Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 6

Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 6
\ 86 bíðurnokkurn töluverðan hnekki, þá yrði það hið sárasta mein þeirra. Nú er það sýnt og sannað, að fjöldi reyf- araskipa þeirra, er gjörð hafa verið út frá Suðurfylkjum Amerriku á hendur Norðanmönnum og verzlun þeirra, hafa verið smíðuð og útbúin í Englandi. Fyrir það hafa Norðanmenn þykkzt þunglega við Breta, og fara margar dylgjur um það, að þeir muni snúa sjer gegn Englend- ingum, þegar styrjöld þeirra sjálfra er lokið innanlands, sem nú virðist muni bráðum verða; því Norðanmenn hafa unnið hvern sigurinn á fætur öðrum og sunnan- menn látið síga undan hvervetna, í vetur. En enginn þjóð getur orðið verzlun Englendinga skæðari en Áme- rikumenn, ef til ófriðar kemur, og eru Englendingar sjálfir hræddir um, að að þessu kunni að reka,og gjöra blöð þeirra sjer mikið far um, að sefa ofsa og hatur fólksins. Times treystir því, að fyrir Amerikumönnum fari eins og öllum öðrum þjóðum er í styrjöldtim standi, að liermenn þeirra fyllist leiða á hryðjuverkunum eptirnokk- urn tíma, og að stjórn þeirra muni verða svo hyggin að láta staðar nema, þegar þeir hafi borið gæfu til að kúga Suðurfylkin. Times gýtur því og að Norðanmönn- um, að hafl þeim þótt verzlun sinni gjörður hnekkir af reyfurum Sunnanmanna, þá megi þeir vera vissir um að í staðinn fyrir livern einn af þeirra reyfurum, muni þeir fá hundrað frá sjer, sem ekki muni verða mýkri í horn að taka en t. a.m. hin alræmda Alabuma. Nú eru Eng- lendingar í óða önn að víggirða Canada á suðurlanda- mærunum, því þar búast þeir fyrst við frændum sínum, ef til stórræða kemur. I málstofum Breta hafa komið fram margar bitrarog æstarræður gegn norðanmönnum, en þeir Palmerston og Ilússel hafa eytt öllum áhrifum þeirra með mestu stilli og spekt, og er vonandi, að þeim takist að sigla svo milli skers og báru, að ekki verði full alvara úr æsingum þessum. — Á sumri því, er nú fer í hönd, er líklegt að skríði tilskarar meðNorðan-og Sunnanmönnum og þykir nú fáum efi á, að Sunnanmenn muni liggja undir að lokum. — Nú ern Englendir.gar að leggja frjettaþráð að nýju yfir Atlantshafið frá írlandi til Newfoundlands, og þykir nú eflaust, að hann muni duga. Ilann kemur í góðar þarfir, ef ófriður hefst með Englendingum og Vesturmönnum. Jeg er nú buinn að mæða yður á löngum pistli og þunnum og ætla jeg nú aðvægjayður og slá botninn í blaðið að sinni,mcð kærri kveðju tii allra kunningjanna. Yðar einlægur Eiríkur Mctgnússon. SVAR til H. Kr. Friðrikssonar, undirkennara við lærða skólann i Reykjavík. l>jer vilduð þá ekki, kennari góður! gjöra mjer það til geðs, að auglýsa þá klögun yðar í blöðunum, sem þjer hótuðuð mjer með í blaðinu þjóðólíi í haust eð var. Ástæðan eina, sem þjer færið fyrirþessu ersú, að Itlög- un yðar varði eigi almenning, því hrakyrði yðar met jeg eigi ástæðu fyrir öðru en því, hvernig þjer farið að verja málstað yðar i almenningsaugum. Nú, klögun yð- ar varðar eigi almenning. það segiðþjernú. Sleppum því, að þjer gátuð eigi sett ástæðuna einu sinni rjett fram. En hún var þannig: að jeg hefði eigi heimtingu á, að pjer auglýstuð hana í blöðunum. En hvort sem nú vera skal, þá þafið þjer sannarlega rangt fyrir yður. Látið nú svo lítið að sannfærast nm þetta. Svo er mál með vexti, að þjer hafið haft kindur í mörg ár. Neitið þjer því? í þessum kindum haflð þjer látið vera kláða, hvað eptir annað, ár eptir ár. Neitið þjer því? þessum kindum hafið þjer komið fyrir hjá bóndanum á Reynisvatni á sumrin, sem eigi hefir haft föng á að hirða þær betur en svo, að þær hafa gengið í leyfisleysibændanna í kring, um land þeirra, og fannst hrútur í fyrra, er þjer áttuð, í söfnum með kláða í Geld- inganesi, sem er eign Viðeyjareiganda m. fi. Neitið þjer þvi? Já seinast á að minnast, risu bændur í Mosfells- sveit í sumar, er kláði var í kindum yðar, enn á ný upp, og heimtuðu þær reknar úr sveitinni. Neitið þjer því? }>jer tregðuðust og trássuðust, eins og yðar var von, þangað til sýslumaður skarst í að hóta yður hörðu. Neitið þjer því ? Kindur yðar voru síðan flæmdar niður í Reykja- víkur- eða Laugarnesland, af þessum áslæðum. Neitið þjer því? Síðan voru þær baðaðar, oglátnar svo síðan fara á sínar gömlu slöðvar Mosfellssveit, áður en sá tími var umliðinn frá baðinu, sem allir lækningamenn og þar á meðal sjálfir hinir konunglegu erindsrekar, al- þingi, o. s. frv., álíta að líða þurfi til þess, að veikt fje verði grunlaust fyrir kláða, þó baðað sje. Neitið þjer því? þjer gjörðnð heldur ekki neina ráðstöfun eður settnð trygging fyrir því fremur en áður, að þetta fje yðar, sem þannig var kláðagrunað, eigi kæmi inn á Iand ann- ara, eður innan um fjc annara, nje heldur fenguð leyfi þeirra. Neitið þjer því? f>ess vegna rákuð þjer enn á ný sumarið 1863 kláðagrunað fje inn á þær stöðvar, þar sem það heimildarlaust gat gengið innan um fje annara, og gjört þeim óákveðið eignartjón. Neilið þjer því? Já, meira að segja, kennari góður! Enn þá á meðan fje yðar þannig var þarna kláðagrunað, þá setjið þjer í blöðin yfirlýsingu um pað, að pjer sjeuð óvœnt- anlegur að farga kindum yðar! Neitið þjer því? þjer lofið heldur eigi um leið hvorki að sjá um það fram- vegis, að kindum yðar skuli haldið út af fyrir sig í varð- haldi, nje heldur bót og betrun, að þjer skulið bæta úr trassaskap yðar með lækningarnar. Neilið þjer því? Auglýsing yðar gefur því hverjum manni að skilja, að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.