Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 8

Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 8
144 Útgjöld. Ea- Sk- I. Útgjöld í þarfir bœjarins sjálfs: rd. sk. l.Til nœlurvörzlu 243 i> 2. Laun Ijósmœðra 53 32 3. Einkunnarklæðnaður lögregluþjóna 10 » 4. Vegabœtur, snjómokstur m. m. . 485 58 5. Vatnsból bœjarins 108 88 6. Fyrir gæzlu á sigurverkinn . . 20 » 7.Til forsöngvara í dómkirkjunni . 14 80 8. Styrkurtil fyrverandi lögregluþjóns Hendrichsens, fyrir hluta af árinu 1857, fyrir 1858, 1«59 og 1860 150 » 9. Óviss útgjöld til aðgjörða og við- halds á áhöldum, fyrir keyptan við, útgjöld til barnaskólahúss- ins m. m...................... 127 42 1213 13 II. Til fátcekrasjóðsins III. Fjórða ársborgun, fyrir 1859, upp í 902 9 200 rd. lán, sem tekið var 1856 af fátœkrasjóði 50 » IV. Vextir af láni frá Thorkilliisjóði • • 16 » V. Gjald til jafnaðarsjóðs Suðuramtsins • • 40 » VI. Alþingisgjald af fasteign bœjarins . VII. Eþtirstöðvar við áslok 1860: • 6 17 1. a, ógoldin bœjargjöld árin 1855— 1860 .... 125rd. 56sk. b, ógoldin önnur gjöld 3 - 37 - 128 93 2. í peningum hjá gjaldkera . . . 475 51 604 48 Til samans 2831 86 (Framhald, næsti árs reikningur). Kafli úr brjefi frá Ueylcjavik (febr. 1863). Nú er þar næst, að segja þjer eitthvað af »bókara- menntum» bjeðan úr höfuðstaðnum. f>ú hefur líklega heyrt þess getið, að ný búið er að prenta registur, eða hvað þeir kalla það, yfir bókasafn latínuskólans; bókasafn þetta hefur um tíma átt miklu láni að fagna, sem vel er, og aukizt og margfaldast og uppfyllt hyllurnar, svo að þetta registur yfir það er allstórbók, víst einar 13 eða láarkir. J>ú færð sjálfsagt að sjá það, þegar sólin hækkar betur á lopti og farandi verður milli byggða. Önnur bókin, sem ný komin er úr prentsmiðjunni er shjringar þeirra dr. P. Pjeturssonar og Sigurðar Melsteðs. Jeg man hvað þú sagðir um fyrra heptið af skýríngum þessum, og því er jeg að hugsa, að það muni liækka á þjer brúnin, er þú getur nú bráðum átt von á að fá þetta nýa rit eptir hina góðu höfunda. En biddu nú við; það er ekki allt búið enn! Nú koma fyrst frjettirnar af »bókaramenntunum». Og því þá það? Jú! af því að nú er verið að prenta hjer ekki eina heldnr tvær spánýar bœkur, nefnilega pýzlca málfræði eptir Ilaldór Friðriksson og enslca málfrceði eptir Odd Gíslason. Jeg þarf nanmast að geta þess, að þess- ar bœkur eru báðar á íslenzku og íslendingum ætlaðar. Jeg efast eigi um að hvorttveggja bókin verði laglega af hendi leyst. J>ær verða sjálfsagt litlar og ódýrar, til þess þær geti breiðst sem bezt út um landið. Og nú er svo komið, að mönnum er hjer orðin öll þörf á að kunna þessi tungumál, þýzku og enslui, og einkum enskuna; því að Engiendingar og Skotar koma hingað áriega, eins og þú veizt, og ferðast hjer um allt land, og eiga margvísleg viðskipti við oss. En hvílíkan fróðleik og hvílíkt gagn getum vjer eigi haft af að komast í kunningskap við þessar útlendu stórþjóðir? Og til þess að geta það, er nauðsynlegt að læra tungur þeirra og geta talað þær. J>að sjer enginn nú lifandi manna fyrir, hvaða vegir geta opn- ast fyrir ýmsa menn af löndum okkar, ef þeir komast í kunningskap við þessar útlendu þjóðir, eða hvílík áhrif það getur haft á hag alls landsins. En hitt ætti hvert mannsbarn á meðal vor að vita, að vjer erum næsta fá- fróðir orðnir Islendingar, þegar vjer berum oss hlutdrœgn- islaust saman við aðrar þjóðir. Ef vjer viljum nokkuð á- fram hljótum vjer að kynnast þeim betur en verið hefur um langan tíma, og þá er fyrst að læra tungumál þeirra; og svo koma dagar og svo koma ráð. X. Veðrátta og aflabrögði Veðuráttin hefur verið held- ur stirð síðan með jólaföstu og fram á þennadag, storma- söm nokkuð og stundum með talsverðri fannkomu, enda eru fremur sögð harðindi úr sveitum; stundum með blot- um, en optast hefur frostið verið lítið. Aðalvindstaðan hefur optast verið af útsuðri eða landnorðri. Hrosspen- ingur er almennt sagður í magrasta lagi um þetta leyti, og margir ætla að fóðurekla muni verða almenn ef út- mánuðirnir verða eigi því betri. Um helgina sem leið (1. febr.) fóru mörg skip hjeð- an af Inn-nesjum suður í Garðssjó, og eru flest aptur komin með 30—70 fiska hlut. Segja menn þarallmikinn fisk fyrir, eptirlegufisk siðan í haust, og mundi nú miklu betur hafa aflazt, ef föllin hefðu eigi spillt; en um stór- strauma, eins og nú er, eru föllin ákaflega stríð þarsyðra, eins og gefur að skilja við eitt af útnesjum landsins. Hinn setti amtmaður í vesturumdœminu Oogi Thor- arensen, hefur sent ábyrðarmanni Islendings grein, sem á að vera leiðrjetting á því, sem stóð í 3. árs 13. nr. blaðs þessa »um póstgöngur og blaðasendingar með póst- um« og hefur herra amtmaðurinn óskað þess, að greinin yrði eptir prentfrehislögunurn, tekið inn í blaðið. Með því nú ýmislegt er í þessari grein amtmannsins, sem ekkert kemur efni málsins við, og getur því ekki heitið leiðrjetting í laganna skilningi, eins og herra amt- manninum er engin vorkun á að vita, get jeg ekki álitið mig skyldan til, að taka hana uppí blaðið, nema því að eins, að amtmaðurinn fyrst vilji annast um, að hún verði svo úr garði gjörð, sem lögin áskilja. Jeg vona að herra amtmaðurinn taki þvi fremur þessa undanfærslu mína gilda, sem jeg með engu móti fæ sjeð, að það sem ofaukið er í grein hans, gæti á nokkurn hátt orðið honum til með- mælingar, lofs eður dýrðar þó það yrði prentað. Benidikt Sveinsson. Yegna þess aþ jeg nú hef útsnln og reikninga bl. „ísl.“ á hendi, bit) jeg hjer met) alla útsóiumenn og kantendur tjeþs blatls, sem enn þá ekki hafa borgaí) at) nokkru etsa óllu leyti 1. og 2. árg. bl., atl gjóra þai) nú sem allra fyrst, er fertdr falla, þar blaþi?) þarfnast mjög svo fyrir þau (i — 800 rd., sem þaí) á þannig útUtandandi. Enn fremur eru mín vinsamleg tilmæli tii allra dtsfdumanna aþ 3. árg. ,ísl.“, aí) þeir vilji gjf>ra svo vel og borga tjeban árgang fyrir dtgöngu næstk. maímán. Blót) sem Uunna aþ hafa tapazt og kanp- endurnir þess vegna ekki hafa fengií) allan árg., skulu engu a?) sííur fá npp bœtt þat), sem vanta kann í árg. þútt þeir bafl borgaí) hann, einasta er, ab láta útsTdnmenn vita hvalfca nr. þab eru, sem vanta. Og af því þat) getur valdiís nreglu, ef borgnn fyrir blaþií) er send til annara en þess, sem hefur reikninga blatisins á hendi, og getur vel valdit) því, at) relkningthaldarinn — í milli tíb — sendi reikninga og krefjist borgunar af þeim miinnum. sem hafa borgat) bl. til einhvers annars, en til ab koma í veg fyrir þat), eru allir kaupendur og dtsólu- menu „Islendings" betinir, aþ greita andvirþi blaíisins og horgun fyrir auglýsingar í blahinu, einungis til þess manns, er hefur reikninga þess á hendi, sem nú or Guðbrandur Guðbrandsson í Reykjavík. Abyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson. Prentabur í prentsmiiijuni)i í Reykjavík 1863. Einar púrbarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.