Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 5

Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 5
69 livað um það; en hann hefur ekki gáð að því, að með þessari sinni aðferð gjörir hann mjer sem prentara rangt til, þar sem hann kallar þessar villur prentvillur; því það mun liggja beint við að almenningur, eptir orðatiltækjun- um hljóti að halda, að það sje prentaranum að kenna; enn jeg verð að neita því hreinlega, og skal jeg leiða nokkur rök að því. J>egar jeg ásamt Ilalldóri skólakennara Friðrikssyni Qekk þetta blað í hendur, þá bárnm við saman hinar prentuðu arkir við handritið, sem prentað var eptir, er herra prófastur Ólafur I'álsson hafði skrifað, og þá fund- um við alls fjórar stafvillur, sem var prófarkalestrinum að kenna, enn hitt allt sem aðvar fundið, var orðrjett prent- að eptir handritinu, og meira að segja, að nokkrir auð- sjáanlegir gallar, sem á voru handritinu og því sem var til samanburðar, voru leiðrjettir af prófarkalesaranum; lengra gat prófarkalesarinn og prentarinn ekki farið en halda sig við handritið sem fram var lagt; það er því öldungis rangt og miður góðmannlagt að kalla það prentvillur, sem hand- ritinu er að kenna. Jeg vil nú nákvæmar skýra fyrir þess- um höfundi, hver rjettur skilningur er á orðinu prent- villur og öðrum villum, sem finnast í prentuðum bókum; það eru rjett ncfndar prentvillur, sem koma fram í bókum, eptir að búið er að leiðrjetta seinustu próförk, sem annaðhvort koma af því, að hún hefur ekki verið rjett leiðrjettafprenlaranum, eða að stafir detta eðabroína við prentunina, en allar aðrar villur, sem svo opt eru í bókum, eru annaðhvort handrits- eða prófarkavillur, sem prentarinn getur ekki haft ábyrgð á, nema því að eins að liann hafi tekizt á hendur að lesa prófarkirnar. Tii frek- ari sönnunar þessu, er sú regla brúkuð, að prentarar eiga að hafa hjá sjer seinustu próförk sjer til rjettlætingar, ef þeim er ranglega kennt um villur, sem fram koma í bók- um. Geti nú höfundurinn í J>jóðólfi sýnt mjer nokkrar rjettnefndar prentvillur í Viðbætinum, — enn þá er það ekki — þá skal jeg kannast við þær; en jeg vil biðja hann um eitt, þegarhann ritar næst, að hann láti hvern einn njóta rjettar síns, þá fylgir liann dæmi góðra manna, og þá fyrst hefur almenningur rjett not af því, sem hann fram- bíður. Einar Pórðarson. Kafli nr lirjefi rituðu vestur í Miðdölum 15. á- gúst 1862. — »Veðráttan hefur verið einstök kulda og þurviðra- tíð siðan með júlímánaðar byrjun. Áður voru hregg og kaföld; þó snjóaði og svo hjer á fjöll um byrjun hunda- daga. lleaum. hitamælir stóð jafnast um hádaginn í skugganum 5—8°, en um sólsetur á 3—0°, við aptur- elding og sólarupprás — þá er kaldast við jörðina — 2°, því hjelufall var á hverri nóttu og hart frost á fjöllum. Nú í rúma viku erveðráttan mildari; í dag 15° í sólfars- lausu. Grasvöxt man jeg ekki lakari síðan jeg fór að taka eptir og valla svo slæman. Af túnum fellur Va—% við það í góðum árum, á túnum, sem eru í framför og beztu rækt, vantar V-i—Vb v'ð í góðum árum. Utengi er að sínu leyti þó lakara. Nýting er afbragð. Málnytja er yfir höfuð í lakara lagi, hún leit út fyrir að verða góð og hefði orðið það, því mikið var gefið að vorinu, en frostin kipptu öllum smjörkosti úr grasinu og þurkarnir mjólkurhæðinni. Heilsufar og höld á fjenaði er einstaklega gott. Verzlun: Að Borðeyri sótti langtum ininna enund- •infarin ár, því þangað komu að eins ikaupför. B. Sand- holt frá Agent Glausen fyrir öðru, og Glad lausakaup- maður frá Iíjöge fyrir hinu. Á Stykkishólmi var vöru- megn mikið og að því leyti lífleg verzlun, en lengi var vöruverðið óvíst og má ske ekki fullráðið enn. J>að verð- lag, sem jeg veit að útfært hefur verið í reikninga, er þetta: Rúgur 10 rd., grjón 12 rd., baunir IOV2 rd., mjöl 10 rd., kaffi 32 sk., sikur: kandís og melis 24 sk., brennivín 18 sk., tóbak: rjól 56 sk., rulla 72 og 88 sk., salt 16 mrk., sleinkol 14 mrk., járn 9—12 sk. Allt kram í dýrara lagi nema hjá Gram, Knutzon (frá Reykjavík) og Ricter. íslenzk vara: Ull hvít 40 sk., mislit 32 sk., tólg 22 sk., dún 6 rd., lýsi 25 rd., fiskur harður 32 rd., fleira veit jeg ekki um. J>ann 20. maí hófst kvef- og landfarsóttin hjer í Suð- urdölum og hjelzt stríðast í 3 vikur. Ur henni og henn- ar afleiðingum dóu á þessu tímabili 19 og 1 síðar == 20, flest gamalmenni eða mjög vanheilir og börn; fólksfjöld- inn er hjer um 750. Á Skógarströnd dó mjög fált og 1 eða 2 í Laxárdal. í Hvammssveit nokkrir, en 13 í Saur- bæ og er það mikið. J>að er fyrirsjáanlegt, að fækkun hlýtur að verðatals- verð bæði á nautum og sauðum í haust og óskandi væri, að menn hefðu kjark og vilja til að lóga skynsamlega, því það er liið eina ráð til að verjast hallæri á hinum bágari árum, því »haustskurður er hollur, en hordauði hörmung«. Dómar yflrdómsins. mánudaginn 18. ágúst 1862 1., í sökinni Eggert Vigfússon Fjeldsteð gegn Jóni Daní- elssyni. Með landsyfirrjettarstefnu, dags. 6. febrúar þ. á. og eptir þar til fengnu uppreisnarleyfi, hefur bóndinn Eggert Vigfússon, er nefnir sig Fjeldsteð, áfrýjað dómi gengnum í Snæfellsnessýslu 8. júní 1861 í máli milli hans og hins stefnda Jóns Daníelssonar á Hömrum út af 6 ám, er nefndur Jón Daníelsson hafði keypt liðugum hálfum mán- uði fyrir fardaga 1860, en tjeður Eggert áleit að væru innstæðukúgildisær frá eignarjörð sinni Hjarðarbóli, þar eð leiguliðinn þar, sem selt hafði ærnar, engar ær hafði eptir til að láta í kúgildið, þegar hann í næstu fardögum á eptir flutti frá jörðunni. Með áminnstum dómi sýslu- mannsins í Snæfellsnessýslu, var hinn stefndi dæmdur sýkn fyrir kröfum sækjandans, og Eggert þar á móti skyldaður til að lúka honum 2 rd. í málskostnað, en á- frýjandinn hefur nú krafizt við landsyfirrjettinn, að dómur þessi verði felldur úr gildi og sjer dæmdar af hinum stefnda áminnstar 6 ær, eður aðrar 6 í leigufæru standi, eður og fullt andvirði þeirra í peningum, sömuleiðis fullt endurgjald fyrir afnot kúgildis þessa, eður fyrir lömb, ull og mjólk frá miðjum maí 1860 og þangað til hann fengi aptur kúgildið, og loksins 60 rd. í málskostnað. Að vísu er það nú satt, sem stendur í undirrjettardóminum, að engin vissa er fram komin fyrir því, að hinar umþrættu ær hafi verið með nokkru því einkunnarmarki, er helgi áfrýjandanum eignarrjett á þeim, og eins er það satt, sem þar stendur, að það er skylda leiguliða, að svara inn- stæðukúgildunum út í Ieigufæru standi, er þeir fara frá ábýlum sínum, en af hvorugu þessu leiðir samt, að kaup hins stefnda á ám þessum hafi verið lögleg eða svo, að þau eigi geti gengið til baka, af því þau komu í bága við sterkari rjett áfrýjandans til innstæðukúgildisins og gengu honum um of nærri. Eptir rjettarvenju þeirri, sem nú gengur umalltland,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.