Íslendingur - 03.03.1863, Qupperneq 3
155
og seinast tveggja (pergamenta eða) kálfskinnsblaða, og
loksins kvers með forneskju á. Hlutirnir eru þá þessir:
1. Stolikur skorinn, með svo kölluðu höfðaletri; og er
á hliðum hans nafnið: Stéinvör Sveimdóttir, á botn-
inum ártalið með rómversku letri: ANNO MDCXCIV,
og í línu þar undir: þann XXXI MARTI. Á lokinu
er bara forn skurður. Stokkur þessi er einn af
gömlu spónastokkunum og smíðaður handa nefndri
konu (óvíst hverri). Eru því endar hans kringlóttir,
útskotnir (fyrir spónablöðin). Utúr endum þessum er
með skurði myndað fyrir drekahöfðum (uppáhaldsmynd-
um fornaldarinnar), og sjest þar mótað fyrir tönnum
og augum. Stokknum hefur verið skipt sundur í
miðju að innan, og er því lokið í tvennu lagi, og
leikur hvert þeirra fyrir sig á ási úr bólu, til beggja
enda. f>egar jeg eignaðist stokkinn, er mun verið
hafa eign forfeðra minna í Vogi, var annar endinn
og annað lokið fúið af honum. En jeg setti þetta
hvorttveggja á í iíking hins endans. Gamla fólkið,
helzt ríkisfólk, hafði þvílíka stokka til að geyma í
spæni sína, er það átti mikið af, og hafði handa
gestum. En spónaeignin hefur mjög staðið í hlut-
falli við nautafjölda í landinu, sem miklu meiri var
á fyrri öldum en seinna.
2. Lítill kistill, allur með gömlum skurði, og ártalinu
1771 innanvert á lolunu. Fyrir honum er trjeflnga,
með fornum svip. Iljörur hans og læsing er sjálf-
sagt yngra en kistillinn. Slíkir kistlar, allir útskornir,
voru pallkistlar gamla kvennfólksins, á þeim tímum,
sem venja var, að skera út allt, sem fagurt átti að
vera.
3. Trafaltefli. Er skurðurinn á því með allt öðrum svip
og likum þeim, cr sjá hefur mátt á öðru, einkum göml-
um lárum. Keíli þetta eignaðist jeg eptir móður mína,
Guðrúnu þorkelsdóttur, og hún eptir móður sína,
Guðrúnu |>órðardóttur frá Stóra-Kálfalæk. Slíkum
keflum fylgdi sívalt kefli, nálega eins langt; og var
það haft til að vefja upp á nýþvegin tröf, sem síðan
voru sljettuð á þann hátt, að velta sívala keflinu, með
trafmu um, á sljettu borði, með flata keflinu, er opt-
ast hafði handfang (stundum þó eins og trjehöldu
upp úr sjer) á endanum, eins og það sem hjer ræð-
ir um.
4. Leifar af mjög g'ómlu sverði. Blaðið ernúaðlengd
11 þuml. En þá er það fannst, loddi framanvert við
það hjer um 6 þuml. langur partur, ryðbrunninn, og
vart samanhangandi. Var partur sá ekki hirtur (þó
það hefði átt að vera). Skaptið er löngu fúið af,
svo ekki er annað eptir en sverðtanginn, er verið
liefur furðu gildur, eins og blaðið hefur líka verið
ærið þykkt. Um hjöltun er járnlykkja, mjög eydd af
ryði. Fratnan af sverðinu vanlar auðsjáanlega meira
en blóðrefilinn. Af litlu broti í sverðinu hef jeg
komizt að, að í því er stórgert, bjart biljárn. Sverð
þetta fannst hjer um bil fyrir 20 árum fram undan
bænum á Álptanesi á Mýrum, riiður við sjó. Ilafði
vogurinn, er þangað gengur inn, veturinn á undan,
brotið úr bakkanum fram undan bænum, svo þar sást
á sverðið. Á þessum bakka fremst, og enda þar sem
liann nú er brotinn af, befur bærinn fyrrum staðið,
err seinna verið smáfærður upp frá vognum, eptir
sem bann befur brotið framan úr bakkanum. þetta
sanna sagnir og minni gamalla manna. Eptir þess-
um málavöxtum hefur sverðið, er verið hefur mikið
vopn, líklega fallið niður í garnlar bæarmoldir, eða '
máske verið falið þar, fyrir mörgum öldum. Af
sterkleika sverðsins má og ráða, að það muni vera
mjög gamalt, líklega ekki yngra en frá landnámstíð,
eða landsins gullöld.
5. Tígilltnífur; og er skaptið úr kopar, með gati á
fyrir tígilinn. Á því eru upphleyptar myndir kalls og
konu, talsvert máðar; þó sjest glöggt til hjálms á
höfði hans, sverðs, er hann hefur í beltinu, og til
fatanna á báðum þeim. Er limaburður þeirra og
staða ekki ólik því sem þau væru að stíga vikivaka.
Blaðið á knífi þessum er frá seinni tímum. Skaptið
fannst fjarri mannabyggðum; var því síðan komið til
Konráðs, bróður Gísla fornfræðings Iíonráðssonar.
Iíonráð var vinur sjera Brynjúlfs Bjarnasonar, er fyrr-
um var prestur í Miklaholti, og gaf honum skaptið,
af því hann vissi, að hann unni fornmenjum. A
seinustu árum sínum gaf sjera Brynjúlfur mjer greint
skapt. það er geymt í stokk þeim, er fyrst var tal-
inn. þar er og geymt:
6. Koparlykill, er átt hefurað svo kallaðri tröllalæsingu.
Er hann því skegglaus, eins og slíkir lyklar voru;
og hefur pípan, sem að utan er sívöl, en að innan
með þríhirndu holi, gengið utan um þristrendan stand,
sem hak hefur verið á neðan til, til að hræra læs-
ingarjárnið. Sökum þess, hvað læsing þessi var ein-
föld, en ekki hægt að komast í hana, nema með
lykli, er átti við standinn, hefur liún, að líkindum,
verið kölluð tröllalæsing. Sjest slík læsing nú óvíða.
7. Lykhihringur, eða sylgja, er gamla fólkið hnýttilykl-
um sínum við, af því ekkert op er á honum. lnn-
an í honum eru stafirnir Ihs (= Jesús). Munu því
sylgjur þessar, er ekki sjást nú víða, vera frá kristn-
um tímum. Móðir mín gaf mjer sylgjuna, og
8. Stýl úr ltopar. Er hann frammjór, en ofan til átt-
strendur með gati á, til að festa hann við sig eða
við sylgjuna. Stýll þessi var hafður til að benda á
stafi, þegar börn voru látin stafa. Stýlar þessir eru
víðast hvar undir lok liðnir.
9. Leifar af litlum tigilkníf, sem verið hefur einjárn-
ungur, með snúnum rönditm á skaptinu; og eru þær
mjög ryðbrunnar. Framan af blaðinu brotnaði af
slysum, þá knífurinn fannst. Sá jeg þá í brotið, og
sá, að í knífnum er smágert stál.
10. Kopardoppa, aptan at’ knífskapti. Ilinir aðrir partar
knífsins, sem verið höfðu úr járni, duttu sundur af
ryði, þegar við knífnum var hrært. þetta hvortveggja
(9. og 10.) fannst, þá jeg Ijet ryðja til jarðeplagarðs
hjá mjer vorið 1862.
11. Iieiðgjarðarhringjur, sem kallaðar hafa verið Bolla-
hringjur eptir gömlum munnmælum, og kenndar eru
við Bolla, er drap Iíjartan Ólafsson. Er mælt þær
hafi verið reiðgjarðarhringjur Bolla. þetta er og
ekki ósennilegt; og víst sýnist það, að hringjurnar
sjeu frá eldri tímum, eptir því sem ráða má af smíði
og lögun þeirra, og einkum af því hvað þær eru
koparmiklar; því þær jafnast, að því til, á við tvennar
samkynshringjur nú á dögum, þótt orðnar sjeu tals-
vert máðar. þær eru komnar sunnan úr Borgaríirði
með Árna Jónssyni, er varð mjög garnall maður, og
bjó á Borg í Miklaholtshrepp ; og voru þær lengi söð-
ulhringjur Guðríðar konu hans. Ilann vísaði mjer
að þeim hjá tengdasyni sínum Jóni, og hjá honum
fjekk jeg þær. Árni var margfróður maður og sagði
mjer hvað gamlir menn hefðu sagt um uppruna
hringjanna. Ilann sagði mjer og, að til befðu verið
á ýngri árum sínum í Borgarfirði, aðrar svipaðar
hringjur, er kenndar hefðu verið víð Kjartan ólafs-