Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 6

Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 6
174 2 ára tíma til þess að verða fullntima í hinum öðr- um kennslugreinum. f>að getur nú verið, og ræður jafnvel að líkindum, að mörgum muni virðast, að mál þetta sje nú komið i hið æskilegasta og bezta horf, enda væri nú mál komið, að vjer íslendingar sæjum nokkra von til þess, að sá eini skólinn, sem vjer eigum, standi eigi lengur hálf auður eins og hann hefur gjört um hríð, að alskonar embætti landsins, hin kennimannlegu, valdsmanna- og læknaem- bættin, og hverju nafni sem nefnast skulu, elcki detti annað- hvort hreint í dá, eður verði skipuð ómenntuðuin eður þá erlendum mönnum, er lítið sem ekkert þekkja til hjer á landi, ekki einusinni til laga og landsvenju, og að vjer rekum af oss það sliðruorð, að engin vísindastofnun geti þrifizt eðurkomiztáfót á landi voru fyrir þá sök, að jafn- an vanti þá, sem leita sjer almennrar menntunar. f>essi viðbára er nú búin að klingja i eyrum oss núna í mörg ár, síðan farið var að tala um að stofnsetja hjer á landi lagaskóla og læknaskóla. f>etta ámæli er sannarlega, að því lcyti sem vjer eigum það skilið, óþolandi fyrir oss núna á þessum tímum, einmitt þessum tímum, þegar til- íinningin og meðvitund um þjóðarrjettindi vor og fjelags- skyldur við oss og aðra er farin að vákna, þegar hugur vor og dugur til þess, að beita rjettindum vorum og beygja oss undir lögmál það, sem þeim er samfara, er farinn heldur að lifna, og þegar vjer að lögum erum jafn- vel orðnir skyldugir til þess, hvort sem oss er það svo Ijúft eður eigi, að ræða þjóðmálefni vor, og leggja það til í þeim og fylgja því fram af ýtrasta megni með öllu kappi og forsjá, sem landi voru gegnir bezt. En viljum vjer nú reka af oss þetta ámæli, er það vissulega ekki nóg eður einhlýtt, þó vjer þykjumst sjá og þreifa á þörf- um vorum, í þessum eða öðrum málum, þó umkvartanir þjóðarinnar streymi til alþingis ár eptir ár í svo og svo mörgnm bæntirskrám, úr svo og svo mörgum hjeruðum landsins, þó alþingi taki mál vor til meðferðar, umræðu og íhugunar, og sendi síðan bænarskrá til vors allramild- asta konungs. Ilver sem les alþingistíðindin öll til sam- ans getur hæglega sannfært sig um, að vjer segjum þetta ekki út í btáinn. f>að væri vanþakklæti við oss og stjórn- ina, ef vjer neituðum því, að engin mál vor hefði fengið góða áheyrn fyrir tillögur alþingis, síðan það var stofnsett, það hefði líka til litils verið barizt ef öðruvísi væri. Eu það eru helzt um of mörg mál, sem segja má um, að hafi komið á hvert þing og jafnan farið ónýtisför, að því leyti sem þau standa við svo búið enn þann dag í dag, og aptur önnur, sem nokkuð hefur verið aðgjört i, en alls ekki þannig sem oss bezt hagaði og vjer þurftum með, til þess, að menn hrjóti þó ekki á endanum að reka aug- un í það, að saga alþingis vors er ærið auðsjen og órækur vottur þess, að framfararstig þjóðar vorrar, síðan alþing var stofnað, eru bæði fœrri og smœrri, heldur en við hefði mátt búast, og stjórnin, þjóð vor og alþingi sjálft ugglaust hefur óskað. Vjer vitum að menn muni segja, að þetta komi eðlilega til af því, að alþingi hafi verið og sje enn þá að eins ráðgefandi þing, er skorti allt únkurðarvald, og er það að vísu dagsanna, að þetta veldurmiklu og mestu, en það er aðgjætandi, að þetta veldur ekki öllu, ekki nœrri öiiu, sem að mundi þurfa að hyggja í þessu efni ef vel væri aðgáð, og vjer vildum hlutdrægnislaust og rækilega skoða málstað vorn. Ráðgefandi þing, eins og alþing vort er, kefur þó sannarlega tignarlega ákvörðun, vandasaman starfa, og mikla ábirgð fyrir stjórninni, fyrir þjóð sinni og fyrir sjállu sjer, og á hinn bóginn getur bæði stjórnin og þjóðin Iiaft ærna siðferðislega ábyrgð af þvi, að ráðgefandi þing stendur millum þeirra, því skyldur hvorutveggi við þingið eru margar og miklar, þó það aldrei sje nema ráðgefandi. {>að á ekki við á þessum stað að rannsaka þetta mál, en svo mikið er víst, að hið ráðgefandi þing, á og getur öldungis eins vel eins og löggjafarþíng, sem menn kalla, sett sig inn í alla stjórnarathöfn, og skynjað þau hin helgu og háleitu lög, semvöxturog viðgangur mannfjelags- ins, heill og hamingja þjóða og stjórnar og blessunin af hæðum ofan er bundin við. það væri til að mynda býsna kynlegt, að ímynda sjer, að það þyrfti löggjafarþing til að sjá það, að ekkert þjóðfjelag getur þrifizt, sem skortir góða og þjóðlega löggjöf, ötula og öfluga innlenda stjórn, innlent dómsvald, innlendar vísindastofnanir æðri og lægri og svo framv. Til að sjá þetta og viðurkenna þarf ekki einusinni ráðgefandi þing, eður þjóðsamkomu, og um það ber veraldarsagan of mörg og of óræk vitni til þess, að nokkur geti efazt um það. Á hinn bóginn standa allar þessar kröfur óhaggaðar bæði gagnvart ráðgefandi oglög- gjafaþingi og það tekur engu tali, að það geti verið ætlunar- verk hvers sem vera skal, annaðhvort að apa eptir útlend- um lögum og siðum hvað eina, t. a. m. kenna það sama og á sama hátt í skólum á Isiandi og í Danmörku, ellegar kasta því alveg fyrir fætur sjer, að vjer eigi tölum um pað, að virða að vettugi reynslu þeirra þjóða sem lengst eru á leið komnar í því að samrýma þjóðerni sitt við hið almenna framfara- og menntalíf mannkynsins. Af þessu má nú ráða að alþingi vort hefur tvenns að gæta. J>að er einn liður í stjórn vorri, og í annan stað á það að vera verndarskjöldur og máttarstólpi þjóðernis vors og allra þeirra almennu framfara og reynslu, sem vjer sjáum hjá hinum siðuðu og menntuðu þjóðum, og sem vjer erum megnugir um að færa oss í nyt eptir ástandi voru og efuum. þetta tvennt er ekki hið sama, en það á að vera samferða, og haldast í hönd. Landstjórn og lög geta verið, og eru því miður opt, meir og minna óþjóðleg og á hinn bóginn lílur það svo út, eins og þjóðernishug- myndin og föðurlandsástin komi ástundum mest og bezt fram í eins konar ýmigust og óþokka á allri stjórn og yfir höfuð öllu því, sem leggtir bönd á sjálfræði hvers eins og ailra til samans. Ef nú stjórn islands, eins og hún er og kemur fram í heild sinni, og oss Islendingum væri sett það sam- vizkuspursmál, hvort þetta hafi ekki átt sjer hvorutveggja stað og það á háu stigi. Já, hvernig mundi þá svarið vera frá hennar og vorri hálfu? Hver og einn sem nokk- uð þekkir til, getur þreifað á því sjálfur, og gengið að því vakandi. En hvernig mundi þá þeirri spurn svarað, hvort vjer eður stjórnin berum áhyrgðina af þessari misklíð og misskilningi millum oss og hennar? J>að er víst, að hún er upphaf, framhald og endir allrar þeirrar frábæru eymdar og aumingjaháttar sem vjer lengi höfum verið í og erum enn þá í. J>að er líka víst, að það var vísdóms- fullur og föðurlegur tilgangur og vilji hins hásæla kon- ungs vors Kristjáns hins áttiinda, þá er hann gaf oss al- þing, að það skyldi verða sá meðalgangari millum han* lofsælu hátignar og eptirkomenda hans og hinna trúu þegna hans og þeirra á íslandi, er tengdi hinn konung- lega mátt og vilja og speki þannig saman við hug og björtu og dug vor íslendinga, að aUt og allir hjeldust í hönd til þess, að vjer gætum orðið sæl þjóð og að nokkru getandi í sögu mannkynsins, með öðrum orðum, að þjóð- erni vort gæti blessazt og blómgvazt undir máttarskildi hinna dönsku konunga. Vjer segjum þetta óhræddir, því það stendur eins og stafur á bók, með óafmáanlegu kon- unglegu letri. En livað langt er nú þetta mikla ætlunar- verk komið áleiðis núna lijer um bil í 18 ár. Margur íslendingur sem lá bjálpar og umkomulaus í vöggu sinni

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.