Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 8

Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 8
88 I brjef það, sem komið er fyrir almennings sjónir, sje of háfleygt fyrir yður, stefni að því, að reisa það þinghús á þingvelli, þar sem aiþingi skyldi framvegis haldið og svo framvegis. (Niðurl. síðar). Til jómfrú SIGRÍÐAR PJETURSDÓTTUR SÍVERTSENS í Reykjavík, 16. marz 1864. 1. Fremur venju, barnið munarblíða, brosið leikur nú á vörum þér; seg mjer, Ijúfa, hvað á það að þýða? þetta sjálfsagt tyllidagur er. Já nú skil jeg skart og nýja kjólinn, skæran gleðisvip og jólabrag: Yngismeyjar svásleg himinsólin signar einmitt nýjan burðardag. 2. Gleð þig barn, því enn þá æskustundin unaðsdraumi svæfir hverja þraut. Gleð þig barn, því Ijett er enn þá lundin, liljum tómum enn er stráð þín braut. Enn við hlið þjer englar bjartir standa, æskuverðir, sem þinn styðja fót; vert því örugg! enn má hvergi granda æsku þinni heimsins svell og grjót. 3. Guð þjer blessi gleðistundu þína, góða barn, og hvert þitt æflstig, náðargeisla nýja láli sína nýjan ársdag leiptra kringum þig. Blómadrottning allra ýngissnóta ertu og vertu, fagra Sigga mín, guð þig láti gæfu alla hljóta, góð og mörg þá verða árin þín I Matthias Jochumsson, Gunnar Gunnarsson og Jónas Björnsson óskum okkar elskulegu vinstúlku til heilla og hamingju á þessum liennar afmælisdegi með þessu litla kvæði. — Póstskipið Arcturus kom hingað til Reykjavíkur 22. f. m. — Af nafnkendum mönnum ytra, sem lesendur vorir helzt þekkja, hafa dáið í vetur konferenzráð Rafn, pro- fessor R. Keyser i Kristjaníu, og stórkaupmennirnir P. C. Knudtzon og Carl Fr. Siemsen. — Abraham Líncoln forseti Bandafylkjanna (Norður- fylkjanna) var kosinn aptur til 4 ára. GJAFIR TIL þlNGVALLAIIUSSINS. 1. Sýslumaður J. {>. Thoroddsen á Leirá lofar 50 rd., sem sjeu til, þegar farið er að byggja húsið...................... . . . 2. Bóndi Guðmundur Guðmundsson á Leirár- görðum............................. 3. Einar bóndi Gunnlaugsson á Læk . 4. Sigurður bóndi Böðvarsson á Melkoti 5. Ilreppstjóri G. Isaksson á Skarðskoti 6. Jón bóndi þorvaldsson á Skarði . . 7. Ilinrik bóndi Gíslason á Steinsholti 8. Magnús bóndi Ólafsson á Efraskarði 9. Baldór yngismaður Jónsson á Leirárgörðn 10. Guðmundur prestur Bjarnason á Melum 11. Sniðkari þórður Sigurðsson á Fiskilæk 12. Bóndi Jörundur þorsteinsson á Melaleiti 13. Jón bóndi Gíslason á Súlunesi . . . 14. Hallgrímur bóndi Bakkmann á Narfastöðum 15. Sigurður bóndi Jónsson á Lambhaga 16. Jón bóndi Haldórsson á Leirárgörðum 17. Ásgeir silfursmiður Möller á Geldingaá 18. Herra P. F. Sivertsen bóndi í Ilöfn 19. Ólafur bóndi Ólafsson á Súlunesi . m rd. sk. 50 » 2 . 1 . 1 » 1 • 1 » 1 » 1 » 48 2 1 1 1 1 1 1 1 2 48 Melnm ð. april 1865. G. Bjarnason. er 70 « AUGLÝSINGAR. — þar eð þessi 4. árg. íslendings er því nær al- prentaður og sendur kaupöndunum, þa eru það okkar vinsamleg tilmæli, að þeir, sem eiga enn óborgaðan þenna árg., greiði andvirði hans við fyrsta tækifæri til hlutaðeiganda. Útgefendurnir. Af þvi enn þá eru margir á íslandi og í Iíaup- mannahöfn, sem enn þá eiga ógoldið andvirði fyrir 1. 2.og3.árg. íslendings, þá eru það mín vinsamleg tilmæli til þeirra, að þeir greiði þessa peninga til undirskrifaðs, fyrir útgöngu septembermánaðar þ. árs, því að öðrum kosti neyðast hlutaðeigendur til, að krefjast þessa á annan hátt. Keykjavík, 29. dag aprílmánatiar 1865. E. Þórðarson. Útgefendur og ábyrgðarmenn: Benidikt Sveinsson, Jón Pjetursson, Jón Þórðarson Thoroddsen. PreataW í prentsmflbju íslands, 1865. Einar jiórtarsou.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.