Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 3

Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 3
83 straumurinn vestan úr Pólen. Menn og konur, meyjar og yngismenn, fer nú allt hina sömu raunaför, því það þykir nú eini kosturinn fyrir hendi, lil að særa hina hraustu og veglyndu píslarvotta-þjóð til ólífls, að taka allt, er hönd festir á, alla Pólverja, og fleygja þeim nið- ur í hina skelfilegu eymd þessara volegu kólguheima. Hins vegar eru Pólverjar að berjast við að flýja land til fegri stöðva, Ítalíu, Frakklands, Englands, og er mest- ur fjöldi þeirra kominn saman í Frakklandi. Menn eru þar í vandræðum með að bjarga lífi hinna fósturjarðar- lausu flóttamanna. Fjárgjaflr koma að vísu úr öllum áttum, en fátæklingarþessir eru þegar orðnir of margir og fjölga þó daglega, svo til fullra vandræða horfir um framfærslu þeirra. það er ekki manna meðfæri, að lýsa allri þeirri eymd, sem gengið hefir og enn þá gengur yfir þessa ógæfusömu þjóð. Hún hefir nú barizt með hugrekki og berserksgangi örvæntingarinnar, gegn hin- um drápfúsa, siðlausa risa, Rússanum, í þrjú ár, og enn hafa hinar rússnesku morðingja-millíónir ekki fengið slitið lífið úr henni til fulls. En nú á að leggja smiðs- liöggið á hið mikla illvirki, því nú á að limalandið hið bráðasta inn í riki Rússans, og þannig má þá ælla að frelsi Pólverja verði að fullu og öllu jarðað í minni þeirra manna, er nú lifa. þetta er nú helzta orsökin til þess, að Pólverjar streyma svo þúsundum skiptir að heiman vestur á bóginn, með því þjóðin vill heldur hörfa undan og deyja, þar sem menn að minnsta kosti ekki hæðast að dauðakvölum þeirra, eins og harðsljórn- ar-varmennin í Siberiu gjöra. Hagur Pólverja er nú all-áþekkur Cerkasíumanna. Ilvortveggja þjóðin flýr land og óðul feðra sinna fyrir óbærilegu harðstjórnar- oki og grimmd rússneskra morðingja. Cerkasíumenn hafa llúið land sitt hundruðum þúsunda saman og feng- ið bólfestu í löndum Tyrkja austur við Svartahaf; en margar þúsundir kvenna, barna, öldunga og krypplinga hafa dáiðáleiðinni. Lönd þjóða þessara leggjast í auðn- ir, en Rússar lúrða lítt um þesskonar smáræði; stjórn- in stefnir ekki að þjóðlegum framförum, heldur að ram- bundnu einveldis-oki, sem ekkert fái steypt um koll. Meðan hermannastjórn Rússa fer þannig með þess- ar ógæfusömu þjóðir, er keisarinn að rýmka um frelsi bændastjettarinnar af mesta kappi. Allir bændur skulu leystir undan hinni illu ánauð, að vera bundnir við þá jörð, er þeir hafa fæðzt [á, og verða seldir með jörð- inni. Nú mega þeir vera frjálsir menn og kaupa jarðir sínar, ef þeir vilja. í þessu liggur fólgin mikil framför til frclsis fyrir Itússa á annan bóginn, en hins vegar verður þelta líka rótin til margra vandræða fyrir stjórn- ina og líklega að lokunum tilbyltinga og stjórnarróstna. Rændalýðurinn verður ckki iengi frjáls, áður en hann finnur til þess, að hann ber svo að segja ríkið á örm- um sjer, og fram af þeirri meðvitund spretta apturkröf- ur til hluttekningar í iöggjöf og skattaálögum og allt þar fram eptir götunum; því hjá Rússum verður gang- ur reynslunnar í þessu efni eflaust hinn sami eins og alstaðar annarstaðar. Árið sem leið hafa Rússar sölsað undir sig og lim- að inn í ríkið höfuðmikii lönd í Asíu, meginhlutann af Tartari, frá Aral-vatni austur að takmörkum Kína og suður að Tibet. þar gæta nú rússneskir lögreglumenn allra vega og hyggja Norðurálfumenn gott til að ferðast um lönd þessi nú, því áður hefir þar verið land næsta ótryggt til yfirferðar. Englendingum stendur hálfgjörð- ur stuggur af þessu landnámi Rússans þama austur og suður í nágrennið við sig; því þó þeir kunni sjálfir að skirrast við að fjandskapast við sig í Austurálfu, þá þykir þeim hitt allvíst, að Rússar muni ekki hlífast við að æsa hina Austrænu höfðingja til óróa, og þá heldur ekki skorast undan liðveizlu við þá, ef svo bæri undir og hagur væri í aðra hönd. Englendingum þykir því ráð að fara að hyggja betur að sjer á norðurtakmörkum hinna indverzku landa sinna, svo að þeir geti haft auga með Rússum, sem þeir telja óvin allrar menntunar og þjóðframfara. í september seinast, er leið, gjörðist merkilegur samningur milli Napóleons keisara og Yiktors Emanúels. Napóleon skyldi hafa flutt brottu á 2 árum setulið sitt frá Rómi, en Viktor flytja frá Túrín tii Florenze og gjöra þerma bæ að höfuðborg landsins um aldur og æfi, hann skyldi og draga talsvert úr herliði sínu um leið. Nú er Viktor íluttur og setuliðsflutningurinn byrjaður. |>að má nærri gcta, að samningur þessi hafi ekki átt hylli að sæta í Róm, þó var þaðan engum mótmælum hreyft gegn honum, og halda menn, að stjórn páfa hafi álitið hann eins og laus orð, er aldrei mundu koma til fram- kvæmda. Samt er það ekki ólíklegt, að þessi samning- ur hafi dregið páfann til þess að fara að hyggja að á- standi kirkjunnar nokkuð nákvæmar, eins ogjeg nú skal greina: það var skömmu fyrir jólin, að mig minnir, að smalinn í Róm varð að fara enn þá einu sinni af stað, að rölta fyrir kindurnar sínar. Hann var þá nokkuð betri af lieimakomunni en ella, og vildi því ekki láta tækifærið ónotað til að tölta fyrir strokgemsa kirkjunnar og lióa þeim saman. Hann hóaði á latínu, eins og vandL ertil, þegar smalarnir í Rómi hóa. Hann Ijet erkiár sinn Antonelli rita upp eptir sjer hið latínska hó til uppbygg- ingar fyrir kindurnar. |>egar allt það, er smalinn hafði hóað, var komið á bréf, varþar ekki annað að lesa, en latínskar skammir og amböguborin svigurmæli, Ijót og óþjál. Nú var skjalið sent til hinna smærri smala á aukabúunum; skyldu þeir fara út á heiðar og öræfi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.