Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR.
9. febr.
M 18
[Skýrsla
Um jarðabœtur.
1. Túnasljeltun. Vorið 1856 kom jeg hingað að
Gröf, þá gatjegekkert sljettað, vegna annars annríkis, svo
sem flutninga og húsagjörða o. s. frv. Jörðin var öld-
ungis í flagi, að öllu levti; húsin voru sum engin, en
þau, sem voru, voru rústir einar, svo gjörfallnar og ónýtar,
að eigi málti inn í þau fara hættulaust, og þar hjá svo
lítil og lág, að maður gat ekki staðið upprjettur. Tvö
stafngólf voru til af baðstofu, sem inn í varð farið og
bœjardyr álíka langar. Vottur sást fyrir kálgörðum, en
það var heldur ekki meira, svo voru þeir gjörsamlega
fallnir; einn garður var stœðilegur, en í honum gat ekkert
sprottið sökum rauða og raka. Túnin, sem eru 20 dag-
sláttur frekar, voru öll því nær kargaþýfð, og komin sum-
staðar í flögótta móa. Samtals ein dagslátta var greiðfær
innan um allt túnið. Túngarða eður traðargarða var ekki
að nefna, lieygarður var heldur enginn, utan moldarrúst,
með gröf ofan í fyrir heystœði. Yfir höfuð var jörðin
svo niðurnýdd, að það var orðinn vani í sveitinni, að segja,
þegar talað var um níðslu á jörð, »að skárri væri hún þó
enn Gröfin». Engjarnar liggja í halla undir fjallinu og
rennur ofan á þær vatn frá hærri stöðum, eins er þessu
varið með túnið, var því hvorutveggja tún og engjar mjög
blautt, og sumstaðar komið í fen. Svona var nú í stuttu
máli jörðin á sig komin þegar jeg tók við henni.
Vorið 1857 gat jeg fyrst farið að sljetta; stjettaði jeg
þá dagsláttu; skar jeg ofan af grasrótina með brjóstplógn-
um, en plœgði urn þúfurnar með venjulegum plógi, og
lagði svo grasrótina á aptur. Næsta vor gat jeg sljettað
1200 faðma ferhyrnda; hef jeg nú i 5 ár frá 1857—61
sljettað 6 dagsláttur. Sumt af þvi, sem jeg hef sljettað,
lief jeg sljettað með plógnum eingöngu, plægt um þýfið
eins og það kom fyrir, snúið niður grasrótinni, og sáð í
flagið smæru og túnvingul. J>etta hefur mjer gefizt ágæta
vel, og mun jeg gjöra meira að því hjer eptir. J>að sem
jeg hef sljettað 2 hin seinustu ár, hef jeg sljettað í teig-
um eður skákum 5 faðma breiðum, hæstum í miðjunni,
með rennum á milli. Jeg hef dregið bunguna á skákun-
um upp með plógnum, með því móti að plœgja moldina
saman tvisvar eður þrisvar. J>essi sljetta fer betur, en
sífeldur flötur. Mest af sljettunum hef jeg gjört, án þess
að taka verkafólk, hef jeg opt verið einn eður við annan
mann, aldreimeð fleiri. Á jeg það verkfærunum að þakka,
að það er búið, sem búið er. Jeg hefði enda getað sljett-
að lielmingi meira, ef ekki hefði aðrar annir komið fyrir.
Jeg gæti sagt margt um aðferð mína við sljettuna, og hvað
mjer hefur reynst bezt, en það yrði hjer of langt mál.
Jeg skal að eins geta þess, að mest ríður á að sljetta
svo, að þýfið komi ekki upp aptur, eins og þó of viða
sjer móta til, þar sem nýbúið er að sljetta. Um túna-
rœkt og túnabœtur mætti rita margt og mikið, og mundi
það all-þarflegt, þar sem eins á stendur og hjer, að töðu-
grasa rœktin er kjarninn og botninn undir búskapnum.
18-20 bestahef jeg fengið af 1 dagsláttu sljettaðri; reikna
jeg 20 fjórðunga hvern hest.
2. Garðar og skurðir: túngarð hef jeg engan getað
byggt enn þá, því hvorki er grjót nje stunga nærri, en
mig vantar vagn til að draga slíkt að. Jeg hef farið þess
á leit, bæði við stjórnina og »Landhusholdningsselskabet*
í Danmörku, að fá vagn, en fengið afsvar í báðum stöð-
um, ekki af því, að jeg hafi þótt þess ómaklegur, heldur
hefur mjer verið neitað um vagninn af þeirri ástœðu, að
jeg væri niður kominn á, máske rjettara, í þeim stað, hvar
engu slíku verkfæri yrði komið við. Jegget reyndarekki
skilið í þessari ástæðu, því jeg hef fengið skýlaus með-
mæli og lýsingu á landslagi; mjer dettur í hug, að af-
svarið hafi við að styðjast þetta: það er auðvitað, að enginn
hefur við vagn að gjöra í gröfinni!? En hvað um þetta
er, þá treystist jeg ekki til að byrja á túngarðinum, af
því mig vantar vagn til að draga að efnið í hann. Ef
menn bjer þekktu vagnaog þeirra nytsemi, þá mundi fleiri
girða tún sín, en nú er títt, og þess er ekki að vænta,
að girðingar komizt hjer almennt upp, meðan jafn örðugt
er að draga að efnið í þær, og nú á sjer stað. Jeg hef
ldaðið matjurtagarða 2; eru þeir úr sniddu, og200faðma
að lengd, en tlatarmál garðanna er 2500 ferhyrningsfaðm-
ar. Garðurinn er 5 6 feta breiður við jörð, en 1 Va fet
að ofan, og 23/.,—Z'U alin á hæð. jþessir garðar voru
hlaðnir vorið 1857 og 58. Uaustið 1859 hlóð jeg 80
faðma af landamerkja garði úr grjóti; þetta gjörði jeg til
að verja ágangi á engjarnar. Sama haustið hlóð jeg nýjan
heygarð úr torfi og grjóti. Yorið 1860 hlóð jeg traðar-
garð, 40 faðma að lengd, 5 feta breiðan við jörð, en 1
fet að ofan, og á hæð 2'/2 al. Af skurðum til að þurrka
jörð, hef jeg grafið 200 faðma samtals. Afþessum skurð-
um eru 15 faðmar lokræsir (Drain), er hann 2 ál. djúpur
og borið 10 þuml. þykkt kastmalarlag í botninn; rennur
vatnið þar í gegnum, en annars er ræsirinn fylltur með
jörð. Mikið væri hjer nauðsyniegt að lokræsa hjer jörð-
ina, eigi síður en í útlöndum. {>að má og vel takast hjer.
Mikið hefur mig langað til að eignast lokræsapípur, (Dra-
inrör) til að reyna með. Malarræsar eru yfrið kostnaðar-
samir, þar sem langt þarf að flytja mölina á hestbaki, en
þetta yrði miklu ljettara, ef til væru vagnar. Jeg ætla að
taka það hjer fram, að jeg álít engan hlut, næst hinum
almennu jarðyrkjutólum, jafn nauðsynlegan fyrir framför-
um jarðrœktarinnar, eins og hentug flutningstól. Og að
vísu mundi verða lítið um framkvæmdir í öðrum löndum
ef þau vantaði. Jeg get t. a. m. ekki skilið, hvernig hjer
á að byggja almennilegt vegi, og hafa ekkert akfæri eða
vagn.
Að endingu skal jeg geta um ýmislegt, er jeg enn
hef gjört og reynt. |>egar jeg fór að sljetta, fannst mjer
mjög áríðandi að hafa góðan áburð; en tii þess heyrir nú
að hafa fjós og haugstœði þannig útbúið, að kjarninn úr
áburðinum missist ekki. Meina jeg hjer einkum hinn
fljótandi áburð, eða hlandið. Til þess að það renni ekki
burt að ónýtu, hef jeg gjört safn-gröf undir fjósinu til að
safna öllum fljótandi áburði í. J>etta handtak hefurborg-
að sig margfaldlega. Undan engu sprettur eins vel og
mykju sundurhrærðri í hlandi. Jeg hef revnt að bera
þetta á nýslœgju; spratt þáháin á 5 vikna tíma, svo hún
lá í legu. Mun jeg halda þessu áfram eptirleiðis.
137