Íslendingur - 02.05.1865, Page 1

Íslendingur - 02.05.1865, Page 1
Leipzig, 13. marz 1805. Ræri vin! J>að er mál komið til, aðjeg fari að sýna yðurein- livem lit á því, að verða við tilmælum yðar, að senda yður kveðju mína hjeðan úr suðrinu. Ilingað til hefir öflugur slagbrandur verið í veginum, þar sem letin og framtaksleysið var, en nú hefi jeg gjört uppreist gegn hvorutveggja, og heitið að hætta ekki fyr, en jeg kæmi að minnsta kosti nafni á þenna pistil, sem jeg vona að Arcturus færi yður með skilum og óupprifinn; og er það að þakka einstökum dug stjórnarinnar okkar ogKochs að jeg get komið blaðinu; því enn þá hvilir Arcturus í Höfn hjá stjórninni og Koch. f>ar er líka allt lagt í frostlæðing vetrarins, stjórnin og Koch og kontraktinn og Arcturus. Arcturus og Koch hlýða guði og náttúr- unni, en stjórnin og kontraktinn hlýða Koch og Arctur- usi, og þannig fer þetta allt í hægðum sínum og mesta bróðerni allra þessara fjögra, er hlut eiga að póstferða- málinu. f>að er gott, að í þvi er þó samlyndi þar í Ilöfninni, því annað hefir verið ofan á hingað til, núna á seinni tímum en samlyndi og friður hjá Dönum. Heyndar hafa þeir nú náð friði við þjóðverja og látið liertogadæmin öll; en sá friður hefir orðið friður út á við, enófriðurhið innra; því satt að segja hefir hver höndin verið upp á móti annari innanlands meðal Dana, síðan konungur skipti um ráðaneyti. Blaðamennirnir hafa hamazt við ráðaneytið og ílokk þann, er því fylgir, og er ekki trútt um, að þeir hafi stundum orðið konungi sjálfurn nógu hærgöngulir, þótt hann og ráðgjafar hans ódanskir og þar fram eptir götunum. f>eir hafa jafnvel farið svo langt, að hreyfa því, að prestar heiddu frá prje- dikunarstólnum, að guði mætti þóknast að gefa honum dansklundað (í staðinn fyrir vizkufullt) hjarta. Mörg firn þessu lík svífa í hinu sögulega dimmviðri Dana um þessar tíðir, sem þjer munuð fræðast betur um af blöð- um þeirra, en jeg fæ frætt yður um hjeðan. Svo mik- ið er óhætt að fullyrða, að ef Danir ekki vilja skipast láta, og sameina ekki krapta sína hið bráðasta til þjóð- legrar einingar, þá munu þeir á skömmu bragði vinna sjer sjálfir miklu meira tjón en óvinir þeirra hafa unnið 11. þeim í hertogadæmaráninu; því opt hefir verið þörf, en nú er nauðsyn fyrir þá að gjörast sáttir og sammála. í hertogadæmunum gengur allt með friði, en tals- verðum dylgjum. þau vilja víst helzt ráða sjer sjálf, og fá hertogann sinn settan að völdum; en Prússastjórn vill liafa hernaðarkostnaðinn upp úr löndum þessum og óskar einskis fremur en að lima þau inn í ríkið. En á þessu er nú hængur. f>ví að sambandið þýzka verður að eiga hlut að máli þessu og Austurríki; það er því hætt við, að það verði vafningssamt fyrir Prússa að ná löndunum. Ilitt mun síður í vændum samt, að hertog- inn fái þau óskerð og segja menn að tafl hans standi mjög tæpt hjá Bismark greifa og konungi. í hertoga- dæmunum þjóta ávörp fram og aptur, þjett og títt nær- fellt eins og sprengikúlur í fyrra»vor. Sum eru á handi hertogans, sum á Prússa, önnur á bandi Dana, en þau eru að eins frá Norður-Sljesvík, þar sem Danir búa. Hin hinnstu örlög þessara landa eru enn þá ó- ráðin, nema hvað menn gjöra sjer helzt í grun, að l’rússar muni hirða allt saman á hæfilegri tíð, og treysta þá Danir því, að þeir fái apt.ur Norður-Sljesvík góðlát- lega af hendi Prússa með þökk fyrir lánið. í öllu þessu máli liefir Bismark jarl teymt Austurrfki með sjernauð- ugt viljugt. Yar mesla vinátta milli beggja einvalda ríkja þessara, þangað til friðurinn var saminn við Dani og til þess kom, að ráðstafa skyldi hertogadæmunum. J>á hafa líklega farið að koma fram af hendi Prússa ýmsar kröfur, sem Austurríkisstjórn hefir ekki litizt á, því síðan hefir farið heldur kólnandi með þeim stórveld- unum og þykir sem til fáleika muni dregið með þeim um hríð. f>ó mun lítt bera á því ofan á, en undir niðri eru viðsjár miklar og dularfarir í brjefasendingum og ráðagjörðum. Menn segja, að Austurríki sje í óða- önn að vingast við Napóleon, og halda menn að það beri til, að Austurríki þykist ekki eiga eins ósjerplæginn vin í Prússum og óskandi væri fyrir annan eins krypp- ling ogþað ríki nú er orðið. Að því ganga svo mörg mein, að það mun varla eiga apturbata von að svo komnu, og verður samband þess við Prússa varla full- komin lækning fyrir það. Fjárhagur þess er vonlaus, innanlandsstjórn er siðlaus og rangsnúin, álögur og 81

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.