Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 4
140
rjettur hvers eius fyrir utan netlög takmarkast, þegar hann
íinnur kvikan hval í ísum fyrir utan netlög, í hag land-
eiganda, þannig takmarkast og aptur hans veiðirjettur í
netlögum, þegar eins stendur á, í hag finnanda, og ligg-
ur þá í augum uppi, að þessi seinni setning stendur í
svo nánu og eðlilegu innbyrðis sambandi við hina fyrri,
að það enda væri óhugsandi, að löggjafinn hefði viljað
nema hana úr lögum þegjandi, en halda þó hinni fyrri,
því við það kœmi meðal annars hin mesta ósamkvæmni
inn i lögin. Að orðin: «fyrir utan netlög« standa í
Jónsbókinni, eins og í Grágásinni á hinum tilvitnuðu
stöðum, er nauðsynlegt, af því lögin tala líka um dauða
hvali, sem finuast í ísum, án þess að vilja gefa um þá
sjerskilda reglu, eður aðra en þá almennu, að landseig-
andi eigi það, sem flýtur í fiskhelgi utan netlaga, en
rekamaður það, sem flýtur í netlögum, og er það þannig
með öllu auðsætt, að orðin: »fyrir utan netlög* máttn
eigi missast, sökum hinna dauðu hvala, þó þau eigi geti
lotið að hinum kviku hvölum.
Samkvæmt öllu því, sem nú er talið, verður hinn
stefndi, sem fann hval þann, er mál þetta er risið út af,
kvikan í isum fyrir landi eignarjarðar sinnar Svðri-Stapa,
og vann hann þar, að dœmast sýkn fyrir kröfum áfrýj-
endanna í þessu máli. Eptir málavöxtum virðist máls-
kostnaður fyrir báðum rjettum eiga að falla niður. Hin-
um skipaða málsfœrslumanni áfrýjendanna, sem er fastur
málaflutningsmaður við landsyfirrjettinn, með sömu kjör-
um og málafiutningsmenn í Danmörku, verður eigi, eptir
þessum úrslitum málsins, dœmd laun fvrir flutning þess.
Málið hefur, að þvi leyti sem það er gjafsóknarmál verið
fyrir yfirdóminum löglega flutt.
því dœ mis t rj e11 að vera:
llinn stefndi Jón bóndi Sigurðsson á Syðri-Stöpum
á fyrir kröfvm dfrýjendanna í pessu niáli sykn að
vera. Málskostnaður fyrir báðum rjettum falli niður.
Dómnr
Gullbringu- og Kjósarsýslu hjeraðsrjettar,
í málinu: kaupmaður August Thomsen í Keykjavík, gegn
John Ititchie & Son.
(Kveðinn upp 29. nóvembermán. 1862).
Eptir að kaupmaður A. Thomsen í Reykjavík sem
eigandi laxveiðarinnar í Elliðaánum í Kjósar og Gullbringu-
sýslu með fógetagjörð 10 júní. þ. á. hafði látið leggja
forboð gegn því, að Jolin Kitchie & Son frá Peterhead í
Skotlandi, eður nokkur annar hefði veiði, og sjer í lagi
laxveiði fyrir framan Klepps land í Seltjarnarneshreppi í
nefndri sýslu, útaf því, að síðarnefndur maður, í þeim til-
gangi aðveiðalax, hafði látið leggjanokkur laxanet frammi
fyrir Iílepps landi skammt fyrir utan þá línu, sem, dregin
milli Gelgjutanga og Árhœarhöfða, og sem nákvæmar sjest
á Sítúations-korti því, sem fram hefur verið lagt í sökinni,
afmat'kar veiðisvið kaupmanns Thomsens, þar sem að
Thomsen varð að álíta, að slík veiði mundi vera allsendis
eyðileggjandi fyrir laxveiði hans í Elliðaántim, og stríð-
andi gegn þeim rjetti, er konunglegt afsalsbrjef frá 1855
(rjett: 1853,) heimilar honum til einum, en útilokar aðra,
til veiðí í tjeðum Elliðaám, þá hefur hann stefnt nefnd-
um John Ritchie fyrir þenna rjett, til þess að fá áður
nefnt fógetaforboð staðfest, og sjer tildœmdan málskostn-
að. Forboð þetta hefur aðalstefnandinn því næst látið
þinglesa á manntalsþingi Seltjarnarneshrepps 28 júní s. á.
Ilins vegar liefur málsfærslumaður innstefnda, Jóns Rit-
chies & Sons, hjer fyrir rjetti gagnstefnt aðalsœkjanda til
þess, að heyra liið gjörða forboð dœmt ómerkt, og sjer
skaðabœtur allt að 3000 ríkisdölum, ellegar eptir áliti ó-
vilhallra manna, samt málskostnað skaðlaust, hvar hjá hann
hefur lagt fram leiguskilmála frá 18. marz þ. á. milli Kit-
chies og Kleppseigenda, eptir hverjum Kitchie er heimiluð
allskonar fiskiveiði til sjáfar og laxveiði fyrir Klepps og
Laugarneslandi frá Gelgjutanga og fram að Kirkjusandi í
3 ár, frá 1. apr. 1862 til 1. apr. 1865, móti 150 rd. ár-
legu eptirgjaldi.
Meðan á rekstri sakarinnar stóð hefur yfirdómsmála-
fœrslumaður Jón Guðmundsson sín og sameignarmanna
jarðarinnar Klepps vegna komið fram sem Intervenient
(aðkomustefnandi), eptir að aðalsœkandi sakarinnar, þrátt
fyrir áskorun gagnsœkjanda, hafði skorast undan að kveðja
Iíleppseigendur í sökina; hafa inlervenientes þessir sömu-
leiðis gjört þá rjettarkröfu, að fógetaforboðið frá 10. júní
þ. á. yrði dæmt ómerkt, samt að sjer yrðu til dæmdar
500 rd. skaðabœtur fyrir óskunda og gjaldtraustsglötun
(Tort og Creditspilde), aukmálskostnaðar.
Að þvíleytisem aðalsækjandinn hefur gjört þárjettar-
kröfu, að Intervenient-kæru þeirri, sern fram hefur komið
í sökinni, yrði frá vísað rjettinum, sem ástæðulausri, eða
að minnsta kosti óviðkomandi sökinni milli hans og Johns
Ritchies, þá virðist rjettinum, að Interveníentes þessir,
með tilliti til stöðu sinnar sem heimildarmenn, andspænis
innstefnda, hafi haft gilda ástœðu til þess, og sökin
verið þá svo umvarðandi, að þeir fyrir þá skuld gengi í
málið, hvað eð einnig hefði átt sjer stað, efhinn stefndi,
gagnsækjandinn, hefði denuncerað litem fyrir þeim
sem heimildarmönnum sínum, sem hann þó sýnist að
hafa haft næga ástæðu til. þess vegna getur krafan um
þá frávísun ekki orðið tekin til greina.
Ilvað því næst snertir frávísunarkröfu gagnsækanda í
aðalsökinni, af þeirri ástoeðu, að sökin, með tilliti til lands-
lags og afstöðu, undir hverri úrslit málsins virtist að vera
komið, ekki væri nógsamlega upplýst með uppdrætti þeim
(Situationskort), er fram hefur verið lagður til þess að
rjetturinn eptir tjeðum uppdrætti gæti gjört sjer glögga
hugmynd þar að lútandi, og einkum um það, hvar laxa-
net gagnsœkanda, Johns Kitchies & Sons, hefði verið lögð,
þá virðist rjettinum það enga þýðingu hafa, hvert hin
umtöluðu net hafa lögð verið fjær eða nær takmörkum
þeim, er aðalsœkanda voru heimiluð með afsalsbrjefinu
frá 1855 (1853), þar eð það er viðurkennt að gagnsœkj-
andi hafi lagt hin umspurðu net frammi fyrir Klepps landi,
og að það einmitt er rjetturinn fyrir Kleppseigendur til
að hafa veiðina frammi fyrir Kleppslandi, sem spurningin
hjer er um; getur þess vegna ekki frávísunarkrafan hjer
tekizt til greina, eins og lieldur ekki gagnsœkandans krafa
um það, að sökin yrði dœmd að tilkvöddum meðdóms-
mönnum, því til þessa virðist ekki heldur nokkur ástœða,
með því sök þessi snertir ekki þær landamerkjaþrætur m.
fl. sem NL 1 —17 um talar.
Af því, sem fram er komið í sök þessari, er það ljóst,
að frá ómuna tíð, á meðal annars í rentukammerbrjefi frá
20. apr. 1749, hefur laxveiði verið höfð í Elliðaám fyrir
konungsreikning, með því allar þær jarðir, er láu að ám
þessum. nl. Elliðavatn, Vatnsendi, Árbœr, Ártún, Bústaðir
og Kléppur voru konungsjarðir; árið 1817 seldi konungur
jörðina Klepp þáverandi Justitiario í hinum islenzka yfir-
dómi, konferenzráði Magnúsi Stephensen, og er afsals-
brjefið fyrir henni útgefið 17. sept. 1817; í brjefi þessu
segir »at Jorden er solgt med alle de Rettigheder og
Herligheder, som fra garnmel Tid fulgt have og endnu
fölge og med Kette fölge bör«, en þar á móti er ekkert
minnst á laxveiðina í Eliiðaám; henni var haldið áfraro á
konungs kostnað, þangað til árið 1828, að hún var seld