Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 3
3 haft sem eldsneyti til að kveikja og œsa ófrið og þrætu, en hinum hógværa og kyrrláta anda friðseminn- ar var alveg bægt frá, svo kærleiksfull miðlun þótti hér ekki eiga við? Þannig sprettur opt ófriður og óvinátta af ómildum og ósönnum millibuvði, af rangri ímyndun, af rnisskyldu orði, o. fl. þess h., sem hið drambsama og óstýriláta lijarta gjörir að ófyrirgefanlegri yflrsjón, áður en sannleikurinn fær ráðrúm að koma í ljós. Stundum er það lítilfjörlegur liagnaður, sem veldur ó- friði og óvínáttu, já, eftil vili, svo lítill, að sá er engu nær, sem hreppir hann, og þó getur maðurinn verið að keppa um, að vekja ófrið og deilur um þvílíkt, eins og öll auðæfi heimsins og öll farsæld lífsins væri í veði; og þó um mikið væri að gjöra, er það þó aldrei svo mikils vert, að til sé vinnandi, að selja fyrir það friðinn hjartans og auðæfl himinsins. Er þá eklci betra að elska og ástunda friðinn, en að hafna honum fyrir slíka smámuni? Og þó aðrir hrífl með ofbeldi frá oss hnoss friðarins, megum vér samt ekki láta oss litlu skipta, hvort vér höndlum það aptur eða ekki, heldur taka fagnandi á móti friðnum, hve nær sem færi gefst á að flnna hann; og þó aðrir breyti ekki eins við oss, er oss þó engin vansæmd í, að vera betri, cn þeir, því sá er ætíð mestur maðurinn, sem beztur er. Þess vegna, heimsins barn, þegar þú haggar friðnum, hvað lítið, sem út af ber, þegar þú eins og leitar tækifæris til að gánga á hólm við þenna varðhaldsengil lífsins, þá hygg vel að, hvað þú sjálfur setur í veð: það er friður samvizkunnar, friðurinn við Guð og friðurinn annars heims; hygg að hvað Jesús segir: »sælir eru friðsamir, því þeir munu Guðs börn kallaðir verða» ; en hvað munu þá hinir kallast, sem hafna friðnum?

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.