Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 7

Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 7
31 fjalladrögunum innst í landinu hjeldu nokkrir Habesching- ar frelsi sínu. Þar við stóð, unz Þeódór konungur varð sá spámaður, er upp var vakinn lýðnum. Hann hefir lagt nær alla þjóðflokkana undir vald sitt og gjört Habesch aptur að einu stóru ríki. Við þetta stendur nú, en raunin gefur að vita, hvort land þetta áað beygja sig undir vald Norðurálfumanna, og þýðast menntum og siði Norðurálfubúa, og verða mennt- uninni öflugl spor, sem hún heggur í klakann, til að ná þar fastri stöðu og breiðast þaðan yfir upplönd Afríku, eða það á að verða þröskuldur, er Englendingar fá eigi yfir stígið, og varnargarður menntunarleysisins og hlíf móti menntuninni. Enn er eigi hægt að sjá, hvort Englendingum muni vinnast að ná landinu, eða það fær varizt, og geymt sig í gamla horfinu, til þess, að verða að líkindum, við dauða Þeódórs, styrjöldum, óstjórn, lögleysi og siðleysi að bráð. I—s—n. HEFNDIN. (Eptir J. L. Runeberg). Um leiðir blóma leikur sjer lækjarbáran kvika; grasi vafið engið er, ótal rósir blika. Fagrar meyjar fóru’ að sjá fríða sumardalinn; ungur sveinn í leyni lá, und litlum runna falinn. Linda skemmta lofnir sjer, leika, dansa, skrafa, og segja margt, sem ekki er eptir vert að hafa. »Ef maður heyra oss nú á • einhver mætti’ og h'ta, »mundi blygðun mála þá »marga vanga hvíta.» »Við skulum setja svo«, þá kvað sveinn, og reis á fætur, »að runnurinn hjerna heyrði það; »hann hefur á mörgu gætur.» »Grípum hann, sem hraðast má!» — Hann er þegar tekinn. — «Hann skal bundinn hefndir fá!» •—Hefndin vel er rekin. í fíflaleggjum fjötraður sveinn fjekk þá hegning þunga, því kátur svanni hver og einn kyssti drenginn unga. Kristján Jónsson. FRJETTIR ÚTLENDAR. Vjer skýrðum nokkuð frá helztu útlendum frjettum í næsta blaði hjer á undan. En þar var þá fyrir önnkost látið þess ógetið, hvernig Englendingum gengi með Ha- besch-förina. Síðast er vjer frjettum, voru Englendingar nær þrem dagleiðum frá Þeódór konungi. Hann hefir hörf- að undan inn í landið, þangað sem fjallvígin öruggu veita honum hlíf. Englendingar hafa látið bjóða honum friðar- kosti, en hann hafnar þeim öllum. feódór konungurhefir tamið lið sitt við herskap, og er það talið vel til hernaðar búið. Þegar Englendingar eru á ferðinni inn í landið, og einhver maður verður viðskila við meginherinn, þá finna þeir ávallt þessa menn daginn eptir, hengda á vegi sínum. tannig hefir Þeódór lið sitt í skógunum allt í kringum þá á hergöngunni. — Sem lítið dæmi þess, hver maður t*eódór sje, má geta þess, að í vetur gerðu nokkrir af liðsmönn- um hans samsæri gegn honum, og ætluðu að stofna upp- reist. Konungur verður áskynja um þetta, og einn góðan veðurdag gengur hann út, og býður liðsmönnum, er sam- særið höfðu gert, að fylgja sjer. Þeir ganga svo til þess, er þeir koma í rjóður eitt. Þar var hæð í miðju. Þeódór gengur upp á hæðina, og lætur hina fylkja sjer í hringþar umbergis. Hann var svo vopnum búinn, að hann var girt- ur spjóti við hlið; eigi hafði hann annað vopna. Hann brá þá spjótinu, og mælti til þeirra: »Fúlir þrælar! Jeg þekki ráðlag yðvart; þjer ætlið að ráða mjer bana; en þjer, kapalhjartaðir fantar, engum yðar mun auðnast, að yfir- stíga giptu mína! Þannig mun jeg leika hvern og einn af yður«, mælti hann, og skaut um leið spjóti sínu á einn, og nísti spjótið hann upp við eik, er hann stóð hjá. Þarna stóð hann vopnlaus og hlífarlaus, og leit yfir hringinn með hinu eldgrimma augnaráði sínu, en öllum hermöunum fjellst hugur; þeir köstuðu sjer fram og mæltu: »Vjer erum þrælar þínir! far þú með oss, sem þjer lízt!« Af þessu má marka, hvílík þrælalund er kominn í herinn af kúgun og liarðstjórnaraga. l—s—n. FRJETTIR INNLENDAR. IJinn 13. dag þessa mán: kom hingað norðanlands- pósturinn Björn Guðmundsson; hafði hann farið að norðan 2. dag þ. m.; með honum kom hjer og til bæjarins lierra bókbindari Friðbjörn Steinsson af Akureyri. Með þessari ferð komu brjef að norðan og austan, og svo kom hingað Norðanfari til þess 1. d. maí-mán., ogber hann ávallt, eins og hann er vanur, margt þarft og fróðlegt, en fátt og lít- ið, sem ekki sje að einhverju nýtt. Af norðurlandi er það helzt að frjetta, að þar er al- veg hafíslaust með öllu norðurlandi og austurlandi, þó hefir sjezt til hans að eins, svo sem sjá má af hrjefi frá Seyðisfirði, (sjá hjer á eptir). Veðráttan hafði síðan á páskum verið einkar góð, eins og hjer sunnanlands hefir verið, en skepnuhöld betri þar, en hjer eru. Hákarlaskip lögðu þar út þegar úr páskum, en voru eigi komin aptur,

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.