Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 3
139 kastaði eign sinni á, en þau systkyn álitu, að Víðidals- tungu kirkja ætti. Er Jón bóndi með dómi þessum dœmdur sýkn af ákærum áfrýjendanna í máli þessu, en málskostnaður látinn falla niður. Ilafa áfrýjendurnir gjört þá rjettarkröfu, að hjeraðs- dómurinn verði dœmdur ómerkur, eða úr gildi felldur, og hinn stefndi skyldaður til að greiða sjer fullt andvirði hvalsins með 600 rd., eður þeirri annari upphæð, er hann með eiði sínum treystist til að sanna, að hann hafl upp úr honum haft, og eigi meira, svo og einnig málskostn- að með 109 rd 64 sk. jþar á móti hefur hinn stefndi eigi mœtt nje mœta látið hjer við rjettinn, og ber því málið að dœma eptir fram lögðum skjölum og skilríkjum. Með því áfrýjendurnir alls enga ástœðu hafa til fœrt fyrir kröfu sinni um ómerkingu á hjeraðsdóminum, og rjetturinn ekki heldur fær sjeð, að neinir þeir gallar sjeu á málsútbúningnum í hjeraði, er hljóti að varða slíku, þá kemur aðalefni málsins til úrslita. Áfrýjendurnir hafa nú viljað byggja rjett sinn til hvals þess, sem mál þetta er risið út af, á tveimur löggiltum máldögum fyrir Víðidalstungu kirkju, surnsje á máldaga Pjeturs biskups árið 1394 , og máldaga Ólafs biskups Rögnvaldssonar árið 1461, er heimili Víðidaistungu kirkju hvalreka fvrir Syðri-Stapalandi, með því hval þenna bcri að álíta rekahval; en í nefndum máldögum er svo að orði kveðið, að Jón bóndi Húkonarson Iiafi lagt til Víðidals- tungu allan viðreka fyrir þremi, Sauðadalsá, Illugastöðum og Geitafelli; hálfan viðreka á Syðri-Stöpum, en fjórðung fyrir Ytrum-Stöpum. Hvalreka fyrir öllum þessum jörð- um, eptir því sem jörðunum hefur til borið, og Jón varð eigandi að. Á hinn bóginn hefur hinn stefndi farið því tvennu fram í hjeraði, að hann fyrst og fremst hafl veitt hvalinn, og því næst, að máldagarnir ekki lieldur heimiluðu hann Viðidalstungu kirkju, þó r.ekhvalur hefði verið, og hefur hjeraðsdómarinn byggt sýknardóm sinn á þessari síðar- greindu ástœðu, án þess því að álíta það nauðsynlegt ít- arlegar að rannsaka, hvort hvalurinn hafl verið rekahvalur eður eigi. Jafnvel þó nú landsyflrrjetturinn geti ekki fallizt á skoðun hjeraðsdómarans á máldögnnum, sem nú var get- ið, og fólgin er í því í raun og rjettri veru, að þeir að vísu sjeu góðir og gildir, og þá að líkindum sjálfsagt einnig heimili, að landslögum, Víðidalstungu kirkju hval- reka fyrir Syðri-Stapulandi, eins og orð máldaganna hljóða, en sjeu þó á hinn bóginn svo óákveðnir, að enginn dóm- ur eptir þeim eingöngu geti dœmt Víðidalstungu kirkju nokkurn hvai, er reki á Syðri-Stapalandi, eður nokkurn hluta úr honum, og sjeu þannig út af fyrir sig þýðingar- lausir — þar sem þó annar og eölilegri skilningur mál- daganna auðsjáanlega iiggur mun nær, þá finnur lands- yflrrjetturinn samt sem áður eigi ástœðu til að rannsaka þetta atriði gjör, er liann verður að álíta, að hvalur sá, er hjer rœðir um, ekki lmfi verið rekahvalur. Eptir 4 af vitnurn þeim, sem liinn stefndi liefur leitt i málinu, fann hann hvalinn kvikan í netlögum fyrir fram- an Syðri-Stapaland, umkringdan af ísum, og veitti honum þar þann áverka, sem álíta verður, að hvalurinn hafl beðið bana af, jafnframt og hann, sökum hans, er hann rann 4 lagið, þokaðist svo nær landi, að liann varð landfastur og dó. Að sönnu hafa áfrýjendurnir viljað hnekkja 3 af vitnum þessum fyrir þá sök, að þau, samkv. NL. 1-13 — 17 væru vildarvitni hins stefnda; en landsyflrrjetturinn verður að álita, að þau sjeu fullgild, þai eð málefni það, er hjer rœðir um, sje einmitt þess eðlis, að það heimili hlutaðeigendum, að leiða þau vitni, sem af vita, og þó nokkur ósamkvæmni sje í skýrslum þeirra og vitnisburð- um, snertir hún samt ekki hin verulegu atriði málsins. Að vísu segja nú landslögin, Jónsbókar RB. Cap. VIII »Nú finnur maður hval í ísum, nær landi, og þó fyrirwí- an netlög, þá á hann (nfl. landeigandi) hálfan, ef kvikur er, en allan, ef dauður er«, og kynnu menn af þessari ákvörðun lögmálsins að vilja leiða, að önnur regla ætti að gilda, þegar hvalur flnnst dauður í ísum, innan net- laga, og að rekamaður, eins og áfrýjendurnir virðast að álíta, en ekki landeigandi eigi því þá hvali, er þarfinnast kvikir á þenna hátt, eður aðkreptir í ísum; en gæti mað- ur að því, að þessi ákvörðun Jónsbókarinnar er tekin iir Grágás; sjá L. Br. B. Cap. LXX, að útilátnum þeim við- bœti: »og fer þá et sama, ef hvalur er kvikur í netlög- um og í vökum«, verður það ljóst, að þessi ályktun frá greindum lagastað Jónsbókarinnar fær eigi staðizt. Reyndar liggur sú athugasemd beint við, að löggjaf- inn kunni að hafa, með því að sleppa þessum viðbœti: »og þá fer et sama« o. s. frv. í Jónsbókinni, viljað gefa til kynna, að sú regla væri numin úr lögum, sem í hon- um með herum orðum var tekin fram, en eins og lög- gjafinn, ef það hefði verið vilji hans, þá hefði, að öllum líkinduin, geflð nýja og aðra reglu um þetta efni, sem fyrirsjáanlegt var, að opt hlaut að koma fyrir, og sama regla um langan aldur hafði gilt um, eins og það tilfelli, sem tekið var upp í Jónsbókina — þannig liggur og, að rjetlarins áliti, allt önnur eðlilegri ástœða fyrir útilátning þessara orða i Jónsbókinni beint við, ef betur er að gáð. þegar rœðir um rjettan skilning Jónsbókarlaga í þess- ari, eins og svo mörgum öðrum greinum, ber að gæta þess, sem stendur í brjefl Magnúsar konungs, er hann sendi lögbókina með hingað út, og svo hljóðar: »og af því höfuni vjer nú iðuglega skoðað hana (þ. e. Grgásina, eða lúna þá gildandi lögbók), og lízt oss, sem víða mætti með færri orðum fullan úrskurð gjöra, þar sem hún talar áður geysilangt um ; en í sumum stöðum þurfti hún sann- lega tillögu, þar sem hún var áður hvergi ljósari, en margir þurftu, þeir sem áður voru fákunnugir«. þessi skýlausa bending löggjafans, urn sambandið milli Jóns- bókarlaga og Grágásarinnar, sýnir berlega, að það hafi verið eins og eðiilegt var, aðalgrundvallarregla Iöggjafans, er hin nýja lögbók var samin, að bæta liin eldri lög og landsvenja hjcr á landi með hinum nýjti lögum, fremur en breyta, og því sníða þau sem mest eptir hinum eldri lögum, og þó hún sje eigi í öllum greinum lögbókarinnar svo glögg og skýr sem skyldi, þá er hún það þó yfir höfuð að tala um öll einkamál manna, sjer í lagi á þeim stöðum, þar sem heilir kaflar eru teknir upp úr hinum eldri lögnm, sem aptur einmitt hvað helzt á sjer stað um rekabálk Jónsbókarinnar, og virðist það þegar af þessum rökum auðsætt, að löggjafinn hafi sleppt orðunúm: »og þá fer et sama« o. s. frv., einungisí því skyni, að forðast, eptir hans skoðun, óþarfa málalenging; en þetta sjest þó enn gjör, beri maður þessa grein landslaganna í R. B. Cap- VIII, þýdda eins og nú var sagt, nfl. að landeigandi eigi lielmig þess hvals sem fundinn er kvikur í ísum, í reka- marki, bvort heldur sem er utan eða innan netlaga — saman við þær almennu grundvallarreglur í Jónsbókinni R. B. Cap. II og VIII sbr. Grág. L. Br. B. Cap. LIV, »að landcigandi eigi allar veiðar í netlögum, og að hver eigi veiöi sína fyrir utan netlög (sjá Jónsb. á hinum til vitn- uðu stöðum og Grág. L. Br. B. Cap. LXX). Menn sjá þá nfi., að hin áður greinda regla er almenn lagasetning, jafnhliða þeim tveim, sem tala um hvalaveiðar í opnum sjó, og sem gefnar eru um það, þegar svo ólíkt stendur á, að kvikir livalir finnast í isum, og eins og nú veiði-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.