Norðanfari - 09.04.1873, Blaðsíða 8
tekir sem enga þræla hafa, og lifa margir scm liálf vilt-
ir, og hafa ei menningu til að afla sjer annars en þess
allra nauðsynlegasta til lífsins viður halds.
Iijer næst vii jeg því minnast á Norðurálfu menn,
sem flutt hal'a hirigað og búsett sig hjer, þeir búa flestir
hjer í nánd við bæinn og í honum; mjer hefur verið
sagt af einum manni, sem var við að taka manntal, að
lijer í Curitiba, það er að segja í bænurn og í kringum
hann, hafi verið við byrjun þessa árs 1550 fjölskyldur
búsettar, og hafa þeir flestir komið liingað á síðustu 10
árum, (það eru flest þjóðverjar) þeir koma að kalla allir
bláfátækir, og er það því auðskilið, að eríitt muni vera
fyrir þá að hafa sig áfram, einkum ef þeir hafa mörg
ung börn; en þjóðverjar eru yflr höfuð duglegt og fyrir-
hyggjusamt fólk, og líður það því sjaldan á löngu að þeir
komi ár sinni allvel fyrir borð; fyrst þá þeir koma út-
vega þeir sjer einhvern ódýran bústað fyrir fjölskylduna,
og ganga strax í vinnu, við vegagjörðir eða hverja arð-
saina vinnu er hann getur fyrst fengið, konan og börn-
in gjöra og svo hvað þau geta með að vera sjer úti um
einhverja atvinnu, (það er að segja ef börnin eru svo
stálpuð), og lifa svo sparsamlega sem auðið er; eptir að
halá dregið saman nokkurt fje, tekur hann land, byggir
sjer þar á lítinn kofa til bráðabyrgðar, umgirðir landið
éður nokkurt stykki af því, fellir skóg og brennir ef stór-
skógur er, síðan verður plantað helzt jarðepli, mais,
svartar baunir, ýmsar kál- og róu tegundir. þá þelta er
gjört fer bóndinn að vinna aptur til að útvega peninga,
en konan með börnunum sjer um að halda landinu hreinu
fyrir ógresi. og skorkvikindum, sem gjöru skaða plöntun-
um; það eru helzt maurar og svo líka nokkurskonar jarð-
maökar sem þar að eyðileggja. svo þeir eigi gjöri skaða,
svo fljótt sem maður nú heíir sparað saman svo mikið
fje að það nægí til að kaupa fyrir eina kú eður fleiri
gjörir hann það. þegar nú fæst mjóik og svo uppsker-
an af landinu Ijettir það strax stórum undir með matar-
kaupin, og hafl hann mjólk eða annað til að selja fær
hann það hjer í bænum vel borgað. JJænsni og svín út-
vegar hann sjer nú það fyrsta auðið er, og svo kemur
hvað af öðru. þegar trjáræturnar eru fúnar eður upp-
rættar úr landinu, verður það plægt og þá sáð rúg.
Hveiti og ertum sá menn hjer og svo, en þó eigi til
muna, rúgur er því höfuð produkt þýzkra nýlendumanna
hjer og þar næst jarðeplin, þetta gefur hvorttveggja góð-
an arð. Rúgur »Alqueran, sem er hjer um bil ^ danskr-
ar tunnu kostar 5 tit 6 milreis, (sem er nokkurn-
veginn sama og 5 til 6 rd.,) allt svo tunnan 15 til 18
rikisdali danska; jarðepli Alqueran 3 til 4 milreis,
allt svo tunnan af þeim 9 til 12 rd. danska. Vanaleg-
asta rúguppskeran er 16 til 20 föld og af jarðeplunum
það sama. Eptir rúguppskeruna vex svo mikið gras á
ökrunum á hjer um bil tveggja mánaða tíma , að jeg
hygg að íslendingar væru ánigðir ef tún þeirra væri ætíð
svo grösug. þetta gras verður slegið og þurkað, og það
hey sem bændur eigi þurfa sjálflr fyrir fjenað sinn selja
þeir hjer irin til bæarins fyrir gott verð. Nokkrir iiafa
sagt rnjer að þetta hey væri opt jafnmikils virði sem heila
rúg uppskeran.
þeir ofanefndu þýzku bændur búa hjer á leigulönd-
úm, sem liggja iijer í kringum bæinn Curitiba og til-
heyra honum, og verða því eigi seld, heldur leigð og
borgast árlega af flmm »Morgen« 3 milr. og þegar mað-
irr tekur landið, þarf maður að borga fyrir afmæling og
pappíra hjer um bil 12 milr., í fyrstu fær hver og einn
bara 5 morgen en þá það er inngirt og ræktað getur
maður fengið aðra 5 til, og svo hvað af öðru ef land er
tiláfastvið. þeirflestu hafanútíutii tuttugu Morgen oger
það allt of lítið til að geta stundað nokkurn verulegán
landbúnað. þar fyrir þurfa þeir flestu að liafa meðfram
einhverja aðra atvinnu. Margir hafa því vagna og
hesta, sem þeir aka með til Antonina og flytja þar á hjeð-
an stampaö eður malið matte frá mattemillnunum lijer.
og neðan aptur hingað flytja þeir höndlunarvörur fyrir
kaupmennina. Með þessum flutningum forþjena bændur
opt vet. Yfir höfuð að segja eru flestir þeir sem búnir
eru að vera hjer í fleiri ár í góðum kringumstæðum.
Fyrir hjerumbil einu ári síðan var stofnuð hjer ein
Jftil nýlenda hjerumbil tveggja mílna veg frábænum,það
Jand keypti stjórnin af Brasihonum og úthlutaði til ný-
lendumanna, og fjekk þar hver 40 morgen með tjögra
ára borgunarfresti fyrir 258 milris (þ. e. hjerumbil
263 rd.). þetta larid er sjerlega gott, allt skógi vaxið og
margt af góðum trjám. Danskir, sænskir og enskir
eru byrjaðir að flytja hingað þessi síðustu ár, og eru þeir
á strjálingi meðal þjóðverja og sumir meðal Brasilíana;
en þessara þjóða innfluLningar munu fara í vöxt, lielzt Oo
einkum óí innan skamms verðúr byrjað á að leggjajáfú'
brautina miklu, sem í ráðagjörð er, nefnilega frá AntO'
nina hingað og svo lijeðan til fylkisins Mattogrosso; þa-
er enskt fjelag sem framkvæma vill þetta, og er þegaf
verið að mæla út og stinga af línu þá sem brautin skal
leggjast eptir hjeðan til Mattogrosso, og frá Antoni11*
hingað er þegar útmælt og afstungin.
þá er nú að geta um daglaun hjer, sem er fyrir eina
vanalagan erfiðismann 1—\\ milris (þ. e. 1 rd. — 1 rd.
y 48 sk.) og við akkords vinnu geta menn opt innunni®
sjer meira ef það eru hraustir og duglegir menn; m1
er þess og að geta, að menn hindrast all opt frá að geta
unnið fyrir rigningum, einkum um sumartímann íjanúaf
og febrúar; því í þessum mánuðum hagar veðurlagi svo
að á morgnana er optast fagurt veður, en um og eptif
miðjan daginngjörir þrumuveður og steipirigningu, en þetts
gjörir mikið til að hitinn ei verður tilfmnanlegur, hanú
er nefnilega þegar allra heitast er 20 til 24° R. í skugga>
jafnaðarlegast er hann 15 til 20, svo sem nú um þetta
leyti eður í september, október og nóvember, og aptuf
í marz, apríl og maí; um vetrarmánuðina júní, júlí og
ágúst 10 til 15°, og þegar allra kaldast verður stíg»r
hitamælir niður í frostpunkt, og fyrir kemur líka2 til4°
frost. en það er bara snemma á morgnana , og er þa
jörðin hvít af hjelu og ís ávatni því sem í laiitnm stend-
ur eður litlum stöðnpolium. I fyrravetur sá jeg hjer i
fyrsta sinn snjó, það var einungis einn eptirmiðdag senx
snjóaði og festi þá um kvöldið með fram húsaveggjuffl
og girðingum, um nóttina birli upp með sunnan frost'
vindi og var þó altaks kuldi um morguninn , nefnilegs
4° frost.
lJjer næst vil jeg minnast lítið eitt á verðlag ágrip-
um og öðrum fjenaði. Mjólkurkýr kostar lijer í kring'
um Curitiba 40—60 milris, hestar hjerumbil það sama
og þar yflr, göðir reiðhestar kosta opt 100-—200 mil->
feit svín til slátrunar 40—60 mil., ein sauðkind 4—d
mil., og geit hjerum bil það sama, hænsn fullorðin 1
mil. o. s. frv.
Menntun þjóðarinnar Iijer befur verið og er á flestuin
stöðum á lágri tröppu, en þó er það nú að vona að
þetta fari bráðum batnandi, að minnsta kosti hjá þeim
sem búa í stöðunuin, því verið er nú að stofna skóla á
ýmsum stöðum í keisaradæminu, til menntunar fólkinti
í mörgum vísindagreinum. Barnaskólar hafa verið að
undanförn í hverjum stað fleiri og færri eptir stærð stað-
anna, en þar í verður nú einungis kennt að lesa, skrifa
og reikna. Meðal bændanna eru eigi margir sem kunna að
lesa eður skrifa þvi síður nokkuð annað hvað menntun á-
hrærir. f>eir álíta sig hólpna og lukkulega fyrir þetta og
annað líf, ef þeir hafa í húsum sínum nóg af helgurn
myndum og líkneskjum, hverjum þeir eigi heldur gleyma
að gjöra alla virðing og tilbeiðslu þvi þeir eru þeim allt
í öllu, og ef þeir vilja hafa einhverjar óskir uppfylltar,
biðja þeir þessa húsguði sína og heita á þá gjöfum eð-
ur að halda þeim hátíð. og þá er nú eigi að tvíla að
þeir fái bænheyrsln. það er hörmulegt að vita hvað fólk
hjer er vilt og óupplýst í trúarbrögðunum , og vil jeg
þessu til sönnunar geta um einungis eitt atriði, sem er
það, að prótistantar þeir sern andast, verða eigi jarðsett-
ir í katólskum kirkjugarði, á þeim stöðum sem engina
prótistantiskur kirkjugarður er, verða þeir jarðaðir utan-
garðs, og fyrir hefir komið, að prestar eður byskupar
hafa látið grafa upp lík þeirra, ef þeir í ógáti eður fyr-
ir ókunnugleik höfðu verið jarðaðir i kirkjugarði , og
grafa þá utangarðs, en hvað merkilegt það er að prest-
ar eigi hafa á móti að fólk af báðum trúarflokkunum
giptist saman, en þetta kemur náttúrlega fyrir, því þar
af hafa þeir hag, því fyrir utan þá vanaborgun sem prest-
ar fá fyrir giptingu, þurfa prótistantar að gefa honum
20 milr. í staðin fyrir að fram vísa katólsku skírnarattesti.
Brasilíanar eru yfir höfuð að tala viðfeldnir, hjálp-
samir og gestrisnir, einkum við þá sem eru glaðværir
og viðfeldnir í viðmóti við þá. þjóðverjar eru og svo yfh’
höfuð viðfeldnir menn, en hvað hjálpsemi og gestrisni
snertir, eru þeir eigi svo fljótir á sjer við þá sem þeir
eigi þekkja.
Jeg álít ekki vert fyrir mig að fara fleiri orðum um
þettað hjer að ofan skrifaða, því ef jeg skyldi skrifa
greinilega um allt, svo þið gætuð fengið rjetta hugmynd
um hvað eina, þá yrði það meira mál enn svo, að því
yrði komið í eitt brjef, jeg vona og svo, að þeir sem
trúa á annað borð því sem jeg skrifa hjeðan, láti sjer
nægja með það sein komið er, og svo þann viðbætir, að
jeg álít það enga áhættu fyrir bændafólk eður hand-