Íslendingur - 21.10.1862, Blaðsíða 8
88
fljótari væri til greiða, eða úrræðabetri, þegar hans var
leitað, og var þess þá sjaldnar gætt, þó tekið væri í mein
sjer. í öllum greinum var hann mesti liófsmaður, frá-
sneiddur jfirlæti, siðprúður og hreinskilinn, hœglátur, en
þó skemmtinn og glaðvær í lund, og hugljúfi hvers manns,
raungóður og viðkvæmur, þegar eitthvað gekk að, en siða-
vandur og alvörugefinn, þegar honum mislíkaði, en hlífði
sjer stundum um of að beita því.
Hann var guðrœkinn og þolinmóður trúmaður, og unni
öllu velsœmi, hafði mætur á menntun og var sjálfur vel
að sjer í bœndaröð, og því iðraði hann þess jafnan, að
hann liafði hafnað menntun í uppvextinum, og því tók
hann þá stefnu, að koma syni sínum í skóla; liann var
trúfastur, ráðhollur og ástúðlegur ektamaki, og ástríkasti
og nærgætnasti faðir barna sinna. Hann var þrekmaður
að sálaratgjörfi og líkamaburðum, og hinn þrautbezti við
alla áreynslu, svo fáir voru hans líkar í þeim efnum;
fremur heilsugóður fram yfir fimmtugsaldur, en á þeim
árum (sextugsaldrinum) tók hann hættulegan og þungan
sjúkdóm, og lá 2 ár rúmfastur; en drottinn hagaði því
svo, að hann eptir margar ítrekaðar læknistilraunir, eink-
um frá hendi mágs hans, núverandi landlæknis drs. J.
Hjaltalíns, fjekk sœmilega heilsu aptur, sem hann með
stöðugri reglusemi, iðjusemi og hreifingu gat lengur við
haldið, en nokkurn varði, þangað til seinasta árið, sem
liann lifði, að hann fjekk ítrekaðar bendingar um það, að
kveldið væri þegar kotnið; banalega hans varaði því nær
i l í vikur; þráði hann þá lausn sína með rósömu geði
og stöðugu trausti til guðs, en hjelt máli, roenu og ráði
fram í andlátið.
Hjer leið merkur öldttngur burt úr heiminum, eptir
fagurt og vel varið æfiskeið; minning hans mun lengi
vara í heiðri og blessun meðal eptirkomandanna, en verk
hans fylgja honum fyrir dóm liins hæsta.
B arnash ólinn í B eyltj av ík. Samkvæmt fyrir-
mælum tilskipunar 12. des. 1860 er nú kominn á stofn
barnaskóli í Reykjavík, og var hann settur þriðjudaginn 14.
þ. m. Skólinn er haldinn í íbúðarhúsi Bjerings heitins kon-
súls. Forstöðumaður og aðalkennari er kand. theol. Helgi
E. Helgasen, en auk hans kenna þeir kand. Sveinn Skúla-
son, og stúdentarnir þorvaldur Guðmundsen, þorsteinn Jóns-
son og Hjörtur Jónsson. Skólanum er skipt í 3 bekki.
Skólabörnin eru aðtölu 58, bæði piltar og stúlkur. þeim
er kennt 4 stundir á dag, og vísindagreinirnar eru: ís-
59
allófrýnilegar ásýndum; nú tjáði ei þar yfir að standa,
annaðhvort var frá að hverfa eða til að ráða.
|>á strengdi Björn prestur þess lieit, að hann skyldi
með hest sinn, þann Skoti var kallaður, upp á jökulinn
komast og þórisdal upp finna, ef þar í jöklinum væri, og
ekki fyrrj aptur hverfa, nema austur af jöklinum ella, svo
framt ei væri guð í móti, en Helgi prestur lijet því, að
hann skyldi við leita til kristinnar trúar að koma því, er þar
fyndi í jþórisdal, ef nokkur mennsk skepna væri þar fyrir
þeirra augum, og þeir mættu orðum við koma, karlkyns
eða kvennkyns, og samþykkti Björn prestur heitið að sín-
um hlut, að veita þar til fortölur og orðaflutning. I>að
var og ummæli þeirra, að þeir mundu þá strax skíra, ef
nokkur mennsk skepna þar trúnni játaði og þekkjast vildi,
hvað sem siðar afgjörðist. Eptir þetta tóku þeir það til
ráðs, að láta þar eptir við jökulinn einn hest og tjald og
fans við stein einn stóran, er þar stendur skammt norð-
ur frá ánni, og eru á steini þeim vörður 3 látnar til
marka, og þar eptir knapinn, að gæta þessa, og var
lenzka og danska, skript, reikningur, barnalærdómurinn,
biflíusögur, saga og landafrœði.
Aiigflýsiníf.
Að löggæzluráðherrann hafi þann 12. sept., er næst
leið, skrifað stiptamtinu þannig:
»Eptir löggæzluráðherrans allraþegnsamlegustu uppá-
»stungu út af bœnarskrá alþingis 1861 hefur hans hátign
»konunginum þann 29. ág. seinastl. þóknazt allramildileg-
»ast að úrskurða:«
»»1. Að fyrst um sinn megi verja 600 rdd. árlega úr
«»þeim íslenzka læknasjóði til kennslu í læknis-
»»frœði hjá landlækninum í Reykjavík handa þeim,
»»sem eru útskrifaðir úr Reykjavíknr lærða skóla««,
»»2. Að löggæzluráðherrann skuli hafa heimild til, eptir
»»að liann áður er búinn að leita álits heilbrigðis-
»»ráðsins, nákvæmar að ákveða, hversu yfirgrips-
»»mikil sú kennsla eigi að vera, sem landlæknirinn
»»á að láta hlutaðeigendum í tje««.
»»3. Að fyrir þá, sem hafa að notið þessarar kennslu,
»»sje haldið opinbert lærdómspróf, og að löggæzlu-
»»ráðherrann fái heimild til, að ákveða nákvæmari
»»reglur við þetta próf, eptir það hann er búinn að
»»bera sig um það saman við stjórnarherra kirkju-
»»og kennslu-málanna««.
»»4. Að þeir, sem staðizt hafa þetta lærdómspróf, skuli
»»hafa rjett til, að fást við lækningar (practisere) á
»»íslandi, og geta orðið þar hjeraðslæknar*«.
»Um leið og það framanskrifaða gefst yður til þókn-
»anlegrar vitundar og ýtarlegri birtingar í því amti, sem
»yður ef trúað fvrir, skal þess jafnframt þjenustusamlega
»getið, að það erþegar, samkvæmt 2. atr. i framanskrifuð-
»um allramildasta konungsúrskurði, farið hjerum að skrif-
»ast á við hið konunglega heilbrigðisráð um það, hversu
»yfirgripsmikil sú kennsla, sem landlæknirinn á að láta í
»tje, skuli vera, og munuð þjer, þegar það kemstíkring,
»fá um það ýtarlegri tilkynningu«,
auglýsist hjer með íbúum suðuramtsins, eins og mjer
liefur verið boðið.
Islands stiptamthúsi, 10. okt. 1862^
Th. Jónassen,
sottur.
Ábyrgðarmaður: Benidikt Svemsson.
Prentabur í prentsmibjunni í Beykjavík 1862. Einar p ú rb a r s e n.
60
hann vandlega áminntur, að láta þar fyrirberast, hvað sem
í gjörðist, til þess þeir kœmu aptur að nóttu eða annars-
dags forfallalaust. Síðan höfðu þeir sig á leið, klerkar
báðir og Björn liinn þriðji, tóku með sjer brauð og eina
brennivínsflösku, kváðu Áradalsmenn mundu því óvanir.
Yopn voru engin í þeirra ferð, og ei vitdu þeir þau hafa,
nema smáknífa eina, og silt stjakabrot hver við að styðj-
ast um jökulinn, ef þyrfti; ei ætluðu þeir og til neinna
manndrápa að gjörast, nje neitt mein þeim, er fyrir væru,
fyr að bragði.
Nú stíga þeir á hesta sína, og riðu alla leið að jökl-
inum, og klifruðu svo langt upp með honum í fellskriðu
eina norðanvert við jökulvíkina, sem þeir gátu lengst, og
Ijetu svo hestana hrapa ofan eptir skriðunni á jökulfönn-
ina fyrir ofan árfallið og gjána; þar var fyrir sljettafönn,
er vel mátti ríða, og það lengi eptir jöklinum, að þeim
virtist í fullt suður eða lítið austar.
(Framhald síðar).