Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 10
10 nokkur, sem aldrei hafði heyrt nefndan frelsara og vissi jafnvel ekki að hann þyrfti frelsara við. tessi vesalings maður hlýddi á með eptirtekt, og af þessari prédikun varð hann sannfœrður um synd sína fyrir Guði, en hann skildi ekki hver frelsisvegurinn væri. Þegar trúarboðinn var fariun á burtu, varð mað- urinn áhyggjufullur mjög um sálu sína. Ilann fann til synda sinna, eins og þúngrar byrði, og liann þekkli ekki þessi hin fögru orð Jesú: «Komið til mín allir, sem erviði og þunga eruð þjáðir, eg vil gefa yður hvíld». Ilann hafði numið lítið eitt af ensku máli af farmönn- um, sem verzluðu á ströndinni, og spurðiþá: «hvað á eg að gjöra til að frelsast?» En þeir hlóu að áhyggjú lians, og einn af þeim sagði i skopi, að hann skyldi fara til Englands, þar gæti hannfræðstum > Guð hinna kristnu, sem hefði borgað skuldina». Orð þessi urðu honum minnisföst: <>Guð hinna kristnu, sem hefði borgað skuldina». oÞað er þetta, sem eg þarf», hugsaði hann með sjálfum sér, «eg er í skuld, og liefi ekkert til að borga með. Eg skal fara til Englands, og reyna að finna » «Guð hinna kristnu, sem hefir borgað skuldina»». Hann hafði ekki pen- ínga, en hann beiddi skipsljóra nokkurn, er ætlaði heim til Englands, að lofa sér að vinna fyrir farinu á skipi lians. Skipstjóri gjörði það, og veslings Suðurálfu- maöurinn yfirgaf ættjörðu sína og vini, lil að leita að «Guði hinna kristnu, sem hefði borgað skuldina». Þegar er hann kom til Lundúnaborgar, beiddi hann hvern mann, sem hann hitti, að segja sér um «Guð hinna kristnu, sem hefði borgað skuldina». En þeir sem urðu á vegi hans, héldu að veslings maðurinn væri brjálaður, og enginn varð til að fræða hann um «Guðs

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.