Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 3

Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 3
r 27 BÚSTJÓRNARFJELAGIÐ í SUÐLRAMTINU. Það er fjelag hjer á íslandi, er heitir »Suðuramtsins húss- og bústjórnarfjelag", og munu margir vita, að það er til og uppruna þess. Fjelag þetta heflr sjálft sett sjer það ætlunarverk, »að efla alvinnuvegi og bæta búnaðarháttu Sunnlendínga bæði til sjós og sveita, efla jarðyrkju, kvik- fjárrækt, útvegi í sjó og vötnum og góða hússtjórn og bústjörn»; en aðgjörðir fjelagsins hafa, eins og flestum mun kunnugt, að minnsta kosti þeim, sem lesið hafa skýrslurog auglýsingar fjélagsins, bæði sem staðið hafa í Í’jóðólíi, og þær sem fjelagið hefir gefið út sjerstaklega1, hingað til verið að eins fólgnar í því, að heita og veita verðlaun fyrirunnin verk, eptir því sem menn hafa beiðzt og fulltrúar fjelagsins hafa frá skýrt. Endaþótt vjersjeum einiraf þeim, sem verðum að sam- sinna því, aðfjelagið hafi lítið á unniðmeð slíkum verðlaunum, skulum vjer að þessu sinni eigi fást um það; fjelagið hefir lítil efni, því að þótt það eptir hinni síðustu skýrslu núna í vetur, eigi 5564 rd. í sjóði, að með töldum 108 rdl. í ólokn- um skuldum, þá sjá þó allir, að með leigunum af þessari innstæðu, sem eru allar árstekjur fjelagsins, getur það eigi neinu stórvægilegu til leiðar komið, enda þótt það á ninn bóginn kunni að geta komið meiru til leiðar, enn það hefir gjört; en með fleiru móti mætti fjelagið gagn gjöra, en ’ peningastyrk einum, enda hefir fjelagsstjórnin, sem núna situr að völdum, að vjer ætlum, alls eigi gjört allt, sem hún hefði getað og átt að gjöra, til að efla þekkingu íslendinga í búnaði og öðrum atvinnuvegum sínum; það lítur svo út, sem þessi fjelagsstjórn ætli, að hún gjöri nóg ef hún held- ur fjelaginu og aðgjörðum þess í sama horfinu, og gjöri sjer alls eigi svo mikið far um, sem skylda hennar er að gjöra gagn. Þetta kann að þykja hart, en vjer viljum reyna að færa nokkrar sannanir á það. Eins og alkunnugt er, er íjelag það í Danmörku, sem nefnt er «hið konunglega land- búnaðarfjelag». Fjelag þetta hefir ávallt sýnt, að það vildi gjarnsamlega efla landbúnað vorn, og ávallt verið fúst til þess, er þess hefir verið leitað, enda er það líka fært | um það. Þar sem nú stjórn Suðuramtsins húss- og bú- stjórnarljelags veit þetta, þá var það hrein og bein skylda hennar, að ganga í sem nánast samband við fjelag þetta, og óáskorað og af sjálfsdáðum að útvega og senda því sem Ijósastar og greinilegastar skýrslur um sveitabúnað vorn og aðra atvinnuvegi; en til að sýna, að þetta hefir fjelags- stjórnin með öllu vanrækt, og alls eigi leitazt við, að hafa fullt gagn afhinu danska landbúnaðarfjelagi, setjum vjer hjer þá grein úr skýrslu fjelagsins danska, árið 1865, sem ís- land snertir, og hljóðar hún svona: • Fjelagið hafði ritað stjórnarherra dómsmálanna, er hin islenzka stjórnardeild heyrir undir, svo látandi brjef: 1) þessum skýrslum er í mórgu ábótavant; ab vjer túkum til dæmis hiua sííiustu skýrslu, þá sjáum vjer eigi, hvaí) ætti þar fremur aí) standa, en skýrir og glóggir reikuingar ijelagsius, svo sem þeir eru lag?)ir fram á fuudi; eu þetta ágrip, sem steudur í síbustu skýrsluuui, er verra eu * tíkkert. .Þá er landbúnaðartjelagið á að leggja úrskurð á um bónarbrjef þau, er það einatt fær frá sveitabændum á ís- landi um peningastyrk, eða um akuryrkjuverkfæri, fræ- tegundir, trjáplöntur, undaneldisskepnur (til að bæta kyn þarlendra alidýra o. s. frv.), þá finnur fjelagið einatt, að það hefir eigi nógu nákvæman kunnugleik, einkum hversu landbúnaði og iðnaði er þar háttað, bæði yfir höfuð að tala, og að því, er snertir hvert einstakt hjerað lands þessa. Allt um það hefir fjelagið leitazt við, svo sem því hefir verið auðið, að fullnægja bónarbrjefum þessum, til þess, eptir mætti, að styðja að umbótum á landbúnaði á þessari hinni fjarlægu fjalla-ey, einkum þá er hlutað- eigandi beiðendur hafa sýnt fram úr skarandi atorku í at- vinnuvegi sínum, og því mikil líkindi til, að styrkur sá, er fjelagið veitti, kæmi í góðar hendur og væri notaður til sannarlegs gagns, eigi að eins fyrir sjálfa beiðendurna, heldur og með dæmi þeirra fyrir aðra. Það er samt sem áður mjög svo óheppilegt, að fjelagið fær svo sjaldan áreið- anlegar og nægar skýrslur um, að hve miklu leyti áhöld þau og hlutir, sem fjelagið hefir af hendi látið, haft verið haganlega notuð, og hvaða árangur hefir af því orðið, bæði hjá þeim, er styrkinn hafa þegið, og öðrum þar í sveit. I'annig er það t. a. m., að sjaldan heflr fjelagið fengið nægi- lega vitneskju um, hvernig tilraunir þær hafa heppnazt, sem ýmist þarlendir ungir bændur, er dvalið hafa hjer í Danmörku um stund, til að nema landbúnað, eða aðrir ís- lenzkir sveitabændur, er eitthvað hugsa til framfara, hafa gjört á íslandi, með ræktun sáðkorns, ymislegs grasfræs og sáðgarðsplantna. Hiðsamaerað segja um einstakar tilraunir til að bæta hið þarlenda hestakyn, nautakyn og sauðakyn með dönskum eða öðrum að fluttum dýrum til undaneldis. Engin er heldur vitneskja fengin um það, hvort plógar þeir, vagnar og önnur áhöld, sem send hafa verið til íslands, hafa þótt haganleg, eptir því, sem þar stendur á, og að hve miklu leyti það hefir heppnazt, að fá þessi áhöld smíð- uð á ýmsum stöðum í landinu eptir þeim, sem send voru; og var það þó aðaltilgangurinn, að áhöld þessi skyldu vera fyrirmynd til að smíða eptir, ef einhver vildi fá þau, áu þess að panta þau hjeðan. Áreiðanlegar skýrslur, eigi að eins um þessi atriði, sem hjer eru tekin fram, að eins seni dæmi, heldur og um margt annað, sem fróðlegt væri að vita, t. a. m. hveraðferð væri höfð í ræktun óyrktrar jarð- ar, til umbóta engjaræktar og í vatnsveitíngum, o. s. frv., og hversu það hefði tekizt, mundu í mörgum greinum vera mikilsverðar, bæði þá er skera skyldi úr um bónarbrjef þau, er í hvert skipti lægju fyrir, og eins þegar ræða er um, hvað helzt mætti styðja að framförum í landbúnaði á íslandi. Úar sem svona var ástatt, ætlaði ijelagið rjettast, að snúa sjer að dómsmáiastjórninni, og skora á hana um, að láta landbúnaðarfjelaginu í tje allar þær skýrslur, sem húu hefði, um jarðyrkjuna á íslandi. En ef hún hefði eigi nægilegar og svo áreiðanlegar skýrslur, sem þurfa þætti, til

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.