Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 14

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 14
14 með helgum il í hjarta þjáð, sem himins þyrstir eplir náð. Öll vinahjálp er völt og myrk æ, veit því Drottinn líkn og styrk. 2. Mig hefur leitt þín mildi blíð margbreytt í gegnum lífsins stríð, þungbærum harmi frelsað frá og friðarveginn bent mér á; þitt orð og náðarandi þinn mig endurnærði Drottinn minn! 3. Og þegar minna synda sekt mitt sundurkrumdi hjartað frekt, og vinar fann eg engan arm, sem af mér létti þungum harm, þá hrærðist blessað hjarta þitt ó licrra Guð! við kveinið milt. 4. Og syndakvittun sál mín fékk þá særð að Jesú krossi gekk, og hann í trnnni liélt sér við, er heimi sekum keypti frið, og sundur dauðans brustu bönd þá blíð mig snerti náðarhönd. 5. En lífsins baut er hál og hætt, og holdið veikt í freistni mætt, í hverju spori hætla ný, og hjartað særða biður því: miskunarhöndin helga þín, himneski faðir! gæti mín.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.