þjóðólfs: »þegar lausa gótz er «set.t« til fuílnustu þessari skuld« en þetta er nú með öllu ósatt, því í dóminum stendur »selt« en ekki »sett«. það getur verið að í ept- irriti þvi, er ritstjóri þjóðólfs hefur fengið af dóminum, haíi óvart verið skrifað »sett« fyrir »selt«; en veslings ritstjórinn hafði þá ekki vit á að lesa þetta í málið I les- endur þjóðólfs mega víst vera betur læsir en hann, því væru þeir það ekki, hvernig skyldi þeim þá ganga að kom- ast fram úr öllum villunum, sem í blaði þessu standa og fá rjetta meiningu út úr þeim? það er annars eptir- tektavert, hversu herra ritstjóri þjóðólfs hefur hriflzt af vandlætingasemi útafþessum makalausu vitleysum, erhann hefur þótzt hafa fundið í dóminum; hann hefur í ósköpum farið að tala latínu við lesendur sína, og með öllu gleymt því, að fæstir þeirra munu þó vera latinulærðir, því litla orðið »sic»,sem hann hefursett til að vekja eptirtekt les- enda sinna á þessum, að hans áliti, röngu orðatiltækjum, er latinskt, og þýðir á voru máli »þannig»; víst má herra ritstjóri þjóðólfs kunna vel latinu, fyrst hún er honum svona töm I annars eru prentvillur í dóminum í þjóðólfi, sem skekkja hugsunina nokkuð, en að þeim hefur ritstjór- inn ekki gáð, því vjer viljum ekki geta þess til, að hann hafi sett þær vísvitandi, heldur af gáningsleysi sínu. þess- ar útásetningar ritstjóra þjóðólfs, er vjer nú nefndum, snerta að eins orðfærið á dóminum, og þannig líttu hann, ef sannar væru og ekki tómar vitleysur úr sjálfum ritstjór- anum, því málið á ætíð að vera vandað á hverju sem er, og eigi si'ður dómum eður lögum en öðru, þar sem hugs- unin verður að vera nákvæm, og því orðavalið, er hugs- anina táknar, henni samvalið. Ritstjóri þjóðólfs hefur því að eins með þessum útásetningum sínum viljað gjöra dóminn afskræmislegan og hlægilegan í augum lesanda sinna, þó honum hafi tekizt það svona báglega og óhönd- uglega, en hann hefur í neðanmálsgrein vakið spurningu út af því, sem stóð í dóminum: að landsdrottinn mætti álítast sem sameigandi að ásauð þeim, er Ieiguliðinn hefði í eignarhaldi sínu, að. því leyti jarðar kúgildin snertir, og spurt hvort landsdrottinn líka gæti álitizt svo, ef innstæðu- kúgildið væri kýr? þetta er nú spurning, sem steypa mun eiga dóminum og sýna, hve rangur hann sje; því eigi mun hann, sjálfur málaflutingsmaðurinn, þvkjast þurfa að spyrja lesendur sína hvað lög sje, eður fræðastaf þeim um það. En hvaða spurning er nú þetta? sjer ekki hver maður, sem dóminn les og nokkra eptertekthcfur, að hjer var þrætan um 6 ær, er settar höfðu verið í innstæðu kú- gildi en leiguliðinn selt, og að hjer því til að skera úr

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.