Íslendingur - 04.10.1862, Blaðsíða 4

Íslendingur - 04.10.1862, Blaðsíða 4
r það, sem honum var til hneisu einnar að byggja vörn sína á. II. það er þó í sannleika undarlegt, að herra málaflutn- ingsmaður J. G. hefur getað orðið æfur og umsnúinn út af því, að herra biskupinum var hœlt í »Isl.« fyrir það, hversu hann, að sögn, hefði verið á fram um það, að herra J. G. kœmist inn í þessa nefnd, sem hjer var sett í sumar til að íhuga málefni »lærða skólans«. Hjer er um tvennt að gjöra, annaðhvort var herra J. G. maklegur að komast í þessa nefnd, eður ekki. Ef hann var maklegur þess, hví gat hann þá ekki unnt biskupinum þeirra sannmæla, að það hafi verið vel gjört af honum, að kjósa sig í nefndina, sem margur í sporum biskupsins þó mundi hafa í fremstu lög látið ógjört? Og hafl herra J. G. verið ómaklegur þessa, og biskupinn dregið hann fram óverðugan, hvers vegna getur hann samt ekki þol- að, að biskupinum sje hœlt fyrir þessa velvild hans við sig? Og hvers vegna hefði J. G. kunnað betur við, að þagað hefði verið yíir þessu, eður að biskupinn hefði verið níddur fyrir það? f>að sje jeg ekki, enda munu fáir geta skilið, hversu sannleiksástin hjá herra J. G. er rík. j>að virðist, sem honum hafi nú fundizt, að hann væri ekki maklegur að komast í nefndina, og þess vegna ætti ekki heldur biskupitin hrós skilið fyrir það, að vilja fá sig inn í hana, heldur miklu fremur last, ef nokkuð væri, og á þetta virðist litla vísan benda, sem rjett á eptir kom út í þjóðólfi. X. í seinasta blaði íslendings (nr. 9, bls. G8—69) hefitr herra prentari E. þórðarson komið fram með grein nokkra af því tilefni, að einhver höfundur hafði í þjóðólfii farið nokkrum orðum um villur, sem harin (höf.) kallaði »prent- villurn, f hinum nýja viðbœti við messusöngsbókina. Jeger núyfirhöfuð samdóma herra prentaranum í því,hvaða hug- mynd, að rjettu lagi, liggi í orðinu »prentvilla«. En mig hlýtur að greina nokkuð á við herra prentarann, þar sem hann, sumpart án þess að sjáanleg þörf sje á því, minn- ist á handrit það, er viðbœtirinn var prentaður eptir, og gjörir það með þess konar orðum, að fyrir almenningi verður að líta svo út, sem jeg hefði með frábæru skeyt- ingarleysi gengið frá verki þessu, sem mjer var trúað fyrir; þótt jeg ekki hafi orsök til annars, en að vera sann- fœrður um, að herra prentarinn hefur ekki af ásettu ráði 35 ið, sem vex þar, eru Iágir, grannir og kýtingslegir hafrar, og hanga öll kornin til annarar hliðar á stönginni, en standa ekki í lopt upp til allra hliða á henni eins og hafrar gjöra í öðrum löndum. Eiríkur taldi nú dagana, þangað til við því varð búizt, að unginn fœri að verpa, og hann taldi eggin, þegar þau fóru að koma. Egg voru þá í mjög lágu verði á Hjalt- landi, og þurfti að minnsta kosti fjögur til að geta keypt hinn minnsta skamt af tegrasi, sem nokkur búðarmaður vildi vega handa honum. Samt sem áður, hœnan hans Eiríks reyndist allra vitibornasti og þægasti fugl, og varp margsinnis fjórum eggjum sumarið út. Eirikur kunni líka að prjóna, og þegar hann eign- aðist ullarlagð, þá spann móðir hans úr honum band, en hann prjónaði úr því þykka og hlýja sokka eða vet- linga, og kunni hann að fá hjá fiskimönnum allt að 20 skildingum fyrir parið. j>á lærði hann að ríða úr nokkurs konar tágum smá- körfur, eins og fiskimenn hafa þar á eyjunum; enda leið 76 viljað bera mjer það á brýn. Af þessari ástœðu er það, að jeg vil leyfa mjer að koma með nokkrar skýringar í þessu efni. j>að var eptirtilmælum herra biskupsins, að jegtókst á hendur að skrifa handritið, enda varð einhver að gjöra það, sem kunnugur var þeim ýmsu söfnum af sálmum, er borizt höfðu; var það verk hvorki vandalaust nje auð- velt, því sum handrit höfundanna voru fremur ógreinileg og ónákvæm. Jeg ætlaði því ekki að vinna að þessu í flaustri, heldur gæta þess, að skrifa sem rjettast að varð eplir hverjum höfundi; og víst er um það, að alls ekki mun herra skólakennari Halldór Friðriksson, sem las prófark- irnar, hafa ftindið handrit mitt svo göllum hlaðið, sem herra prentarinn virðist að gjöra ráð fyrir (jeg ætla öðr- um að skera úr því, hvor þeirra tveggja sje bærari að dœma um það efni), enda var handritið, jafnóðum og það var skrifað, lesið af manni, sem mjer er greindari og gætnari, og mundi hann hafa sjeð, ef á því hefði verið stórgallar, og hann benti og á eina eða tvær ritvillur, sem lagaðar voru eptir því. j>egar frá manni þeim, sem herra prentarinn nefnir, kom nokkurs konar registur yfir villur, sem voru eða áttu að vera i viðbœtinum, kom herra II. Friðriksson með þær til mín, og bárum við þær saman við hið prentaða. Á- leit herra H. Fr., að hjer væri ekki um meira að gjöra en svo sem 7 villur, sem svo yrðu kallaðar, og sízt um það, sem nokkur, er les bókina, gæti villzt á, og væri það jafnvel ekki tilfellið á öllum þeim 7 stöðum, sem hann taldi. Gat hann þá um, að nokkrar af villum þess- um hefðu orðið til við prófarkalesturinn; og virðast það ekki neinar öfgar í 13 arka bók, þó þær hefðu verið svo sem fjórar; að minnsta kosti finnst mjer allt þetta ekki meira en svo, að jeg er fús á að kannast við, að hinar aðrar hafi getað verið í handritinu, þó jeg hafi ekkt feng- ið að sjá það síðan það fór fyrst í prentsmiðjuna. Hið annað sem talið var í þessu registri, var minna varið i, og gætti bæði lir. H. Fr. og jeg að því; sumt var misskiln- ingur, t. a. m. þar sem gjörð var villa úr orðatiltœkjum, sem vorti rjett riluð eptir eigin handriti höfundar og jafn- vel einnig eptirþví, sem hann hafði látið koma út á prenti; sumt voru nokkuð mismunandi myndir á orðum, semýmsir höfundar höfðu haft sinn með hverju móti; sumt voru aðgreiningarmerki og þvílíkt, og munum við herra II. Fr. ekki metast um, hvernig þau sjeu til komin, og að því leyti, sem þess konar kann að hafa verið rangt í hand- ritinu, fæst jeg ekkert um, þó því væri ekki kippt í lið- 36 ekki á löngu, að engin tág i högunum fjekk að ná full- um þroska, því hann sleit þær upp fyrri en svo. Menn sóttust ætíð eptir körfum Eiríks, því það mátti ganga að því vísu, að þær voru sterkar og vel riðnar; því hann á- leit það svo, að þegar það væri tilvinnandi að gjöra hlut- inn, þá væri líka tilvinnandi að gjöra hann vcl. Tágar þær, sem Eiríkur brúkaði, voru þeirrar teg- undar, að þær spretta ekki nema á sumrin, og hvað vel sem hœnan vildi, þá gat hún ekki orpið á vctrum. j>egar hann þá varla vissi, hvað hann átti að taka til bragðs, bjó hann sjer til fiskistöng úr óvandaðri spýtu, festi þar við langan hampspotta og neðan í hann beygðan títuprjón. Með þessu veiðarfœri sat hann á hinum dimmu vetrar- kveldum, á einslegum kletti, sem skagaði út í sjóinn, og mátti þá sjá, hvernig hann lleygði út fœrinu, og aptur endrum og sinnum stakk einhverjum smáfiski í körfu, sem hann hafði hengt um háls sjer. I kring um hann var alit eyðilegt og geigvænlegt; hið myrka, djúpa og ólgandi haf náði svo langt sem augað eygði út að hinu dimma og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.