Íslendingur - 10.03.1865, Blaðsíða 7

Íslendingur - 10.03.1865, Blaðsíða 7
71 mjer að fara að tala um hið einstaka í guðlöstunarbók Magnúsar, eður hrekja ástæður hans, því bæði væri það oflangt blaðaefni, og til þess verks veit jeg marga mjer miklu færari, og sem jeg vona að láti á sinum tíma til sín heyra, með þeim guðsanda krapti er moli sundur Magnúsar skarpa liöggorms haus. En jeg viidi að eins láta í Ijósi hryggð mína og undrun út af því, að hin andlega stjórn Krists kirkju í Danmörku skuli vera svo svæfð orðin á þessara tíma skeytingarleysis- kodda, að þola og umbera, að slík bók, sem Magnúsar Eiríkssonar, nái að prentast og útbreiðast á meðal fólks, sem augljóslega hefir það augnamið, að útrýma úr brjóst- um manna þeim helgasta, huggunar- og sæluríkasta guðdómlega sannleika. Ó, uú er hinn glóandi andifor- feðranna útslokknaður, þessi nýi Aríus er nú ekki rek- inn í útlegð, þessi Servet er ei brenndur á báli. Nei, þessi opinberi guðlastari, þessi skarpi satans þjón geng- ur óáreittur, já heiðraður fyrir þetta rit sitt, meðal þeirra, sem eiga að vakta hjörð Krists, og hvar af mun þetta koma? Af því að þessara tíma frelsis og heimsvísinda andi er orðinn svo ríkur í brjóstum manna, að óhæfa þykir að lofa ekki úlfinum ( sauðaklæðum að hafa frelsi til að æða innan um hjörðina og gjöra það illt, sem hann getur, einasta hann sje vel búinn, hafi vísinda- lega skikkju; sje hann þannig útbúinn, þá taka hirðar- arnir fagnandi á móti honum, og óska honum til lukku með sitt ágæta rit, já, hneigja sig fyrir þessum djöfli í mynd Ijóssins engils, sem er að reyna til að villa hjörð- ina úr hinum græna grashaga, en á þann haga, hvar hún etur þær eitur-plöntur, er deyða hana andlegum dauða, og hirðararnir standa yfir hjörð sinni, þykjast vakta hana, en lofa þó úlfinum aðgjörðalausir að leiða hjörðina út á eyðimörku. Ó, skyldi nokkur trú fmnast á jörðu, ef þessu má fram fara eptirsvosem öldliðna? |>að er í augum uppi, að Magnús hefir valið klókari að- ferð en allir fyrri tíma villumenn, og það er augljóst, að það er hjer ekki einasta við hold og blóð Magnúsar að berjast, heldur við myrkranna illsku anda, af hverj- um h.eil legio hefir farið í Magnús Eiríksson, og brúk- ar hann sem blint verkfæri gegn því guðspjalli, sem þeim er verst við, í þeirri þeim gleðiríku von, að lukk- ist fyrir hjálp Magnúsar að hrekja sannleika þessa guð- spjalls, og fá óstyrkar sálir til að efast um þess guð- dómlegleik, og þá háleitu lærdóma, sem í því finnast; þá muni ei óhægt á eptir, að lirinda sannleika alls Nýja Testamentisins, og með því evðileggja Iírists kirkju og hans sáluhjálplega lærdóm á jörðu. Ó, þjer andlegu hirðarar, sem settir eruð af guði, til að vakta Krists sauði, til að gæta hans kirkju, sjáið þjer ekki sjáandi, að nú er grimmur úlfur kominn inn í hjörð yðar; sje- uð þjer ekki leiguliðar, þá flýið nú ekki, heldur ífærið yður guðs alvepni og rekið frá vður hneyxlunarmann- inn, lofið honum ekki í ró og friði að grafa undan und- irstöðum Krists kirkju og gjöra fleiri eður færri af þeirri yður á hendur földu hjörð að herfangi satans; hugsið ei, að þótt þjer þykizt slanda, að þjer eigi getið fallið, má ske á þeirri stundu, sem yður sízt varir og þjer sízt kysuð, og þótt þjer fyrir náð fáið staðizt, þá hugsið ekki, að allar sálir sjeu jafnslyrkvar, sem yður eru á hendur faldar, og að það muni ei syndlaust fyrir yður, að Iíta þessar óstyrku sálir, fyrir sakir yðar hirðuleysis, hverfa inn í úlfsins gin. Skoðið eigi Ijettúðarsamlega, hvílíku óttalegu tjóni rit Magnúsar getur ollað, fái það tíma til að sýra allt deigið. Já, þótt það eigi gæti leitt nema eina einustu sálu frá sinni sáluhjálplegu trú til glötun- ar, þá væri það þúsund sinnum verra verk, en þótt vesa- lings Magnús hefði drýgt einhvern þann mesta glæp, sem straflfast af mönnum ; en til að fá afrekað slíkt hræðilegj verk, hefir Magnús brúkað sálar- og líkams- krapta, því með því að reyna til að hrekja sannleika guðspjalls Jóhannesar, með hverju að standa og falla að mestu höfuðlærdómar kristilegrar trúar, sýnir hann vilja sinn og viðleitni að neita Iírists guðdómi og fá menn til að veiklast í, já falla frá þrenningarlærdóm- inum, og takist honum það, þá má hann sannlega álít- ast fyrir hinn versta Antikrist, sem komið hefir, og liver sú sála, sem flækist inn í hans vantrúarnet, má ásamt Magnúsi sleppa þeirri sæluriku von, að Kristur á síðan kannist við hann fyrir sínum himneska föður, og er þá ekki annað fyrir en glötnnin. Jeg skora því hjer með á yður, sem nefnizt mátt- arstólpar Iírists kirkju í Danaríki, takið í guðs nafni kröptuglega á móti þessu satans skeyti, gjörið það ekki með hálfvelgju, heldur með glóanda anda sem herrans sönnu stríðsmenn, fyrst með því að hrekja með óræk- um ástæðum, sem yfirfljótanlegar eru til, þessa ósvífnu lygabók, þar næst með þvi að reyna með anda kær- leikans að leiða og laða hinn brjóstumkennanlega Magnús Eiríksson, til að apturkalla hinn vísindalega samda lygaþvœtting sinn, og opinberlega lýsa iðran sinni, en fáist hann eigi til þessa honum heillasamlega verks, þá ljettið eigi fyrr, en hann er gjörður rækur úr rík- inu, og öll exemplörbókar hans gjörð upptæk og brennd á báli; og er þetta hið roildasta er vera má, því á fyrri tímum, þá menn eigi liðu opinberu illgresi að spilla guðs akri, mundi Magnús sjálfur bafa verið settur inn í bókahóp sinn, og síðan kveikt i öllu saman, en slíkt þykir nú ósamboðið kristindómsins blíðaraanda, og jeg játa það; enda mun hann eigi komast undan hegnandi hendi þess, sem sagt hefir: »mín er hefndin, jeg vil endurgjalda», iðrist Magnús ei glæps síns, er jeg vona hann fái náð til, áður hann ganga á fram fyrir dómstól Iírists, hverj-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.