Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 7

Íslendingur - 02.05.1865, Blaðsíða 7
87 þjer ætlið að halda áfram með yðar gamla banvæna lækningakák, að minnsta kosti ef svo verkast vilji. Neitið þjer því? Nú liggur Elliðavatnsland, sem jeg á kring- um 250 fjár í, eins og þjer megið vita úr landalýsingu yðar, rjett við Reynisvatnsland, svo ekkert hindrarsam- göngur þar á milli nema lítill lækur. Neitið þjer því? f>að vita og allir, að fje á svæðinu fyrir sunnan Elliða- ár og norðan sækir saman á víxl sumar og vetur, og ein af jörðunum við árnar, konungsjörðin Hólmur, á bæði land fyrir sunnan þær og norðan, sem jöfnum höndum ernotað fyrir búsmala sumar og vetur, og þessarajarða land liggur beinlínis að Reynisvatnslandi, án þess annað bil sje á milli en merkjalína ein. Neitið þjer því? |>að var þannig viðbúið, að fje yðar fyrir milligöngu annara fjár sýkti fje mitt á mínu landi, þó það aldrei nema kæml þar eigi sjálft, og eins lá það við borð, að fje mitt, ef það sýktist af yðar fje á mínu landi, ílytti sýk- ina í fje granna minna. Neitið þjer þvi? Yðar kláða- grunaða fje vofði þannig bæði yfir mínu og annara fje, og það á svo ótakmörkuðu svæði, eins og fjársamgöng- urnar hingað til hafa reynzt á íslandi, hvort sem kláða- kinduryðar hafa átt í hlut eður annara. Neitið þjer því? Að svo vöxnu máli hafði jeg og hefi framvegis fyllsta »Præventionsrjett« móti fje yðar, eins og annara, að minnsta kosti á mínu landi, eins og líka aðrir höfðu og hafa Præventionsrjett á móli minu fje undir sömu laga- skilyrðuin. Neitið þjer því? Auglýsing yðar í blöðun- um gjörir þetta mál þar að auki í hæsta máta almenn- menningsmálefni. Neitið þjer því? Enda hefir, held jeg, engum nema yður þótt kláðamálið að eins einka- mál. Neitið þjer því? f>enna Præventionsrjett, sem þjer þannig meðblaða- auglýsingu yðar sjálfur gjörðuð að blaðamálefni, gat jeg nú eigi misst, fremur en önnur einkarjettindi, þó jeg væri, fyrir guðs og konungsins náð, en eigi yðar, yfir- dómari. Neitið þjer því? Eigi heldur gat jeg fyrir þá sök misst rjett minn til að lýsa því opinberlega yfir, að jeg þættist hafa lög til að verja þau rjettindi, sem þjer opinberlega þó óbeinlínis hótuðuð mjer sem öðrum tjóni og skaða á, með hinum kláðagrunuðu kindum yðar. Neitið þjerþví? — Út fyrir þessi takmörk gekk nú ekki auglýsing mín i íslendingi. Neitið þjer því? f>jer vitið þó, hvað Præventionsrjettur er, skilyrði hans takmörk og afleiðingar, hvort sem um land eður sauðfje er að ræða. Neitið þjer því? f>að sæti þó illa á undirkennara við lærðan skóla, að skopast opinberlega í blöðum að yfir- dómara landsins fyrir það, sem hann sjálfur eigi þekkir, og honum getur aldrei borið um að dæma, hvorki í sín- um málum nje annara. Neitið þjer því? En, kennari góður? Ilafið þjer gjört mjer opinber- berlega rangt með því, eður gefið mjer opinberlega rjett til þess, að heimta af hinu opinbera Prevention gegn kindum yðar, og hafijeg ekki gengið út fyrir þenna rjett minn, þá hafið þjer bætt gráu ofan á svart með því, að hóta mjer opinberlega í blöðum klögun tii ráðgjafa- stjórnarinnar, sem þetta mál aldrei gat heyrt undir, nema þjer bæruð upp á mig rangar sakir, og úr því þjer nú lýstuð því yfir í blöðunum, að þetta væri ætlan yðar, átti jeg fyllsta rjett á að heimta, að almenningur mætti eins sjá, að klögun yðar væri annaðhvort röng, eða ranglát, nema hvorttveggja væri. Neitið þjer því? En merkilegast er það, að þjer, sem voruð svo lengi með mjer í kláðanefndinni góðu, sem öll var á því máli, að trassaskapur í lækningunum hlyti að verða banaspjót þeirra hjer á landi fyr eður síðar, að þjer, segi jeg, skulið nú eptir 4—5 ár sjálfur enn hafa kláða- grunað fje, en merkilegast er þó, að þjer skulið Maga mig fyrir það, að mjer finnist þungt um, að þola sak- laus skaða og hættu af fje míns góða og gamla em- bættisbróðurl! f>essu játið þjer þó? f>ó að jeg nú fái brígzl hjá yður um bernsku og heimsku út úr öllu þessu, skal mjer aldrei verða það á að jeg verði það barn, að tína slíka auðvirðilega titlinga- skíti« til stjórnarinnar, sem þetta, er fornmenn kölluðu róg; eður sá heimskingi, að jeg hugsi mjer að vinna hylli hennar með slíku; miklu fremur vildi jeg gefa stjórninni bendingu um það, að lækningareglan getur ómögulega staðizt með öðru eins háttalagi og þjer hafið við haft með kláðafje yðar, og það má miklu muna, hvort þjer látið fje manna, rnínú og annara, vera hættu búna af því í mörg ár, æ ofan í æ, eða þjer með hroka, ofstopa ogklögunum ætlið að drepa niður þeirri lagavernd, sem jeg, eigi síður en aðrir, hefi móti slíku skeytingarleysi fyrir rjettindum manna; enda spái jeg því, að eigi liði á löngu, áður stjórnin, eigi síður en íslendingar, sjái, að öll ráð yðar í kláðamálinu eru Lokaráð, þó þjer aldrei verðið nema nógu harðsnúinn að leggja við tækifæri 24 röng nei eða fleiri undir tungurætur aldavinar yðar þjóðólfs1. Enn þá er nú enn eitt orð um Þingvalla-Slcýlis- nefndina. f>jer hafið enn fremur, herra kennari! sett langa romsu frá yður í þjóðólf 10. þ. m. um, hvernig á því standi, 1. að þjer hafið eigi staðið undir boðsbrjefinu, 2. að þjerhafið verið rekinn úr nefndinni, og 3. að boðs- 1) Meí) póstskipinn, eptir aíi þessi grein var samin, íjekk jeg frá ráíigjat’amim í Danmúrku klúgnu þá, sem hjer rteþir nm, og reyndist hann mjer uáþugri cn skólakcnnárinn. í næstá blabi Is- lendings vona jeg, aí) jeg geti látit) þessa kennaralegu klögun til stjáruarinnar um fjárklábamáiib, kuma fyrir almenningssjónir á ís- lenzkri tungu, og mnni þá birtu slá yflr land og landa kennarans.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.