Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Blaðsíða 11
11 lamb, sem tók burtu heimsins synd». Sunnudaginn næsta eptir að hann kom, sá hann íjölda fólks ganga í kirkju, og fór hann með og hlýddi með mestu eptir- tekt á prédikunina. En prédikarinn talaði ekki þann dag um Iírist krossfestan, og maðurinn fór þaðan hrygg- ur, af því hann gat ekki fundið «Guð hinna kristnu, sem hafði borgað skuldina». Fáum dögum síðar hitti hann guðhræddan presl, og sagði honum frá, i hverju erindi hann væri kom- inn til Englands. Presti þótti þetta mjög merkilegt um Suðurálfumanninn, og bauð honum til kirkju sinnar sunnudaginn næstan á eptir, því þá skyldi hann heyra nokkuð um «Guð hinna kristnu, sem liefði borgað skuld- ina». Þegar sunnudagurinn kom, og í kirkju varkom- ið, lauk prestur upp biflumni og las upp eins og ræðu- inntak sitt, þessi orð: «Blóð Jesú Krists Guðs sonar, hreinsar oss af allri synd». llann talaði þar næst um hina miklu skuld, sem vér eigum allir Guði að gjalda, um vanmátt vorn til að borga skuldina, og lýsti því, hvernig Jesús Kristur hefði borgað þessa miklu skuld með sínu eigin dýrmæta blóði. Yeslings Suðurálfu- maðurinn hlýddi á þetta, furðaði sig og trúði því, og fór glaður burtu. Ilann hafði fundið hina dýrmætu perlu, og fann að hún var meira verð en allt það ó- mak, er hann liafði tekizt á liendur til að eignast hana. Enginn maður hefir nokkru sinni yfirgcfið heimili eður foreldra, bræður, konu eður börn, fyrir Guðs ríki, án þess að öðlasl margfalt meira í þessu líQ, og i hinum öðrum hcimi eilíft líf. Guðsríki er á slundum í ritningunni líkt saman við fjársjóð, er menn verða að leggja í sölurnar aleigu sína til að eignast hann, en á sumum stöðum er sagt,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.