Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 5

Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 5
85 innar cinu, a5 mönnum væri heimilt að dæma og rita um bókina eins og þeim bezt líkaði. þessari tilkynn- ingu svaraði annað blað svo, að hún væri allskostar ó- þörf, því menn þyrftu ekki að fræðast um það, að ritið væri opinber eign alls heimsins og þar með dómaranna í ríki vísindanna, hvort sem keisarinn væri höfundur eður ekki; þegar hann kæmi fram sem rithöfundur, lægi það í augum uppi, að hann hefði jafnan rjett við hvern annan rithöfund, en engan meiri. Fyrst fengust rit- dómendurnir við formála keisarans, sem er langur og ritaður af mikilli snilli, en þó finnur hann ekki náð fyrir dómstóli sagnafræðinganna. Keisarinn heldur því fram, að Cæsar hafi verið kjörið verkfæri forsjónarinnar, eins og Iíarl mikli og Napóleon I. til að fullkomna það verk á fáum árum, sem annars hefði gengið heilar aldir til að leiða til lykta. f>essu svaraði eitthvert blað Frakka svo, að það væri rjett gagnstætt sannleikanum. J>ví þessir menn kæmu og eyddu því á fám árum, er starfsemi friðarins hefði komið áleiðis um margar aldir. þannig liefði Cæsar eytt og tortímt velgengni hinna saklausu þjóða í Gallíu, sem hann hefði fundið í blóma, en skilið við í ýtrustu eymd og örbyrgð, allar flakandi í sárum eptir rómverskar sverðseggjar. Eins hefði Karlamagnús farið með Saxana, öfluga þjóð og hrausta. Um Napó- leon skírskota þeir til sögunnar — því facta loquuntur. Menn álíta, að þetta rit keisarans muni vera ætlað til þess, að halda hliflskyldi fyrir því, að takmarkalaus ein- valdsstjórn — milli línanna má allt af lcsa samt þetta: þegar hún fellur i hendur á þeim, sem forsjónin hefir kjörið — sje hin bezta stjórnarskipun, eða að hann sje að rjettlæta stjórn sína, eins og hann ætlar að koma henni á laggirnar, áður en hann sálast. Yfir höfuð má segja, að ritið sæti ónáð allra mcnntaðra manna, er skyn bera á sögu Rómverja um það bil, er Cæsar lifði. Helzt amast inenn við því sökum þess, að það ber með sjer, að það sje skrifað í vissuni tilgangi, livort sem sannleiki sögunnar sjálfrar mæli þeim tilgangi mót eða með. En menn vænta margra góðra upplýsinga sjer í lagi um landaskipun og staða, þar sem Cæsar fór, því þangað hefir keisarinnsent duglega mælingamenn og fornfræðinga til aðbúatil myndir af bæjum og legi þeirra, og rannsaka fornmenjar þeirra, virkjarústir o. s. fr. |>að er þegar búið að þýða hið fyrsta bindi, sem út er komið á flest mál Norðurálfunnar. Innanlands er allt kyrt hjá Frökkum, og gengur hinn vanalega frakkneska viðsjárveg. Menn óttast keis- arann meira en þeir elska hann. Frakkar finna mjög vel, að þeir eiga að búa við harðstjórn bæði verzlega og andlega. Prentfrelsi, hugsunarfrelsi, fundarfrelsi, þetta eru allt orð með engri þýðingu í Frakklandi. Ef fleiri en tuttugu manns vilja safnast saman í húsi ein- staks manns, verða þeir að fá leyfi lögreglustjórnarinnar til þess; ella veður lögregluliðið inn og rekur gestina út. þarna er sýnishorn af hinu dýrðlega frelsi, sem Napóleon III. hefir gefið Frökkum. Napoleon keisari hefir nú misst tvo af hinum trygg- ustu vinum sínum, hvorn á fætur öðrum, Morquard skrif- ara sinn og greifa Morny, sem menn hafa fyrirsatt, að verið hafi hálfbróðir Nap. III., sammæðra við hann. þessum tveim mönnum átti Napóleon keisari mikið að þakka. Morquard var honum hinn dyggasti og þag- mælskasti fylgisveinn allt til dauða. Morny var einn hinna öruggustu og djörfustu aðstoðarmanna keisarans 2. desember 1851, er hann varpaði um koll stjórnar- skipun Frakka og frelsi þeirra. Morny var framan af auðmaður mikill, en er hann dó, var hann í ellcfu mill- ióna fr. skuld. Iíeisarinn hefir tekið að sjer að borga skuldir frænda síns. Frá Mexico, sem kostað hefir Napóleon og Frakk- land svo marga menn og svo mikið fje, er nú það að frjelta, að Maximilian keisari situr að völdum; en sess- inn er valtur, segja menn; þvi enn þá heldur Juares flokk uppi, og páfatrúarmenn, byskupar og prestar, hafa nú, að sögn, lagzt á eitt að æsa þjóðina gegn keisar- anum, og hafa nú gengið á band með Juares, gegn Maximilian keisara og verndara hans Napólconi III. |>á hefir það og frjetzt þaðan að vestan, að Frakkakeisari hafi fengið nokkur af skattlöndum keisara Maximilians í veð fyrir herkostnaðinum, og eigi skattar og tekjur af þeim að ganga til afborgunar hans, unz allt er greitt og goldið. En það er bágt að segja, hvað satt er og ósatt af frjettum þar vestan að, því það er sjeð um, að láta ekki of margar rauna- eða óhappanýjungar frá liði Frakka komast til Norðurálfunnar; því herferðir þeirra í Mexico hafa aldrei verið sjerstaklega þjóðhollar á Frakklandi, og ef þær skyldu enda í óhappi einu, þá má ætla á, að Frakkar óspekjast heima fyrir, og kenna keisara sínum um allt saman. Frá Englandi er fátt markvert tíðinda. þjóðin lifir við ávöxtu starfsemi sinnar og frelsis og blómgast ár frá ári, þrátt fyrir liinn mikla atvinnuhnekki, er hún hefir beðið í baðmullarhjeruðunum af aðílutningsleysi baðmullarinnar frá Yesturheimi. Skattana setur Glaðs- tone niður ár fra ári, og má það sæta undrum, þegar gætter að, að Krím-styrjöldin kostaði England lOOmill- iónir punda sterling, og hún er liðin hjá að eins fyrir tíu árum. En þó nú allt gangi þannig hinn glæsilega veg þjóðvelfarnanar og frelsis sem stendur, má þó varla fyrir sjá, hversu lengi hamingjan heldur verndarskildi yfir hinni atorkusömu þjóð. Aðalstyrkur Englendinga er hin mikla verzlun þeirra, og má svo segja, að hún sje lífæð velsældar þeirra. þegar verzlun þeirra því

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.