Íslendingur - 04.10.1862, Blaðsíða 8

Íslendingur - 04.10.1862, Blaðsíða 8
80 3, trje er triu á gotnesku. tr hefur ekki breyzt; i er j, eins og í hniu; u snýst í e, eins og í Tcniu og jus. 4, fje er faihu á gotnesku; en þar er faihu sett fyrir fihu, sem haft er í hinni fornu þjóðversku. f er ó- breytt; i er j, eins og í hniu og triu; h erfellt úr5; u snýst í e, eins og í triu, kniu, jus. Til liversernúað breyta þessu j í »bakfall« og skrifa 2>er, kne, tre, fe? Kaupmannahófn, 11. sopt. 1862. K. Gíslason. Tíðarfarið hefur allan septembermánuð verið mjög stirt, sífelldir stormar og rigningar, svo ekki má kalla að menn hafi getað leitað bjargræðis síns, hvorki á sjó eða landi. Einkum er þetta tilfinnanlegt fyrir sveitabóndann, því flestir, ef ekki allir, hafa átt meira eða minna hey úti, sem nú hefur hrakizt og orðið lítt nýtt, og ef til vill ó- nýtt með öllu. Kom það sjer nú því lakar, sem gras- vöxtur var alstaðar í rýrasta lagi, en margur hefði getað til góðra muna aukið heyafla sinn, ef vel hefði viðrað fram eptir haustinu. En nú er öðru að heilsa. |>að væri fróðlegt, en ekki skemmtilegt, að frjetta, hvað mörgum kúm og lömbum menn þurfa nú að farga sökum þessa hey- leysis, sem nú verður alstaðar í landinu. Yjer höfum frjett, að í sumum sveitum bjóða menn kú með kú, eða þá 9 lömb, en fóður fáist þó ekki. Skiptapar. Frjetzt hefur, að kaupskip eitt hafi öndverðlega í septembermánuði slitið upp vestur á Yatn- eyri við I’atriksfjörð, og hvorttveggja skemmzt svo, bæði skip og góz, að selja varð á uppboðsþingi. Sagt er og, að skip eitt, er koma átti til Akureyrar og flytja meðal annars við til kirkju þeirrar, er þar er nú í smíðum, hafi brotnað í spón við Færevjar, en mönnum orðið bjargað. 25. september, hjer um bil 3 vikur í útsuður af Fugla- skerjum, sökk spánskt skip, Teofilo, Capt. Domingo de Bareno. Skip þetta var hlaðið salti og ýmissi annari vöru, kom frá Spáni og álti að fara til Siemsens konsúls í lleykjavík og sœkja til hans fiskfarm. Skip þetta hafði komið hingað til lands nokkur undanfarýi ár, og þótti gott skip; en nú kom leki að því í hafi og bar svo bráð- an að, að skipverjar fengu með naumindum bjargað lifi í bátinn allslausir; nótt fór að þeim, og vissu þeir ekki, 5) Slíkt ber víbar vib. (Að) slá er slahan á gotaesku; {að) fá er falian á gotneskul: foa (melrakki; Sn. E. II. 490) er fauho (þ. e. fauhó, fyrir fuhó) á gotnesku; 0. s. frv. 43 liann sá ljósið í kofa móður sinnar, þá varð hann bæði styrkrari og heitari um hjartarætur, eins og hann var vanur að verða í hvert skipti, sem hún kvaddi og bless- aði hann. J>á rak nú á fram með ógurlegum hraða, og var nú ekki eptir nema eitt annnes; bæri þá fram hjá því, þá voru þeir komnir út í Atlantshafið. En rjett áður en kom að þessum odda, rakst báturinn á og brotnaði í spón við lágt sker, sem var spölkorn frá landi, en yfir það fjell um flóðið. Á þessu skeri sátu þeir feðgar all-lengi. Ei- rikur var ekki hræddur; hann hafði vanizt sjónum frá barnsbeini, og, það sem meira var varið í, hann hafðifull- komið traust á gæzku guðs og var viðbúinn við hverju, sem að höndum bæri. En það var rödd hið innra hjá honum, sem sagði: »hann faðir minn er ekki búinn undir það að deyja«. Jonebister, faöir Eiríks, vissi vel, í hvaða hættu hann var staddur, og sá það glöggt, hvað illa hann var farinn ef bann ætti þá að deyja; en öllum hinum blíðu áminn- hvert halda skyldi; eptir 2 dœgra róður náðu þeir landi við Utskála í Garði, mjög þrekaðir, sem vonlegt var. Sýslurnar voru óveittar, seinast þegar frjettist, en danskur maður, að nafni Smit.h, var að sögn settur yfir Norður-Múlasýslu og farinn af stað frá Höfn til íslands, áður póstskip lagði út þaðan. — Yfirkennaraembættið við Reykjavíkur lærða skóla er 8. ágúst veitt skólakennara Jens Sigurðssyni, og stýrir hann nú skólanum fyrst um sinn, þangað til rcktor Bjarni Jónsson kemur aptur, en hans er von með næstu póstskipsferð. — Cand. philos. Halldór Guðmundsson er af stipts- yfirvöldunum settur til að kenna allar þær lærdómsgreinir í Reykjavíkur lærða skóla, sem yfirkennari B. Gunnlögs- son áður kenndi. — Cand. theol. Helga Einarssyni Ilelgasen er af stipts- yfirvöldunum veitt kennaraembættið við hinn nýstofnaða barnaskóla í Reykjavík. — Yeitt brauð: 19.september Höskuldsstaðir sjera Ólafi Guðmundssyni á Hjaltabakka. Anglýsin^ar. Ilerra prófastur Ó. E. Johnsen hefur sent þessar gjafir til biflíufjdagsins: Frá Sauðlauksdals prestakalli 5 —fimm— rdd. r. m. og — Selárdals -----3 — þrjá — rdd. 32 skk. r.m. fyrir hverjar gjafir vjer hjermeð þökkum innilega fjelags- ins vegna. Keykjavík, 30. september 1862. 11. G. Thorderscn. P. Pjetursson. Jón Pjetursson. — Rauþsnkkúttur foli, lítib skjúttur, meí) hvitum toppi hœgra megiti í makkanum, 6 vetra, vakur, aljárnat)nr, mark: sýlt vinstra og fjúbur fr., hvarf um mánabamútin t'tr hagagúngu í Mosfellssveit, og bií) jeg hvern þann, er kynni aí) tínna hann, aþ hirta hann og koma honum til mín, ef hcegt er, en ella láta mig sem fyrst vita þafc. Reykjavík 4. oktúbor 1862. Oddur V. Gíslason. Iieiðrjettina; : I yflrrjettardúmi í máli Runúlfs fráBakka- koti í næsta nr. Isl. hjer aþ framan les: tiisk. 11. j ti 1. 1 800, og í nibtirlagsorbnm sama dúms á sínum staþ, vantar inn í þessi orb: aí) óbrtt leyti á uudirijettardúmurinn úraskabur at) s t an da. Ábyrgðarmaður: Brnidilít Svrinsson. Prentabur í prentsmn&jlinni í Reykjavík 1862. Einar púrbarson. 44 ingum og bœnum sonar síns gat hann ekki svarað nema með þessu einu: »það er of seint, of seint«. Loksins lægði nokkuð vindinn, og þessir þreyttu vökumeun sáu landið nærri sjer; en það var allt af að falla að, ogvega- lengdin að verða meiri. Núvarengatíð að missa; Jone- bister kunni dálitið að synda, og Eiríkur beiddi hann að reyna til að ná í land. En hjarta föðnrsins hafði komizt við af veglyndi sonar síns í þessu, meira en svo, að hann gæti yfirgefið hann. Hann sagði, að þeir skyldu annað- hvort komast í land eða deyja báðir. Nú var sjórinn kominn að fólum þeirra. Jonebister afklæddi sig að mestu og varð honum það ósjálfrátt, að faðrna Eirík snöggvast að sjer. Drengurinn hvíslaði þá að honum: »Vertu dá- lítið góður, dálítið góður við hana veslings-móður mína; gjörðu það fyrir mig«. Jonebister svaraði: »Vertu ó- hræddur, drengur, og haltu þjer fast í mig; jeg ersterk- ur, og það er ekki langt i land«. (Niðurl. í næsta bl.).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.