Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 5
Guði æ líkari? En hvað er það, sem gjörir oss Guði æ líkari? Það er kærleiki og réttlæli. En þessi meginblóm lifsins geta hvergi þróast, nema í ríki frið- arins. Eins og grös jarðarinnar spretta og dal'na af dögg liiminins og hita sólarinnar, eins þróast kærleiki og réttlæti af dögg friðarins og il eindrægninnar, og þá fyrst fer guðsríki að blórngvast og Guðs mynd að skarta fagurlega á manninum, því þá vex hann í andlegri full- komnun eptir þess mynd, sem hann hefir skapað. En maðurinn, sem er frjáls að taka hverja þá stefnu, sem hann vili, ' getur einnig afklætt sig þessari gnðsmynd. En hve nær gjörir hann það? Þegar hann leggur stund á það og sækist eplir því, sem er gagnstætt kærleika og réttlæti. En hvað er það? Það er kær- leiksleysi og ranglæti, sem er það illgresi, er sprettur af rót ófriðarins, því þar sem liann drottnar, er sund- urþykkja, hatur, rangsleitni og öll ill viðskipti. Þá rnissir maðurinn Guðs mynd og verður eins og úlfur rneðal úlfa. Það má svo að orði kveða, að Guð hafi sett einkenni friðarins á öll sín verk. Öfl náttúruunar eins og haldast i hendur til að framkvæma vilja hins alvalda. Hirnin, jörð og sjór eru samtaka í því, að hlýða boði skaparans. Dagur og nótt, sumar og vetur styðja hvort annað í ællunarverki sínu, Grösin eins og keppast livort við annað, að draga til sín vökva jarðar- innar og il sölarinnar. Öll eru þau samtaka í því að breiða faðminn móti sólinni og að hefja sín fögru blöð móti himninum, eins og þau séu að keppast við, að framkvæma vilja þess, sem býr ofar stjörnunum. Já hvað meira er: hin skynlausu dýrin hænast hvort að öðru, og verða því elskari hvert að öðru, sem þau venj- ast lengur saman. En maðurinn — þessi skynsemi

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.