Íslendingur - 10.03.1865, Blaðsíða 6

Íslendingur - 10.03.1865, Blaðsíða 6
70 íir öðru en ristum strengjum og moldarhnausum. Ilve fráleit þessi áuetlim höfundarins sje, sjest bezt af því, að ekkert steinhús hjer á landi, sem þetta hús ætti að bera saman við, nnin hingað til hafa verið byggt fyrir minna fje en að minnsta kosti 20,000. Samt sem áður viljum vjer nú ekki leggja þetta til grundvallar fvrir áætlun vorri um það, hvað steinhús á Jdngvöllum mundi kosta, heldurhitt, að húsið á að vera þjóðarhús, eign allra og byggt af almenningi. Frá þessu sjónarmiði skoöað höfum vjer hugsað oss, að hver og einn, að minnsta kosti af búandi mönnum, ætti að leggja sinn skerf til, og getum vjer þá eigi vel hugsað oss minna sómasamlegan skerf, en eitt einasta dagsverk. Eður hver mundi sá bóndi á íslandi, er eigi getur eður vill unnið eða látið vinna fyrir sína hönd einn dag, til að byggja sjer, niðjum sínum, fósturjörðu sinni og þjóð ævaranda minnisvarða á þingvelli við Öxará? Gætum nú að, góðir landar, hvað þessi litli skerfur frá hverjum einum verður þegar hann er saman kominn I Gjörum ráð fyrir, að dagsverkið sje metið með fæði 1 rd. Sjeu nú hjer um bil 67,000 manna á íslandi og 6. eða 7. hver búandi maður eður húsfaðir, þá yrði ijeð hjer um bil 10,000 rd., og fyrir þetta fje ætlum vjer að byggja mætti hús svo veglegt og ramgjört, sem nefndin hugsar sjer, að minnsta kosli að allri ytri gjörð, og yfir höfuð svo úr garði gjört, að það yrði hæfilegt þegar, til að halda þar í mannfundi landsins. Mönnum kann að þykja þetta öfgar, en það er að- gætanda, að sá er einn kosturinn við þingvöll, að þar er svo ágætt byggingargrjót rjett við höndina, að vjer þekkjum engan þann stað á íslandi, er betur sjetil- fallinn, eður jafnvel eins. þegar húsasmíðinu er hagað þannig, að þetta trausta innlenda ókeypis efni á sjálfum staðnum er notað, sem hyggilegast og mest mú verða, þá hlýtur byggingin að verða þeim mun ókostbærari, og þá yrði hitt efnið, sem að þyrfti að kaupa erlendis og llytja þangað, að tiltölu ekki afarmikið. Að öðru leyti gjörum vjer ráð fyrir, að margur liver muni vilja gefa meira en dagsverk til þessa þjóð- arfyrirtækis, og aptur muni margur sá vera, þó hann ekki sje bóndi eður húsfaðir ntí, sem vildi hafa þá meðvitund, að hann hefði þó lagt lítið eitt til þíngvalla- liússins, eður hvað mundi margan vinnumann eðuraðra • muna um svo sem eitt mark? En svo mundi og mega til haga byggingarsniði hússins, að það gæti lekið á móti þeim sóma, sem menn vildu sýna því, þó aðalbygging- unni væri lokið. Auk alls þess, er gott flyti af þessu fyrirtæki fyrir land vort og lýð, og sem vjer nokkuð höfum drepið á hjer að framan, er það eigi iítisvert, að þeir, scm ynni að byggingunni (en þeir yrðu margir), hlytu að geta lært að vinna og byggja úr íslenzkum steini, með fleira, er að byggingariþrótt lýtur, og þessa kuflnáttu fengju menn í landinu sjálfu, þar sem allur lærdómur og rjett iðnaðaraðferð er dýrmætust, í staðinn fyrir það, að þeir, sem nú vilja læra þessa íþrótt, verða að fara utan, og læra þar í mörg árkauplaust, og eyða sínu og landsins fje ofan í kaupið. En hjer fengju þeir fulla borgun fyrir vinnu sína, um leið og þeir sýndu landinu gagn og öfluðu sjer um leið dýrmætrar íþróltar, og nauðsynlegri fyrir Island en frá megi segja. Enn fremur látum vjer þess getið, að vjer munum skjóta því til næsta þingvallafundar, hvort hann eigi álíti það ráðlegast og hyggilegast í alla staði, að fela alþinginu á hendur, að setja sterkari framkvæmdarstjórn í málið og yfir höfuð hafa alla hina æðstu umsjón yfir þvi. Að svo fyrirmæltu gjörum vjer það loksins heyrum kunnugt, að vjer sendum boðsbrjef vort auk nokkurra annara öilum prestum á landinu, öllum þingmönnum og varaþingmönnum. Nefndin. VAIÍTIÐ YÐUR FYRIR FALLSKENNÖNDUM, SEM KOMA TIL YÐAR í SAUÐAKLÆÐUM, EN IIIÐ ÍNNRA ERU þElR GLEPSANDI VARGAR. Matt. 7. í síðasta ári Skírnis, er þess getið, að landi vor kandídat Magnús Eiríksson i Kaupmannahöfn, hafi sam- ið langt rit um Jóhannesar guðspjall, í hverju, segir höfundur Skírnis, hann rengi það með nærfærni og skarpleika, að postulinn sje höfundur guðspjallsins, og bætir því við, að klerkar og kirkjnvitringar fái svo marg- an gildan þykk í þessu riti, að illan grun gefi, ef þeir standa undir því afburðalaust. Með tilliti til rits þessa mun sú hógværa rödd í pjóðólfl hafa átt að vera, er telur fram nokkrar ástæður gegn þessu mikla riti Magn- úsar. Jafnvel þótt jeg sjeð hafi bók þessa hið ytra, og mjer hafi boðizt hún, þá játa jeg það án blygðunar, að jeg ei hefi viljað lesa hana, ekki samt af því, að mín barnlega og einfalda trú á Krist sje veikari í brjósti mjer en margra annara, en jeg minntist þessarar bæn- ar : »eigi leið þú oss í freistni«, og þessarar aðvörun- ar »sá sem þykist standa, gæti sín að hann eigi falli; og vildi jeg því ekki án þarfar ílana út í freistinguna; ályktandi þannig með sjálfum mjer: Úr því djöfullinn hefir getað farið svona hörmulega með garminn hann Magnús, sem jeg eitt sinn þekkti sem rjetttrúaðan mann, þá veiztu eigi nema honum takist einnig, lesi jeg bókina, að vekja í brjósti mjer, þá mig sízt varir, trúna á guð í Kristó, friðþægjandi heiminn við sjálfan sig, hver trú mjer er öllum fjársjóðum dýrmætari. Hjer af er þá auðsætt, að jeg með línum þessum ei ætla

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.