Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 4

Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 4
84 kirkjunnar með skjalið með sjer og hóa Iíka sem Píus hafði hóað, svo að kindurnar mættu hrökkva við og renna heim á stöðul hinnar sáluhjálplegu kirkju, og heim í haglendin, þar sem heilsusamlegir ávextir brevi- arii Romani spretta í skjóli við skriptastóla smalanna, þar sem allt illgresi »ritninganna«, hinnar nýju mennt- unar og írelsis, er upprætt, þar sem engin lög gilda, nema lög hinnar blindu barnahlýðni við heilagt hó smalanna. Aðaltilgangur smalamennskunnar var því eins og endrarnær, þegar smalar þessir fara af stað, að æsa þjóðir gegn stjóruöndum, bannfæra allar nýjar hugsanir og hugsunarfrelsi, framfarir og menntun. En nú er öldin önnur, en eitt sinn var hún; því svo að segja al- staðar stóðu kindurnar framan í hinum grenjanda Guðs- jarli og hrukku hvergi undan. í Ítaiíu var hlegið að gamalmenninu, í I’rakklandi var hlegið, í Englandi var hiegið, i þýzkalandi var hlegið — alstaðar hefir verið hlegið að fausknum, öskrandi latínskar bölbænir og ragn frá grafarbakkanum. Sumstaðar hefir þó gamninu fylgt alvara, einkum í Frakklandi og á Ítalíu, þar sem skjal- skömmin fór of langt og tók fram fyrir hendur stjórn- andanna. {>ar var byskupum fyrirboðið að birta annað eða meira úr hinu heilaga skammabrjefi en það, er vel gæti staðizt með landslögum og rétti páfa og byskupa til umburðarbrjefa-birtingar. Ut úr þessu spunnust bæði á Frakklandi og Ítalíu deilur milli smalamanna páfans, biskupanna og stjórnandanna, en páfans menn hafa hver vetna farið halloka fyrir lögum og rjetti. Stúdentarnir við háskólann í Pavía f Ítalíu höfðu engin önnur umsvif við, þegar skjalið kom til þeirra, en að þeir brendu það og ljetu þar við sitja. Yfir höfuð hefir skjalið tæplega áorkað annað, en að eyða trausti og trú manna á páfanum og ráðgjafa hans Antonelli, sem er almennt fyrirlitinn fyrir sakir stefnu sinnar og breytni. ítalir sjálfir segja, að hapn sé fjegjarnastur allra manna í Róm og óvandlát- astur að vali meðalanna til að koma sínu fram. En tii- gangurinn helgar meðalið: kirkjunni ríður á, að Anto- nelli sje auðugur; hvernig Antonelli verður það, það skiptir engu. það þarf varla að ieiða getur að því, að skapanornir hinnar pápisku kirkju sjeu farnar að gretta sig nú orðið; ef þær eru ekki farnar að syngja »líksöng kirkjunnar«, þá er þóóhætt að segja svo mikið, að þær sjeu farnar að raula ólundarkviður yfir hinni fornu, hrör- legu byggingu. þeim væri líka sannarlega virðandi til vorkunar, aumingja nornunum, þótt þær fylltust óiundar af því að horfa á gamlan mann, hruman af heimakomu og teymdan af Antonelli út í hvert ráðleysið á fætur öðru, síblótandi á latínu því, sem allur heimurinn segir að sje gott, fagurt og satt. jþað þarf meiri stilling en búizt verður við af nornum, til þess að gefa ekki að minnsta kosti bendingar um, að slíkur ófagnaður muni enda í sinni eigin eyðingu að lokum. Nú þegar vernd- arlið keisarans fer burtu frá Rómi, verður sá einn kostur fyrir hendi, að Páfinn fái sjer hermenn sjálfur, og haldi þá á sinn kostnað, eins og hver annar jarð- neskur höfðingi; svo að menn fá, ef til vill, enn einu sinni að heyra fróðlegar sögur af hinni »heilögu lykil- merktu fylkingu« byskupsins í Rómi. En hjer er nú dálítill hængur á, því fjárhagur hins »heilaga« er ekki gleðilegur. {>að er verið að betla út um alla jarðarinn- ar kringlu skilding og skilding handa honum, og margt hrýtr nú reyndar að frá meðaumkunarsömum buddum, en hvað segir það? »Heilagleikinn« er skuldunum vaíi- inn, og ekki veit, nær hans banlci fellur í rot og andar út hinum síðasta Pjetursskildingi, og hvað skai þá til varnar verða sóma heilagleikans? {>að er alkunnugt, að margar tilraunir hafa verið gjörðar til að sætta páfann við stjórn Viktors Emanúels, og hafa Frakkar átt þar hinn bezta hlut að máli, en páfinn hefir allt af svarað non possumus (jeg get það ekki). þegar nú Frakkar voru uppgefnir, tók Rússel jarl sig til í fyrra haust, og fór að leita hófanna hjá hans heilagleika, um að reyna, hvort hann ekki ætti ann- að orð í eigu sinni en þetta non possumus. Jarl Russel bauð jarli Iírists að fara frá Rómi alveg, og setjast að á Malta. {>að má nú nærri geta, hvernig þessu var tekið í Rómi. Að fara tiEMaltal þessarar Grímseyjar Miðjarðarhafsins! Nei, ónei, Iírists-jarlinn þakkaði kær- lega fyrir að vera skikkaður í Grímsey, og fylltist hei- lögum þjósti fyrir boðið við jarl Rússel. þannig er hinn heilagi Iíristr jari enn þá óskikkaður í Grímsey og ó- sáttur við Viktor konung; þann þrumir að tarna og raular non possumus, en Viktor færist nær og nær hon- um að líkamans návistum, og að því skapi færast sauðir Og hjarðir hans fjær og fjær honum að andlegurn ná- vistum, því fjölda þeirra finnst það eðlilegt, að kærleik- ans höfðingi sýni það í verkinu, að hann sje gagntckinn af kærleiksfullum anda sáttgirni og bróðernis, en hinum heilaga finnst það ekki, og þar við situr. Nú eru þau Etna á Sikiley og Vesúvíus á Neapel að gjósa. Af gosi Etnu hefir hlotizt mesta tjón, og ein frjettin sagði um daginn, að heilt þorp hefði sokkið í eldflóðið. Ekki vænti jeg Hekla fylgi með í ár? Frá Frakklandi er hið merkasta að frétta nú, að keisarinn hefir gefið út fyrsta bindi af riti sínu tiiií Cæ- sar. {>að kom út sama daginn á frakknesku í París, á ensku í London ogá{>ýzku í Wien. Eptirvænting allra, er læsir voru, var mikil, og nú er blaðaheimurinn í mesta kappi að svala sjer á hinu keisaralega riti, en dómarnir eru bæði nokkuð sundurleitir og misjafnlega harðir. Frökkum líkar það ekki. Ritdómarnir hófust þar um það Ieyti að út kom tilkynning í blaði stjórnar-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.