Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 2

Íslendingur - 09.02.1863, Blaðsíða 2
138 Sykurrófum hef jeg hjer reynt að sá (Beta cicla alt- issma). Yarð sú raun á, að þær spruttu vel, álíka og meðal gulrófur. Sýróp má af þeim sjóða, og er það á- kaflega sœtt. Bygg 6 og 2 raðað hef jeg reynt, og hefur hvort- tveggja náð fuilum vexti. Salt hef jeg reynt að sjóða hjer af sjó, og má það vel takast, er það víst ogsatt, að með litlum kostnaði má sjóða salt til búsneyzlu, hvert heldur vera skal þurt salt, eða selta, er svo er kölluð. Eina tilraun álít jeg vert að gjöra hjer, en sem jeg ekki hef enn getað gjört, það erað sá hjer Qvinoa-korni; korntegund þessi vex á hálendinu í Peru í Vesturheimi, þar sem svo er kalt, að byggið þrífst ekki. Tilraun hef jeg gjört hjer að planta reynivið, og er hann í vexti hjá mjer, en hann er ungur enn. f>að væri víst vert að rœkla þá viðartegund, því bæði er að henni gagn og prýði. Hún getur og orðið stór vexti. 1 f>ránd- heimi sá jeg plantaða laufskála og »Alleer« úr þessum við, og var undra fagurt. Gróf í desemb. 1862. Guðmundur Ólafsson. * * * |>essa snotru og eptirtektaverðu skýrslu sendi jarð- yrkjumaður hr. Guðmundur Ólafsson á Gröf í Skilmanna- hrepp í Borgarfjarðarsýslu, hús- og bústjórnarfjelagi suð- uramtsins. Var hún lesin þar á síöasta fjelagsfundi, og þótti mönnum allmerkileg; hún er og þess verð, að hún verði sem flestum kunn út um landið. Skýrsla þessi bend- ir mönnum á, að jafnvel einn maðurmeð einbeittum vilja og nokkurri þekkingu, getur komið talsverðu til leiðar í jarðabótum; getur prýtt og bœtt jörð sína, aukið efni sín og sinna eptirkomenda. Hve mjög mundi eigi Island batna og auðgast, ef almenningur vildi með meiri áhuga snúa sjer að jarðabótum, en reynd er enn á orðin? því að þó vjer vitum og könnumst við, að einstakir menn og einstakar sveitir hafláhinum síðustn árá tugum gjörttals- verðar jarðabœtur, þá verður því þóaldrei neitað, að mjög víða hjer á landi eru þær mikils til oflitlar, og sum- staðar allsengar. Og því segjum vjer þetta: almenning- ur hlýtur að rísa á fœtur og gefa sig miklu meir við jarðabótum en verið hefur, ef landið á að auðgast og mönnum fara fram. Til hvers er að vera að biðja um stjórnarbót og fjárhagsforráð, nema menn sýni á heimil- um sínum, að nú sje kominn nýrhugur og dugur í menn til nauðsynlegra og nytsamlega starfa, til almennra jarða- hóta? Gangi jarðabœturnar í þessari deyfð, sem þær al- mennt ganga, þá getur ekki landinu farið fram, heldur hlýtur því að fara aptur. j>á er stjórnarbót og fjárhagsforráð til lítils, hún er þá likust glœsilegum turni á háifföllnu húsi. það eru einkum efnaðir menn, sem búa á sjálfs síns eign- um, sem ættu að snúa sjer af alefli að jarðabótum og ganga á undan með gott eptirdœmi. þeir gætu óendan- lega miklu góðu til vegar komið, efþeir vildu vel; þessir menn ættu fyrst og fremst að fá sjer nauðsynleg jarðyrkju verkfæri, plóg og vagna o. s. frv.; svo ættu þeir að ná til jarðyrkjumanna — þeir eru þó til hingað og þangað — og fá leiðbeining þeirra í því, livað helzt þarf að gjöra og hvernig verkum skal haga. Væri svo þessu haldið áfram, þá mundi margt lagast í Iandi voru. það er eigi nóg þó einn hafi unnið og bœtt jörð sína, meðan hann gat, ef sá, sem eptir hann kemur, heldur eigi hinu sama áfram. Sonurinn á að taka þar við sem faðirinn hætti og kom- ast lengra, en hann komst, því að það er honum optast nær innan handar. Ej>tir þessu á hin uppvaxandi kynslóð að hugsa. Væri hjer kominn almennur og stöðugur á- hugi í menn til jarðabóta, þá mundi rýmkast hjer til með fleira, sem nú liggur dautt og í dróma, og þá gæti orð- ið gagn að stjórnarbót og fjárforráðum, annars er hætt við að hvorttveggja verði fremur í orði en á borði. Ritnefnd. Siiðuramts liús- o? bi'istjórnarf'jelag’. Fjelagið hjelt hinn lögskipaða ársfund sinn í Reykja- vík 28. f. mán. Hið helzta sem þá gjörðist var þetta: fjehirðir (málaflutningsmaður Jón Guðmundsson) lagði fram ársreikning yfir tekjur og gjöld fjelagsins næstliðið ár 1862. Eptir þeim reikningi átti fjelagið við ’árslok 1862: 1. í vaxtafje: Rdd. sk. a, hjá einstökum mönnnm á vöxtum (með 4% leigu).......................... 2327 48 b, í konungssjóði (4% leigu) .... 2000 » c, í sama sjóði (3Vá°/0 leigu) .... 300 » Vaxtafje samtals 4627 48 2. ógoldin tillög......................... 43 » 3. í peningum hjá fjehirði................ 18 34 Samtals 4688 82 Verðlaunabeizlur höfðu margar borizt til fjelagsins; voru þær allar lesnar upp og rœddar, og varð niðurstað- an sú, að fjelagið veitti þessum mönnum verðlaun fyrir jarðabœtur: 1. Árna þorvaldssyni á Meiðastöðum )................25 rd. 2. ívari Guðmundssyni á Iíópavogi ) í Gullbr.sýslu 20 — 3. Jóhannesi Oddssyni á Bústöðum '..................12 — 4. Byrni þorvaldssyni á Draghálsi í Borgarfjarðars. 10 — 5. Jóni Runólfssyni á Litlutúngu ) , . 20 — 6. Jóni þórðarsyni á Svínhaga ýíRan0árv.s. — 7. þorláki Pjeturssyni í Rcykjavik ..................20 — 8. Pjetri Skúlasyni samastaðar.......................6 — Veitt verðlaun 128 — í fjelagið gengu 4 nýir fjelagsmenn. Árni Jónsson fyrv. hreppstjóri á Hlýðarfœti var kjörinn til fjelagsins fulltrúa i Borgarfjarðarsýslu. Forsetinn (sjera Ólafur prófastur Pálsson) skýrði fund- armönnum frá uppástungu faktors A. P. Wulffs í Reykja- vík, þess efnis: að koma hjer á sauðfjársýningu í suður- amtinu og veita þeim mönnum verðlaun eptir ákveðnum reglum, er hefðn tii sýnis fríðastar og vænstar sauðkind- ur; svo var og i uppástungunni farið fram á, að fjelagið gæfi árlega út á prent ritkorn um búnaðarmálefni. Fund- urinn kaus 3 menu til að prófa og skýra betur þetta málefni. Skrifari fjelagsins (rnálaflutningsmaður Pált Melsteð) lagði fram frumvarp til skýrslu um atbafnir og ástand fje- lagsins á tímabilinu 1856—1862; kemur sú skýrsla bráð- um á prent, og verður þá að líkindum send fulltrúum fjelagsins út um sýslur. Dómiir yíirdómsins mánudaginn 26. janúarm. 1863. Eigendur Víðidalstungukirkju, stúdent Páll Jónsson Víða- lín og húsfrú Ragnh. Jónsdóttir, gegn eiganda jarðarinn- ar Syðri-Stapa, Jóni bónda Sigurðssyni. Með landsyfirrjettarstefnu, dugs. 17. júlí f. á. hefur stúdent Páll Jónsson Vídalín og systir hans, prestsekkjan Ragnheiður Jónsdóttir, sem eigendur Víðidalstungu kirkju, eptir gefins málssókn áfrýjað dómi, gengnum að Geitaskarði í Ilúnavatnsþíngi 28. dag febr. 1862, í máli milli þeirra og Jóns bónda Sigurðssonar á Syðri-Stöpum þar í sýslu, út af hval, er vorið 1857 bar þar kvikur að landi, og hann

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.