Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 1

Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 1
JÍ/lr' Auglýsingar og grein- ir um eimtákleg efni eru tekin í blað petta, ef borgaðir eru 3 slc. fyrir hverja línu með smáu letri (5 sk. með stœrra letri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur kaup- endum ókeypis. Þeir, er vilja semja um eitthvað við rilstjórn blaðs þessa, snúi sjer í því efni tilábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr í húsinu nr. 3 í Ingólfsbrekku. Verð blaðsins er 24 slc. ár-priðjungur hver (6 blöð), og borgist fyrir- fram. 1. ár. Reykjavík 15. dag maí-mánaðar, 1868. 7.—8. blað. f Efni: Lefórjettiug. — Skipakoma. — Æflágrip Helga byskups Thord- ersen. — Brjefkafli. — Bústjórnarfjelagií) í sufcuramtinu. — Vetta. — Barnsmorb (brjefkafli). — Frá Habesch (eudi). — Hefndin (kvæí)i). — Frjettir útl. — Frjettir innl. — Norftaufari. — Mannalát. — Embætti. — Vígbir. — Prestakoll. — Nebanmáls: Af Jóni Espólín (endi). Leiíbrj ettÍD g: í uokkrum ex. „Baldurs“ 1. ári, 6. bl., 23. s. 2. d. 10. i. a. n. heflr mispreutazt: Helgn fyrír Sígríbi, og getur hver leibrjett þetta bjá sjer. SKIPAKOMA. 1. d. þ. m. Skonnort-skipií) „Amicitia", 41*/j lest, skipherra N. C. Gram, frá Altona; sumpart fær'bi skipií) kaupmönnnm vörur, en sumpart á skipherrann sjálfur vúrurnar, og selur í lausakaupum. 6. d. s. m. „Ceciiie", galeas-skip, 31*/> lest, skiph. J. J. Grönnerup; kom frá Khöfn til consul Srnith meb allskyns vöru. S, d. Thorseng, 36 lestir, sklph. N. Borgesen; kom frá Khöfn meþ alls kyns vöru til Fischers. 14. þ. m. kom lansakaupmaþur frá Mandal meí) timbur og og salt, á 23'/s lesta skipi. — I morgnn kom skip frá kaupm. S. Jakobsen, meí) ýmsa vöru; eiunig herskip frá Frakklandi. Meí) þessum skipnm frjettist, ab Jieódór konungnr væri drepinn af Englendingum. Æfiágrip Helga byskups Thordersens, þýtt eptir Berlingske Tidende, 14. febr. 1868. Með gufuskipinu Arcturus, er fyrir nokkrum dögum kom hingað frá íslandi, hefir frjetzt, að hinn fyr verandi f byskup yfir íslandi, Helgi Guðmundsson Thorder- sen, hafi andazt 4. dag desember-m. 1867. Hann fædd- ist áttundad. apríl-m. 1794,og varð þannig73ára og næst um átta mánaða gamall. tá er hann fæddist, bjuggu foreldrar hans, Guðmundur fórðarson og Steinunn Ilelgadóttir, á Arnarhóli við Reykjavík, og var faðir hans oeconomus við það betrunarhús, er þá var þar. Siðar varð hann verzl- unarstjóri í Hafnarfirði, og andaðist 1803. Móðir hans giptist í annað sinn árið 1805, Brynjólfi Sigurðssyni, dóm- kyrkjupresti í Reykjavík; hann kom Helga í Bessastaða- skóla, og var hann þaðan út skrifaður árið 1813. Næsta ár (1814) sigidi hann til Kaupmannahafnar há- skóla, og tók þar fyrsta og annað lærdómspróf. Sökum heilsulasleika varð hann að fara til íslands sumarið 1816, en fór aptur til Iíaupmannahafnar um haustið, og tók em- bættispróf í guðfræði í apríl-m. 1819 með bezta vitnisburði, < og var síðan nokkurn tíma í Kaupmannahöfn. Um vorið 1820 kom hann aptur til íslands, vígðist sama ár til Saurbæjar í Borgarfjarðarsýslu, og einum mán- uði síðar gekk hann að eiga Ragnheiði, dóttur Stepháns Stephensens, er þá var amtmaður í Vesturamtinu. Eptir byskup Steingrím Jónsson varð hann prestur að Odda í Rangárvaliasýslu árið 1825, þvfbrauði þjónaði haun til 1836, og var prófastur í sýslunni frá 1826 til 1836 ; þá flutti hann sig til Reykjavíkur, því hann hafði fengið dómkyrkju- prestsembættið 4. d. nóvember-m. 1835. Þá er Steingrím- ur byskup Jónsson andaðist árið 1845, var hann kosinn til að vera eptirmaður hans, sigldi til Iíaupmannahafnar sama ár, og var vígður til byskups af Mynster byskupi fjórða sunnudag eptir trínitatis árið 1846. báerhann kom aptur til íslands, settist hann að á byskupssetrinu Laugarnesi; síðar fjekk hann leyfi til að búa í Reykjavík; flutti hann sig þá þangað, og bjó þar til dauðadags í húsi, er hann átti sjáifur. A hinum síðari árum lífs síns þjáðist hann mjög af langvinnum og kvalafullum sjúkdómi, sem loksins neyddi hann til að segja af sjer embættinu árið 1865; (hannfjekk lausn frá embættinu með eptirlaunum frá 1. d. apríl-m. 1866). Skömmn síðar missti hann konu sína (28. d. maí- mán. 1866), ferðaðist síðan til Skotlands, til þess að leita sjer lækninga í Edingborg, en þegar það varð árangurs- laust, leitaði hann sem skjótast heim aptur, til þess að mega deyjaá fósturjörðu sinni. letta hlotnaðist honum og, þá er hann hafði enn kvalizt af sjúkdómi sínum nálegahálftár. í hjónabandi sínu eignaðist hann tíu börn, en að eins tvö af þeim náðu fullorðins aldri og iifa enn, sonur, sem er prestur að Iíálfholti í Rangárvallasýslu, og dóttir, sem er gipt Lector Theologiae Sigurði Melsteð, forstöðumanni prestaskólans í Reykjavík. Ilelgi byskup Thordersen varð riddari af Dbr. 10. d. júní-m. 1841 og dannebrogsmaður 6. dag okt.-m. 1853. Tá er alþingi var stofnað, varð hann sömuleiðis konung- kjörinn alþingismaður fyrir kennimanns stjettina, og sat á öllum alþingum frá 1845 til 1865, svo og á þjóðfundiuum 1851. Á fyrsta alþingi átti hann mikinn þátt í hinum mik- iivægu lagafrumvörpum, er snertu andlegu stjettina og þar voru rædd, og studdi mikið að því, að flýta fyrir endur- bót latínuskólans og stofnun prestaskólans. Áður en hann 25

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.