Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 7

Íslendingur - 12.09.1862, Blaðsíða 7
71 J>ví næst kemur þá til yfirvegunar hegning sú, erhin ákærðu, sem öll eru komin yfir lögaldur sakamanna og ekki hefur áður verið hegnt fyrir neitt lagabrot, að Jóni Runólfssyni undanteknum, sem tvisvar áður er dæmdur, nefnilega með Rangárvallarsýslu aukarjettardómi 7. jan. 1858, fyrir ofríki við mann, í 6 rd. sekt, og með þessa rjettar dómi til 3 ára betrunarhúsvinnu fyrir með ofríki að hafa verið meðverkandi orsök til dauða manns, — hafa bakað sjer með þessu broti sínu. Hvað þá sjer í lagi viðvíkur hegningu þeirra þriggja, Runólfs Jónssonar og barna hans, Ingvars og Ásdýsar, verður rjetturinn að vísu einnig að fallast á þá skoðun undirdómarans, að 17. gr. í tilsk. 4. oklóber 1833, sje sú lagaákvörðun, sem brot þeirra eigi einkum að metast eptir, en þar sem þessi grein eptir orðanna hljóðan, bind- ur hegningu þá, sem þar er ákveðin, við frumhlaup (Over- fald), og mótþrói, jafnvel þó hann lýsi sjer í verki, eins og hjer átti sjer stað, eptir hlutarins eðli ekki getur verið eins saknæmur, eða sezt því jafnhliða, og tilsk. 30. jan. 1793 ekki heldur er lögleidd hjer á landi, fær rjett- urinn eigi betur sjeð, en að brot þeirra eigi að metast eptir álitum og málavöxtum, með hliðsjón af tjeðri laga- grein samanborinni við § 16. í sömu tilsk. Með því nú þau Ingvar og Ásdýs börn Runólfs, eru bæði orðin fulltiða og búin að fá ljósa meðvitund um rjett og rangt, og ekkert er framkomið í málinu, sem beri það með sjer, að faðir þeirra Runólfur hafi komið þeim til að sýna þenna mótþróa, fremur en þau sjálf voru fús til, virðist það hæfi- legt, að þau öll sæti jafn þungri hegningu, sem ákvarð- ast til 6 X 5 daga fangelsis við vatn og brauð, sem ept- ir tilsk. 24. jan. 1838 § 4. stafl. 6 samgildir 20 vandar- haggarefsingu. Hvað þar á móti viðvíkur broti hins meðákærða Jóns Runólfssonar, virðist hjeraðsdómarinn að hafa metið hegn- ingu hans hæfilega eptir 1—24—49 cfr. frd. 30. marz 1827, og ber því undirrjettardóminn í þessu tilliti, og eins hvað málskostnaðinn snertir, að staðfesta. Máls- færslulaun svaramanna hinna ákærðu í hjeraði samþykkj- ast. Svo greiði þau einnig in solidum sóknara og svara- manni hjer við rjettinn 8 rd. hvorum fyrir sig í máls- færslulaun. Meðferð og rekstur málsins í hjeraði hefur verið vítalaus, og sókn og vörn hjer við rjettinn lögmæt. j>ví dæmist rjett að vera: Hin áltairðu, Iiunólfur Jónsson, Ingvar Runólfsson og Ásdýs Runólfsdóttir eiga að hýðast hvert um sig 20 (tuttugu) vandarhögg. Sóknara við landsyfir- rjettinn, málsfœrslumanni Jóni Guðmundssyni og svaramanni, malsfœrslumanni Páli Melsteð, greiði hin ákærðu in solidum 8 rd. hvorum fyrir sig í málsfœrslulaun. Dóminum að fullnœgja undir aðför að lögum. Samtök kaupmanna gegn fíutningi áfengra drykkja. Vjer höfum heyrt, að kaupmenn hjer sunnanlands hafi í sumar gjört samtök um það sín á millum, að hætta eptirleiðis að flytja hingað til lands áfenga drykki, og hafi allir verzlunarmenn hjer syðra, nema einn, bundið það fastmælum með sjer, þar eð þeim ofbiði, ekki einungis hvilík ógrynni fjár gengi út úr landiuu fyrir brennivín og ýmsan drykkjuvarning, heldur einnig allt það drykkjuslark og öll súóhamingja, sem af drykkjuskap landsmanna stæði, og sem ekkert virðist mínka, heldur þvert á móti fara í vöxt, þó árin sje nú erfið með mörgu móti, og menn sje nð kveina og kvarta yfir fatæktinni. Og verðui því ekki neitað, að þetta er mála sannast, og er nú svo komið þessum ófögnuði, að tími er kominn til, að skorizt sje í þetta mál, og hugsað og talað og gjört eilthvað sem gagn er í, til að ráða bót á þeim vandræðum, þeirri synd og svívirðingu, sem óhóf í nautn áfengra drykkja leiðir yfir land vort og þjóð. j>egar gjöra á eitthvað þarft og nyt- samlegt, þá vantar hjer ætíð peninga; þá hefur enginn neitt. En hvað mikið sem flytzt af brennivíni og rommi og kognaki út hingað, þá eru allt af einhver úrræði höfð til að eignast það, þá er ekki hugsað um fátæktina. j>að er sagt i Fjölni fyrir 18 árum, og sýnt með góðum rök- um, að landsmenn gáfu þá á ári hverju um 80,000 rd. fyrir áfenga drykki, eptir lágum reikningi (sjá Fjölni 1844 bls. 60—62. j>að eru ríkmannleg útlát í jafnfátæku landi sem Island er; en hvað er nú þetta fje, þessar 80 þús- undir, og er óhætt að taka dýpra í árinni; hvað er það, hjá hinni óumræðilegn spillingu andlegri og líkamlegri, sem slíkt eitur og ólyfjan hefur leitt og leiðir á degi hver- um yfir þetta land. Em þetta geta allir þeir vitni borið, sem víða hafa verið lijer á landi og komnir eru nokkuð til ára. Um það geta þeir vitni borið, sem við mál og dóma hafa fengizt, hvort margt eitt illvirkið er ekki unnið í drykkjuskap. Ekki erþetta svo að skilja, að ekki þekkj- um vjer marga menn, mörg heimili og jafnvel bygðarlög, er kalla megi heiðarlega undantekningu frá þessari al- mennu Iandfarsótt, sem ýfir oss gengur; en það er ekki nóg, það er eins og þeirra gæti ekki fyrir harkinu í hin- um mikla þorra, sem vanbrúkar ölföngin. Állt þetta hef- ur nú, eins og vjer sögðum, vakið athygli kaupmanna,— enda þekkja þeir manna bezt efnahag landsmanna — og þess vegna hafa þeir gripið til þessa bragðs, að af taka aðflutning allra áfengra drykkja. í blaðinu »Norðanfara« nr. 13.—14. þ. á. hefur ritstjórinn látið prenta skilmála- greinir þær, er kaupmenn hafa sett um þetta atriði, og viljum vjer leyfa oss að geta hjer hins helzta úr þeim. j>ar svo segir: »Með því skilyrði, að allir kaupmenn í Suðurumdæm- inu eða verzlunarhöfnunum, Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla- vík, Eyrarbakka og Vestmannaeyjum, gangi í fjelag vort, höfum vjer fastráðið að reisa skorður gegn hinni vaxandi ofdrykkju sem á sjer stað meðal landsbúa, með því á tímabilinu frá 1. júní 1864, til sama tíma 1869, gjörsam- lega að hætta allri útsölu áfengra drykkja, t. a. m., AI- cohol, Spiritus víni, Brennivini, Aquavit, Mavebitter, Ar- magnac, Cognac, Wiskv, Genevre, Rommi, Arrak, Liqveur, Cordial, Extract, Kirsebær og aldinabrennuvín, eða hverju nafni sem nefndir eru, óblandaðir og blandaðir, áfengir drykkir, og sem eru sterkari en 4 stig á Spendrupsmæl- ir, hvar á móti vjer áskiljum oss frjálsa útsölu á víni, mjöð og öli, að með töldu Ale og Porter. j>annig að sjerhver sá, sem breytirgegn þessu, ann- aðhvort með því að selja, veita eða gefa úr verzlun- arbúð sinni, garði, geymsluhúsi eða skipi, á nefndu tímabili, ofan talda áfenga drykki, hvort heldur það er mikið eða lítið, sæti í fyrsta sinni 500 rd. fjárút- látum, en í annað sinn 1000 rd., og í hvert sinn sem optar er brotið tvöfaldast, liverjar bætur sá eign- ast að helmingi, sem gjörir brolið uppvíst, enda þótt hann sje sjálfur kaupandinn, en hinn helmingurinn hverfi til ekkna og harna þeirra fiskimanna og sjó- farenda, er drukknað hafa í sjó á suðurlandi, eða einhverrar annarar stofnunar, er undirskrifaðir kaup- menn með atkvæðafjölda ákveða. j>eir áfengu drykk- ir sem finnast hjá hinum seka verða ónýttir. »IIið ofannefnda þó með því skýlausa skilyrði, að stjórnin, eptir að hafa öðlast álit alþingis, gjöri í tæka tíð eptirritaðar ákvarðanir gildaudi:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.