Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 8

Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 8
32 er pósturfór. Barkskipið Emma Auvergne kom 21. d. apríl- mán. eptir 13 daga ferð til Akureyrar með j5msar vörur til verzlunar Guðmanns. Yar þá bánkabygg 16 rd. baunir 15 rd. rúg 14 rd. kafli 40 sk. sykur 28 sk. en potturinn af brennivíni á 28 sk. (hjer er potturinn á 24 sk. sykur 24 sk. kaffi 32 sk.). Jjr brjefi af Seyðisflrði 27. d. marz-m.: «Veturinn hefir mátt kallast ágætur um allt austurland, einkum fram að þorra, því að þangað til getur varla sagzt að snjór hafi sjezt; en síðan hefir verið umhleypingasamt, en aldrei miklar snjókomur. Heilbrigði alstaðar manna á meðal, nema kvef heflr víða gengið í vetur, og gengur enn. Eng- in skip eru enn komin svo frjetzt hafi; en eitt sást hjer úti fyrir sigla suður, fyrir fám dögum. í Þingmúla brann hjer á dögunum nokkuð af bænum hjá sjera Þorgrími, og og telja sumir þann skaða upp á 2000 rd.; öll matvæli brunnu (nema saltkjöt), kaffi, sykur, smjör, ull og tólkur, föt, klæði, Ijerept, alt í búrinu og 20 tunnur af rúg, og 3 nautgripir köfnuðu í fjósinu. Afli var hjer mikill í haust ieið, alltfram á jólaföstu, og sild veiddist hjer nokkur, en netin voru fá og öll heldur smáriðin. — Nú eru menn að koma sjer upp bæði bátum og síldarnetjum, til þess að getatekið á mótibless- uninni þegar hún býðst. —---------Norðmaður láhjeríhaust æði langan tíma, og ætlaþi hann að veiða síld. Fyrst fór hann norður og íjekk þár hjer um 50 tunnur, og hjer tjekk hann um 50 eða 60. En net hans voru öil of smá- riðin fyrir sildina hjer við ísland, en hann sá að hjer var nóg að fá, og gerði hann því ráð fyrir að koma hjer að sumri, ef reiðari hans vildi slá til.‘ Hann hefir nú siðar brjeflega beiðst þess, að sjer yrði mældur út grunnur, til að byggja hús á, hjer á Seyðisfirði, og hugsar hann bæði upp á fisk og síld.----------Hafísinn hefir sjezt úti fyrir norðurfjörðunum, en nú eru suðvestan-stormar, og rekur hann því langt í haf aptur sem betur fer<;. Vjer leyfum oss, að taka eptir hinu heiðraða blaði, Norðanfara, þennan kafla: Úr brjefi af Langanesi 25. d. marz-m. «Jarðlítið er hjer nú víðast, og jarðlaust sumstaðar. ís kom hjer seint í jan.-mán. og fór aptur; skyldi hann að eins eptir klakagarð í fjörum, og gerði þær ónýtar til beitar. í fyrra dag kom ís aptur og fyllti Axarfjarðarflóa, en flæktist mest allur burt aptur. Bágt er um björg í sveitum þessum vegna fellisins í fyrra, en bótin er, að kornbjörg íjekkst lengi fram eptir vetri á Vopnafirði». — í flestum veiði- stöðum á sljettu kvað hafa orðið selvart. NORÐANFARl! Skilaðu til Langnesingsins, að vjer þökkum honum leiðrjettingu hans; en þó hefði hún verið oss kærari, ef hann hefði verið svo góðfús, að senda oss hana, t. a. m. að dæmi hins góðfræga kaupmanns á Eyrarbakka; einnig hefðim vjer viljað, að Langnesingurinn hefði haft einurð á, að nefna sig, svo að vjer vissim, hvort hann væri trúverð- ur maður. En fregnin í vetur var eptir munnlegri sögn sendimannsins að norðan, sem nefndureríl. blaðiBaldurs. Eitt orð að endingu! I’ví, sem þú segir um póst- brjefin, verð jeg að trúa, af því hann faðir þinn hefir skrif- að undir það, því að jeg þekki hann svo, að jeg rengi liann ekki. «Baldur». MANNALÁT. 4. d. marz-mán. lögðu 3 menn upp á Fjarðarheiði upp úr Seyðisfirði. Hjet einn Þorsteinn Vilhjálmsson, trje- smiður, en annar var Magnús skrifari Kristjánsson, er lengi var hjá Jónasi sál. Thorstensen, sýslumanni. Þriðji var fylgdarmaður Þorsteins. Þeir villtnst og láu úti í 4 dægur; dó Þorsteinn á 3. dægri. Hinir komust kalnir til bygða að Gilsárteigi. Magnús var í 6 daga í vatni, til að þýða kalið; en hann er þó sagður andaður nú. Magnús heitinn var tröllefldur maður og harður, litill vexti. Hann var hinn mesti dugnaðarmaður, að hverju sem hann gekk. Hann var geðgóður og vænn maður, en drvkkfeldur. — í april- mánuði drukknaði í Hörgá Hallgrímur Einarsson frá Bakka í Öxnadal, Hann var að fylgja kvennmanní yfir ána á ís. EMBÆTTI. Prófastur í Borgarfirði er kvaddur af byskupi, sjera Þórarinn Kristjánsson á Reykholti, eptir atkvæðum prest- anna í prófastdæminu. Sjera Þórarinn var áður prófastur í Strandasýslu. VÍGÐIR: Sunnud. 10. þ. m. voru vígðir í dómkyrkjunni af herra Pjetri byskupi Pjeturssyni þessir: Fjetur Guðmundsson, til Grímseyjar. Sigurður Sivertsen, kand. af prestask., til aðstoðar- prests föður sínum, sjera S. B. Sivertsen á Útskálum. Þorvaldur Bjarnarson, kand. frá háskólanum, að Reyni- völlum í Iíjós. PRESTAKÖLL. — Staður í Steingrímsfirði með annexíunni Kaldrana- nesi i Bjarnarfirði, metið 376 rd. 51 sk., er laus fyrir upp- gjöf sjera Sigurðar Gíslasonar, sem æíilangt nýtur J/» a^ af föstum tekjum prestakallsins, Vs ai'ði bújarðarinnar og Ásmundarnesseyja og kyrkjujarðarinnar Grænan'ess til ábúðar. Brauðið var auglýst í dag (15. d. þ. m.). S. d. er Svalbarði i Þistilfirði slegið upp með fyrir- heitum eptir kgsúrsk. 24. d. febr.-m. 1865. Útgefandi: «Fjelag eitt í Beykjavík». — Ábyrgðarmaður: Friðrili Guðmundsson. Preutaíur í lands-preutsmit'juuni 1868. Eiuar púrlbarsou.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.