Íslendingur - 04.10.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 04.10.1862, Blaðsíða 2
74 heppilega gat þetta allt saman tekizt til, að jafnágætur maður, sem Garibaldi er, skyldi þannig rasa fyrir ráð fram, ef svo má að orði kveða, og hreppa slíkar ófarir sem þessar. Yiktor Emanuel má vera mikili auðnumaður, ef hann nær ailri Ítalíu laglega undir sín yfirráð og tekstað koma fullum friði á þar í landi. Ilann hefur þó mikils misst, þar sem Cavour er dáinn og Garibaldi í höptum, tveir hinir mestu og beztu menn á Ítalíu, og þótt víðar væri leitað. Frá bandafylkjum Norðameríku höfum vjer frjettir til 23. ágústmán. Allt stóð þar við hið sama sem áður. Ófriður í mesta lagi, oruslur því nær á hverjum degi, og grimmdin ógurleg á báðar síður. M. Clellan var hættur yfirstjórn yílr Lincolnsmönnum, og Hallek hershöfðingi settur til yfirforingja í hans stað. Sunnanmönnum veitir engu miður. Einn af foringjum þeirra heitir Jackson; er sagður mikill maður vexti og manna óliðlegastur á fæti, en svo er hann kænn og skjótur í ferðum, að hans er von úr öllum áttum á hverri stundu, og segja menn, að enginn hafi verið önnur eins fluga í ferðum sem hann, síðan Napoleon gamli var á dögum; stendur norðanmönn- um mikill geigur af honum. Norðanmenn eru Englend- ingum hinir reiðustu, og segja þeir dragi taum sunnan- manna. Áf Frökkum í Mexíkó höfum vjer ekki frjett að þessu sinni. Hi’ý Fjelassrit (22. ár) komu nú með gufu- skipinu, og vera má, að útgefendur þeirra hafi getað sent þau með haustskipum til fleiri hafna hjer á landi, þó vjer vitum eigi. Iíit þessi hafa nú meðferðis ýmsar ágætar ritgjörðir, sem óskandi væri að landsmenn vildu kynna sjer. Meðal annars sem þau innihalda, látum vjer oss nægja í þetta sinn, að benda lesendum vórum á ritgjörð- ina um stjórnarmál íslands og um fjárhags- málið. í>að eru þau tvö málefni, sem nú standa fyrir dyrum, og sem oss ríður nú mest á að kynna oss til hlítar. Vera má, að annaðhvort þeirra eða bæði verði lögð fyrir alþingi að sumri, og hvort sem heldur er, þá eru þau svo merk og mikils umvarðandi í sjálfum sjer, að vjer efumst eigi um, að hver góður Islendingur láti sjer annt um, að kynna sjer þessi málefni og reyni til að afla sjer þeirrar þekkingar á þeim, sem unnt er, og nú ríður á að gjöra það sem allra-fyrst. Ekki er ráð nema í tíma sje tekið. Vjer skorum á landa vora að kaupa og kynna sjer Fjelagsritin. Menn hafa, því er miður, verið 31 opt stórgöngur inn á víkurnar, svo jafnvel smádrengir sitja á sjávarklettunum og veiða. Eyjabúar eru góðlátir og gestrisnir við framandi menn; þeir elska mjög heimkynni sitt, og mundu ekki vilja skipta því við nokkurt annað land undir sólunni. Af öllu þessu má sjá, að Iljaltlandseyjar eru gott land, ogað forsjónin hcfur lagt þeim marga fegurð og ágætitil, þó þar sje hvorki veðurblíða nje frjóvir kornakrar. Kotið, sem Eiríkur litli átti heima í, stóð í liólbrekku svo brattri, að nær þvf varð að ldifrast til að komast að því, og ef stórum steini var velt frá bæjardyrunum, þá mundi hann ekki hafa numið staðar, fyrri en hann hrap- aði yflr hengiflugs-kletta ofan í sjó. Foreldrar Eiríks voru fátækir, og það svo, að hann bæði kenndi á sultiog kulda, þótt hannungur væri. í sumar- hitunum hafði hann mesta gaman af, að hlaupa um kring j ett-klæddur og vaða í pollum, áu þess að taka af sjer skóna eða fara úr sokkunum; en þegar komu vetrarkuldar, þá bæði tók hann í fæturna og nötraði af kulda í norð- allt af daufir og tregir til að kaupa rit þessi hingað tii, og getur þó enginn neitað því, að þau hafa optast nær haft meðferðis ágætar ritgjörðir um ýmisleg efni og mjög áríðandi fyrir þetta land. J>ó land vort sje fámennt og fátækt, þá er þab ekki svo aumt, að landsmenn gætu ekki, ef þeir vildu vel og væri annt um menntun, haldið líflnu í einu ársriti, sem ekki kostar meira en 64 skildinga. En vjer höfum optar en einu sinni sjeð og heyrt, að út- gefendur Fjelagsritanna hafa verið í efa um, hvort þeir ættu að halda þeim á fram, einmitt vegna þess, að svo fáir keyptu þau, eða að minnsta kosti greiddu andvirðið fyrir þau í tæka tíð. Slíkt má ekki eiga sjer stað, þegar um nytsama og góða bók er að gjöra. Og undarlegt má það virðast af þjóð vorri, að hafa nóg ráð til að snara út mörgum þúsundum ríkisdala á ári hverju fyrir brennivín og ýmsan óþarfa, sem gjörir margan hvern mann að heimskari og verri, en hlífa sjer þar á móti allajafna við, að eignast ódýrar bækur, sein afla manni þekkingar og gjöra menn fróðari og betri. Vjer ætlum, að allt upplag Fjelagsritanna hafl aldrei yfirstigið 800 exemplör, og þó megum vjer fullyrða, að varla liafl gengið út af þeim nema helmingur, því siðurað andvirði hafl komið inn fyrir helm- inginn á ári hverju. Ilvernig á nokkur maður að geta staðizt við að gefa út bók, þegar þannig gengur? Vjer vonum því, að landar taki nú í sig móð og manndóm og kaupi ritin að þessu sinni. |>að má hafa það að marki, að ef þeir vilja ekki eignasl og lesa þetta bindi »Fjelags- ritanna«, þá er þeim ekki mjög mikið um gefið, að fræð- ast um hin helztu málefni, um fjárhag og stjórn Islands, og hvað hafa þeir þá að gjöra við umráð þeirra hluta, sem þeir vilja ekki kynna sjer? Vjer vonum að landar vorir sjái og sannfærist um, að það er satt, er vjer segj- um, að án fróðleiks og menntunar komast menn ekkert á fram, heldur fara einlægt aptur á hak í opinn faðm á andlegum og líkamlegum dauða. Ilin íslenzka þjóð get- ur átt það á hættu, að líða alveg undir lok, og hverfa úr sögu mannkynsins, nema hún gefl gaum að táknum tím- anna og leiti sjer menntunar, skoði, hvað sig vantar og hvers hún með þarf. þetta getur revndar hver maður sagt sjer sjálfur, en oss virðist þó öll þörf vera á, að benda mönnum til þessa, og hvetja þá til þess, sem þeir eiga fyrst og frernst að gjöra, og það er að kynna sjer þær ritgjörðir, er snerta landsins helztu málefni. J>að er þó í sannleika sá fyrsti og greiðasti vegur til einhverra framkvæmda og framfara. 32 anvindum. Var það þá venja hans að hlaupa út um alla hóla, þangað til honum var orðið funheitt, og hjelt svo sprettinum heim aptur. Eiríkur fann þá hvað helzt ti sultar, og opt bar það þó við, að ekki var einn biti handa honum í húsinu. En hann var bæði ötull og góður drengur, og liefði ekki kært sig svo mikið um þetta, ef hann hefði ekki átt við verra böl að búa en kulda og sult; en það bættist við, að faðir hans var illmenni, sem einatt beitti harðýðgi við konu sína og son. Eiríkur bar sig vel, þó hann væri úti í kuldanum, og aldrei grjet liann, þó hann fengi ekkert að borða lið- langan daginn; hann gat einungis án möglunar tekið ill- yrðum og höggum föður síns, þegar það kom ekki fram við aðra en sjálfan hann; en honum gekk það til hjarta, og hann grjet sáran, þegar lians blíða og elkaða móðir varð fyrir því. Bretína var góð kona og guðhrædd, í öllu ólík manni sínum. EiríkHr unni henni mjög, og taldist aldrei undan neinu ómaki, þegar hann gat hjálpað henni eða verið til

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.