Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 4
4 Þess vegna, kristinn maður, þó aðrir vilji hrífa þig með sér út í stríð og ófrið, þá haf ráð Salómons og fylg þeim ekki, og gættu þess ætíð, hvernig sem á- stendur, að hvergi vinnur þú frægri sigur, en undir merkjum friðarins. Gættu þess ætíð, þegar lítilfjörleg- ur liagnaður knýr þig til að rjúfa frið og sátt, að þó þú ættir öll auðæfi, allt sylfur og gull heirnsins, fer þú þó innan skamms nakinn úr heiminum, eins og þú komst í hann, og flytur ekkert í burtu með þér af öllu því, sem þú ert hér að kifa og þrátta um. Þú veizt ekki nema til þín verði sagt, mitt í því þú gengur sem bezt fram undir merkjum ófriðarins: "Þú fávís maður, á þessari nóltu skal sála þín verða krafin af þér». IMðu því ráð postulans Páls, »ef mögulegt er«, segir hann, »þá liafið frið við alla menn, að svo miklu leyti sem í yðar valdi stendur. Hefnið yðar ekki sjálfir; gefið ekki rúm reiðinni, því mín er hefnd.in, eg skal endurgjalda, segir Drottinn; þess vegna, ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að ela; ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, en yfirvinn hið illa með góðu». Guð er Guð friðarins. Hann heflr ritað lögmál friðarins í samvizkur vorar og hjörlu. Hann sendi sinn eingetinn son í heiminn til að boða oss orð friðarins, því hann vildi ekki að vér fyrirfærumst, heldur hefðum eilíft líf. Vér erum skapaðir eptir Guðs mynd, og eig- um því að endurnýjast til þekkingar og fullkomnunar eptir þess mynd, sem oss hefir skapað. í þessari Guðs mynd er tign mannsins fólgin, og það er einúngis vegua hennar, að vér getum talið oss i ætt við Guð. l’essari Guðs mynd megum vór ekki sleppa, heldur halda henni sem kostgæfilegast, og ástunda, að verða

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.