Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 4

Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 4
68 þrætunni ekki þurfti, að skýra frá því, hvort og að hve miklu leyti landsdrottinn gjæti álitizt sem sameigandi að kúpeningi heldurað eins ásauð þeim, er leiguliðinn hefði í eignarhaldi sínu. Bæði út úr þessum dómi og eins flestum öðrum geta spunnizt langtum verulegri spurningar, en þessi, og sem snerta þrætu efnið sjálft; en ritstjóra þjóðólfs hefur nú ekki síst í bráðina, hugsazt önnur, en þessi óverulega spurning, en hann hefur samt viljað láta hana fokka, heldur enn ekkert, hún gat, ef til vildi, vakið hjá einhverjum hugsunarlitlum, efa um það, að dómurinn væri rjettur, og vantraust á landsyörrjettinum, og það var þá honum nóg. Öllum lesendum þjóðólfs er það kunnugt, hversu herra málaflutningsmaður Jón Guðmundsson hefur að und- anförnu beinst að þeim, sem í landsyfirrjetlinum eru, við hvert tækifæri, er hann liefur þótzt geta fundið, til að níða þá og niðra þeim á allan hátt; þetta hlýtur að hafa mjög ill og óheppileg áhrif, ekki að eins á þá, er í yfir- dóminum eru, heldur og fyrir landsmenn, er með mál sín þurfa að fara til yflrdómsins. |>að er ætíð óskemti- legt, að eiga í samvinnu við þá, sem viljaskóinn ofan af manni í öllu, og er því þeim í yfirdóminum vorkennandi, þó þeim leiðist samvinna við herra Jón Guðmundsson, og eins virðist sern mörgum megi faila illa, að neyðast til að taka þann mann til að flytja mál sín við yfirdóminn, sem svo lítið vandar dómendunum þar kveðjur sínar; en herra Jón Guðmundsson hefur þó aldrei leitazt við að rýra í augum lesanda sinna álit dóma Iandsyflrrjettarins, fyrri enn nú, að hann hefurtekið upp á þessu. En þetta er með öllu óþolandi bæði fyrir yfirdóminn og líka lands- menn, þvíþað er ekki til annars, enn breiða útástæðulaust landsmönnnm til mikils ills, óánægju og vantraust á yfir- dómi sínum, og til þess ætti sá síst að verða, sem trúað er fyrir að flytja þar rnál manna; vjer segjum ástœðulaust, því það er svo sem auðvitað, að til þess að rífa niður dóma, og segja þá ranga, þurfa meiri röksemdaleiðslur, en svona smá athugasemdir f>jóðólfs. Skyldi því herra J. G. leyfa sjer nokkru sinni optar, að gjöra athugasemdir sínar í blaði sínu við landsyfirrjettardómana, um leið og hann segir frá þeim, megum vjer fullvissa hann um, að þeir, sem í landsyfirrjettinum eru, munu skýra stjórninni frá því, og biðja hana að losa sig við hann sem mála- flutningsmann við rjettinn; það er þar á móti öðru máli að gegna ef herra J. G. þykja einhverjir dómar ekki á rökum byggðir, þó hann þá skrifaði um það atriði eður málefni álit sitt, og þá um leið segði, hvar í yfirdómurunum hefði skjátlazt, þvi væri þetta á rökum byggt, mætti öllum þykja vænt um það, eins þeim, sem í yfirdóminum eru, sem öðrum, er vilja, að lög og rjettur hafl framgang í landinu. Engi vissi í'fnr hva't) orí>i% „Zela“ þýctdi, «ns meb „nndn“ þaí) íslenskaí) ora túngu prýddi1 i^inffvallafnndnrinn 15.-17. ág-íist 1862, var sóttur, eins og þjóðólfur segir, af öllum þeim aflandsins börnum, sem nokkuð gagn var í, ruslið rjeðst ekki í þaðogsat heima2. Laustfyrirhádegi var hringt! til fundar og hann Jón litli Guðmundsson setti fund- inn að LÖGBERGI (það var svo ómyndarlegt eða hitt þó heldur!): »í því bili reið af hádegis skothríðin á Arte- 1) Davíí) konungnr hafþi þann sií), segja „Zela“, Jún Gubmunds- son segir „nudn'*. þaþ er svona kjækur hjá báþuni, og er þaí> skrítib hvaí) svona raargt getur veriþ líkt meí) skildum. 2) „Engi af þeim (> eba 7 útgefendum þlabsins „Islendings" sást á þessum fundi"; (þjúbólfur allur á fundi). mise, og báru fjöllin drunurnar austur til Almannagjáar1«, svo hún mundi hafa bergmálað hátt við svo heyrzt hefði, ef ekki Jón Guðmundsson í sama vetfangi hefði látið til sín heyra eitthvert hið voldugasta »Nudn« sem nokkurn- tíma hefurfrá honum út gengið. »Kvaddi hann alla fund- armenn með kærri heilsan (»nudn«), og þakkaði þeim virðu- lega (nudn) hve vel þeir hefði fund þenna sóttan (nudn), og þann áhuga (hnerri) áhelztumálum vorum, er þarmeð væri kominn (nudn) fram af hendi beztu (nudn) og merk- ustu (nudn) landsmanna* (nudn). Ó! þá stóðstu upp úr þínu sæti, »það varnú hjartkær gleðisjón, hugðu nú allir hjertilkæti, hvísluðu allir, nei sko hann Jón!» — þáhann Jón okkar tók því næst tal fundarmanna; sælir þeir ervið voru og gátu baðað sig í geislum mælsku hans, veslir þeir, er ei voru við, og verða að ganga í trú, en ekki skoð- an, (nudn). Var nú tekið til óspiltra málanna undir stjórn J. G. og herra Sv. Sk. og talað um kláðabót og stjórn- arbót, kosnar nefndir, skrafað og skrifað, ráðið og regjer- að, og á endanum fundi sagt slitið af fundarstjóra um óttu dags 17. þ. m. (ágúst)2. þakkaði hann fundarmönn- um að skilnaði innilega (nudn) þar komuna, öfluga og skipu- lega (eitthvert nudn) hluttöku þeirra f meðferð málanna, og hinar góðu undirtektir landsmanna (nudn) undir áskor- an hans tii þessa fundarhalds og árnaði fundarmönnum alls (nudn) góðs og heillrar heimkomu. Páll alþingismað- ur frá Árkvörn gekk þá fram og mælti: »með— því— jeg— álít— að— það— sje— rjett— að— það— sem— gjört— er— verði— heyrum— kunnugt— og— að— herra— Jón— hafi— vel— gjört— þá— þessvegna— í þessu efni— frá rnínu sjónarmiði— og með— hliðsjón— af— og tilliti til— almennings heilla— og velferðar— lands þessa— vottajeg—í krapti— fluttra ástæðna—hon- um— jeg meina—• Jóni— mitt þakklæti«. Fundi slitið. S. Th. r í 14. árg. þjóðólfs nr. 33—34, stendur aðsendgrein með fyrirsögn »prentvillur í nýjum viðbætim o. s. frv. Höfundurinn setur ekki nafn sitt undir, en táknar ritgjörð- ina einungis með hinum gríska staf ð* (peta), og er auð- sjeð af því, að hann yill dylja nafn sitt. Löngu áður en þessi grein kom út í þjóðólíi, kom skólakennari Halldór Friðriksson, sem lesið liafði prófarkirnar af Viðbætinum, með samkynja grein frá prestinum sjera Stepháni Thór- arensen á Kálfaljörn, og má því fullyrða að hann muni vera höfundur að þessum línum. Höfundurinn þykist nú ætla að koma mjög hæversklega fram, með því, að lýsa ekki beinlínis yíir, hverjum þessar prentvillur, sem hann svo kallar, sjeu að kenna, jafnvel þótt hann hafl vitað eitt- 1) Eitth\aí> stórkostlegt er í gerb opinberar pat) himiiiinn, híngvallafnndar þykir ferí) þar um ljósasti vottiirimi. Er þa?> tilviljnn eba hvaþ at) Artemis skaut þ,á hat'bi Jón npp á þíngviillnm amenab? Jeg held þab vera gubs forsjón. Eins og af himntim ábnr raust efaseminuar hrakti grun; eins sje jeg hjer í efalaust á Jóni drottins velþóknun. þjóbólfur skilur þetta rjett, þar uin er jeg svo sannfærbur; á þessum trúarinnar klett allur hans stendur sófnubur. Haltu því áfram herra Jón, himinsins fylg þú bendingu; jeg sje meb trúarinnar sjón, at) ekkert skebur af hendiugu. 2) Mabur lifandi! en áframhaldibll og dugnaburiun!!

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.