Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 5

Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 5
141 öðrum á leigu, og segir svo í þar að lútandi skilmálum, er fram hafa verið lagðir í rjettinum, g 2: »at Forpag- teren maa bruge Laxe- og Örrede- samt hveranden mu- lig Fiskefangst i Ellidaá med Garn &c, saaledes som for- hen er brugt, opad i Elven til den store Fos ved Gaar- den Árbœ, Storahyl kaldet, ligesom og ude i Söen uden- for Elvens Munding, indtil mellem Árbeearhöfði og Gelgju- tangi,^paa hvilken Strækning det er forbudt alle andre at fiske paa nogen somhelst Maade«, og hin sama veiði »med alle de Rettigbeder, som Fiskeriet fra gammel Tid fulgt have og med Rette fölge bör«, varmeð konunglegu afsalsbrjefi 11. des. 1833 (rétt: 1853), er einnig hefur verið lagt fram í rjettinum, seld kaupmanni D. Thomsen í Reykjavík, föður aðalsœkjanda, og var einnig lína dregin milli Árbœjarhöfða og Gelgjutanga frammi fyrir árósunum, eins og takmarkalína fyrir veiðirjetti kaupandans. |>að virðist nú leiða af því, sem hjer að framan er sagt, að laxveiðin í Eiliðaám sje sameinuð í eina eignar- heild, en fráskilin jörðum þeim, er að Elliðaánum liggja, er að sönnu ekki, meðan einn og hinn sami var eigandi allra jarðanna, gat sýnt sig, eða komið í Ijós sem nokkuð sjerstaklegt fyrir sig, heldur þá fyrst, þegar jarðir þær, er áður voru nefndar, komu í ýmsra manna eign, eins og t. a. m. 1817, þegar jörðin Kleppur var seld, og varð einstaks manns eign; en þar eð nú laxveiðin hjelzt við sem áður, og samkvæmt leiguskilmálunum frá 1828 »saa- ledes som hiðtil havde været brugt«, og enn fremursam- kvæmt afsalsbrjefinu til föður aðalsœkjanda frá 1853, með því allur sá rjettur, er téðri veiði hefði að fornu fylgt, var henni áskilinn, þá verður einnig þar með að vera gefið til kynna, að hið sama ástand með tilliti til veiði- rjettar fyrir landi hinna fyrverandi konungsjarða, skyldi haldast eins og áður hefði verið, það er að skilja, að veiðirjettur sá, er að öðru leyti samkvæmt landslögum fylgdi jörðum þessum, mátti álítast afsalaðurtil hagsmuna fyrir laxveiði þá, sem lengi hafði átt sjer stað í Elliðaán- um, svo að jarðir þessar máttu ekki eptir því eiga neina þá fiskiveiði, er laxveiðinni gat orðið til skaða. þegar þar næst er virtur fyrir sjer afstöðu-uppdráttur sá, er fram hefur verið lagður — og hefur gagnsœkjand- ínn ekki mótmælt því, að hann væri rjettur — þá liggur það án alls efa í augum uppi, að laxveiðin frammi fyrir Kleppslandi, og það þar á ofan með þeim tilfœrum, sem viðurkennt er að gagnsœkjaudi hafi brúkað, hiýtur að vera skaðleg, ef ekki eyðileggjandi' fyrir laxveiðina í Elliðaán- um, og um það atriði hefur heldur enginn ágreiningur orðið í sök þessari, og að öðru levti bera vitnisburðir þeir, er gefnir voru undir rekstri sakarinnar, það með sjer, eins og líka aðalsœkjandi til sönnunar kröfu sinni liefur lagt fram álitsskrá frá einu ensku fiskifjelagi, er það hafði gefið ensku stjórninni sem segir, að net, sem lagt er frammi fyrir árósum, alveg eyðileggi laxveiði í ánni, sömuleiðis útskript af reikningsbók sinni yfir lax- veiðina í Elliðaám fyrir ár 1862, hver reikningsbók að öðru leyti ekki er staðfest. þess vegna virðist það næsta ólíklegt, að stjórnin, er hún seldi Klepp árið 1817, skyldi hafa selt hann með þeim rjettindum, sem skaðað gátu laxveiðina í Elliðaánum, er í þá tíð, og lengi þar á eptir var tiðkuð fyrir konunglegan reikning, eins og það hins vegar ekki er sannað, að slík veiði af eigendum Klepps hafi verið höfð þar fyrir landi. Að sönnu sjest af álitsskjali stiptamtsins frá 20. ág. 1829 er fram hefur verið lagt í sökinni, hvert álit stipt- amtið hafði sent hinu konunglega Rentukammeri, og sem til var orgið af þyí, að konferenzráð Stephensen, er þá átti Klepp, hafði kvartað yíir skilmálum þeim, er laxveið- in í Elliðaám hafði verið leigð eptir árið 1828, að þvf leyti sem tjeðir skilmálar heimiluðu þeim, er laxveibina hafði tekið til leigu, að veiða frammi fyrir árósnum út að Árbœjarhöfða og Gelgjutanga, en Stephensen sagði, að Kleppsland næði inn fyrir Gelgjutanga, inn að Murtulœk, sem á uppdrættinum sjest, en af áðurnefndu álitsskjali stiptamtsins lýsir það sjer, að stiptamtið með tilliti til Kleppslands fiskiveiðar, andspœnis rjetti þeim, er heimilar laxveiðina í Elliðaám, álítur það gjöra hvorki frá nje til, hvort Kleppur á að Gelgjutanga, eða inn fyrir hann allt til Murtulœkjar, og hið sama álit, og það enn þá skýrara, kemur fram í dómi hins íslenzka landsyfirrjettar frá 5. des. 1859, í hverjum dómi er álitið, að hvert sem Klepps- land nær að, eða inn fyrir Gelgjutanga, þá megi eigendur Iílepps ekki nú, heldur en áður, gjöra nokkuð það, er skaðað geti laxveiðina í Elliðaánum, þar eð veiði sú sje aðnjótandí allra hinna sömu rjettinda, sem hún var, þeg- ar konungur var eigandi hennar. Jafnvel þó málefni það, er nefndur yfirrjetlardómur útkljáði, sje ckki hið sama sem sök sú, er hjer liggur fyrir, þar eð hann einungis leysir úr því, að hve miklu leyli Kleppslandi tilheyri nokkur veiðirjettur fyrir innan Gelgjutánga, án þess tillit sje haft til þess, hvert Klepps- land nær inn fyrir Gelgjutanga eður ekki, þá virðist þó það að vera gefið til kynna, að yfirrjetturinn áleit að fiski- rjetturinn yfir höfuð ekki væri sameinaður lóðinni þannig, að hann yrði til skaða fyrir laxveiðina. Af því, sem að framan hefur verið sagt, leiðir, að rjetturinn fær ekki betur sjeð, en að þann skilníng verði að leggja í hið konungl. afsalsbrjef fyrir Kleppi frá 1817, að það komi ekki í stríð við rjettindi þau, er laxveiðinni í Elliða-ánum hafa verið veitt, sem einkum leiðir af leigu- skilmálum fyrir laxveiðinni frá 1828, og konungl. afsals- brjefi frá 1853, því þó þau sje ýngri en afsalsbrjefið fyrir Kleppi, þá bera þau þess órækan vott, að þau einmitt stað- festa rjettindi þau, er laxveiðin í Elliða-ám hafði notið frá gömlum tímum, og biýtur rjetturinn því að fallast á þá skoðun aðalsækjanda, að Iíleppsjörðu fylgi enginn rjettur til fiskveiða fram undan sínu landi, er skaðað geti lax- veiðina í Elliða-ám, og leiðir þar af, að hið gjörða fógeta- forboð hlýtur gilt að metast; málskostnaður álízt þar á móti eptir kríngumstæðum eiga niður að falla. þvídœmistrjett að vera: Hið gjörða fágeta forboð á óraskað að standa; máls- lcostnaður falli niður. Dómnr bœjarfógetans í Reykjavík, kveðinn upp 23. d. okt. 1862, í sökinni: yfirdómsmálaflutningsmaður Jón Guðmundsson fyrir hönd stórkaupmanns F. G. Gade í Björgvin gegn erfingjum Jóns sál. Steingrímssonar, Jakobi, Ólafi og Sigurði Steingrímssonum á Litlaseli fPjetur Guðjohnsen varði). í sök þessari hefur sœkjandinn lierra yfirrjettarmáls- fœrslumaður Jón Guðmundsson, fyrir hönd stórkaupmanns F. G. Gade í Björgvin, fyrst krafizt þess, að hinir stefndu erfingjar J. sál. Steingrímssonar, brœðurnir Jakob Stein- grímsson, Ólafur Steingrímsson og Sigurður Steingríms- son verði með dómi skyldaðir til að greiða sœkjandanum skuld út af verzlunarviðskiptum, að upphæð 759 rd. 88sk- auk vaxta frá því er málið var lagt til sáttatilraunar, fyrir hverri skuld, eptir skýrslu sœkjandans, þann 15. október 1858 af J. sál. Steingrímssyni hefur verið út gefið skulda- brjef með þáverandi upphæð 909 rd. 88 sk., svo hefur og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.