Íslendingur - 04.10.1862, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.10.1862, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR. 4. októb. asíkd. Frjettir. Póstskipið Arctúrus kom hingað eptir 12 daga úti- \ist frá Iíaupmannahöfn, þann 26. þ. m. litlu fyrir hádegi, og á að fara hjeðan aptur þ. 6.íþessum mánuði. Er þá ein ferðin eptir þetta árið. Með því komu nú: frá Kaup- mannahöfn fröken Emilie Meyer; frá þýzkalandi skóla- kennari Halldór Kr. Friðriksson; frá Frakklandi katólskur klerkur að nafni Convers, sem að líkindum verður í vetur hjá landa sínum herra JJaudoin lijer í Reykjavík; enn fremur er sagt, að komið hafi á skipinu Ólafur nokkur, ættaður úr Eyjafjarðarsýslu, eptir að Jiafa af lokið hegn- ingarvinnu í Kaupmannahöfn. — Vjer höfum sjeð Berlingatíðindi fram til 12. sept. Hin helztu tíðindi úr Danmörku, sem vjer i fljótu bragði höfum komið auga á, eru þessi: Veðurátt var góð allan ágústmánuð, og kornuppskeran heppnaðist vel, en hey- skapur, sem áður var um garð genginn í júlí og júní- mánuði, þar á móti mjög illa sökum rigninga; þó er þess getið, að korn muni verða heldur í ljettara og rýrara lagi vegna kulda og rigninga framan af sumri. Danir stofn- uðu fyrir nokkru síðan járnbrautarsmíði á Jótlandi; ligg- ur brautin austan á Jótlandi frá norðri til suðurs, og al- gjör sá kafii, er gengur frá Randers til Áróss. Vænta þeir sjer mikils góðs af því fyrirtœki, enda er í áformi að leggja braut um alla Danmörku, eins og nú tíðkast í öðrum löndum. Seint i júlímánuði heimsótti Karl konungur Svía og Norðmanna Friðrik konung vorn, og hjeldu Kaupmannahafnarbúar þeim konungunum dýrlega veizlu, ogvar þá gleði mikil í borginni. |>að er og mikið gleðiefni fyrir Dani, að elzti sonur Viktoríu drottningar, Albrecht Edward (prins af Wales), konungsefni Eng- lendinga, ernú sagður trúlofaður danskri prinsessu. Hún heitir Alexandra, dóttir Kristjáns prins af Danmörku. A- lexandra er fœdd 1. des. 1844. Ivristján konungur 8. var ömmubróðir hennar. Prinsinn af Wales er fœddur 9. nov. 1841; hann er sagður gott mannsefni og velmenntaður. f>að má kalla, að friður sje sem stendur alstaðar í norðurálfunni, en við sjálft lá, að í sumar í ágústmánuði kœmist allt aptur í Ijósan loga suður á Ítalíu. Vjer ætl- umst til, að lesendum vorum sje nokkuð kunnugt um, hvað þar í lantji hefur gjörzt þessi hin síðustu ár. J>eir munu minnast þess, að Garibaldi vann Sikiley og allt Neapelsríki undir Viktor Emanúel Sardiníukonung, árið 1860, og að hann síðan er kallaður Ítalíukonungur, þar sem öll Ítalía er undir hans yfirráðum, nema Feneyjar, sem er í höndum Austurríkiskeisara, og Ilómaborg með nokkrum landskika umhverfis, sem er í höndum.páfa. Nú vilja margir, að konungur Ítalíu nái einnig yfirráðum á þessum tveim stöðum, en þar er ekki liœgðin á. Aust- urríki erþjett fyrir, og katólskaner römm í suðurlöndum, og vill ekki missa páfann eða hans vald. J>ar á er eng- inn efi, að Viktor Emanúel mun einnig vilja ná Róma- borg og Feneyjum, en hannvillfara hœgt að því og gæti- lega, og bíða lags. |>etta leiddist Garibaldi, og fyrir því rjeðst hann í, að fara með nokkrum vildustu vinum sín- um þaðan, sem hann var á eyjunni Caprera, gekk á land syðst á Ítalíu og skoraði á menn til liðs við sig og bjóst að taka það með herskildi, sem eptir er óunnið, ogleggja undir Ítalíukonung. En konungi mislíkaði stórum, þótti Garibaldi fara of geyst, og sagði á reiði sína, ef hann settist eigi aptur og fœri lengra. Garibaldi gaf því engan gaum; sendi konungur þá Cialdini hersliöfðingja með miklu liði móti Garibalda. J>að var áform Garibalda, að komast í fjöll þau, er liggja suður eptir Ítalíu, og heita Apennínur, því þar eru vígi góð, halda þannig norður eptir iandi og heimsœkja páfann. En það átti ekki að auðnast. Konungsmenn náðu þeim Garibalda á lág- lendinu sunnan undir fjöllunum, og umkringdu þá. Garibaldi vildi miðla málum, en þess var enginn kost- ur. Konungsmenn skutu þegar á þá, og varð Gari- baldi mjög sár á fœti, og því næst var hann hand- tekinn og sveit lians öll, og fluttur til Túrínar. Hverj- ar lyktir verði á máli hans, vita menn eigi. En ó- 29 Eiríkur Jonebister. Saga kanda bi'rnum. (Eptir Mr». A. J. Symington, snúilb á íslenzku af prúfasti sjera Olafl Pálssyni). Eiríkur Jonebister var sonurfátœks fiskimanns álljalt- landseyjum. Iljaitlandseyjar liggja í Norðursjónum; þar vaxa ekki eikur; þar eru hvorki járnbrautir nje frjettafleygjar. Á sumum af eyjunum lifirmargur svo allaæíi, að hann sjer hvorki vagn nje gufuskip. Veturinn er þar langur og dimmur; skraulfiðraðir söngfuglar koma þar ekki með vorinu, og fiðrildi, sem gljáir á í sumarsólskininu, sjást ekki fljúga þar af einu blómi á annað, og ekki heldur slær á haustin gulllit á engin af hveitistöngum, því sum- arið er stvttra en svo, að hveitið nái fullum þroska. Margur kann nú að hugsa, að það sje leiðinlegt á Hjaltlandseyjum, en honum mundi þykja öðruvisi, ef hann væri þar. Klettar, bæðir og stöðuvötn er allt næsta fag- urt. Óteljandi grúi af alls konar sjófuglum er á flögri í 30 loptinu, eða ruggar sjer'á hinum hvítbryddu öldum. Hest- ar, kýr og sauðfje er á beit um liólana. Hin fegurstu villiblóm, fjörusteinar og skeljategundir eru til mikillar skemmlunar fyrir þá, sem vilja safna þvílíku. A sumrin er nóttin mjög stutt, og á vetrum eru næturnaropt nær því eins bjartar og dagur, himininn er svo heiðskír, tungl, stjörnur og hin fögru norðurljós eru svo skær. Hestar eru góðir á Hjaltlandseyjum, og það veit enginn, nema sá, sem reynir, hvaða skemmtun það er, að þeysa þeim um eyjarnar. J>eir eru sjaldan járnaðir, því vegír eru óvíða svo grýttir, að þeir verði hófsárir; aldrei koma þeir í hús, en ganga sjálfala um hagana, þangað til á þeim þarf að halda. J>eim er ekki kembt, en þegar það þarf að þrífa þá, eru þeir teymdir út í sjó og sund- lagðir. Af þessu verða þeir bæði harðir og fjörugir. J>á er líka hin mesta skemmtun að sigla á hinum fallegu bátum eyjamanna, því þeir liða yfir sjóinn eins og mávar á snndi. Allt úir og grúir af fiski umhverfis eyjarnar, og koma 73

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.