Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 2

Baldur - 15.05.1868, Blaðsíða 2
26 varð prestur, reyndi hann til að koma á barnaskóla í Reykja- vík, en sú tilraun varð ágangurslaus. Meðan hann var prestur, kenndi hann stöðugt hinn venjulega skólalærdóm; kenndi sumum undir skóla, en útskrifaði suma, annaðhvort til liáskólans,eðatil þessað verða prestar, sem þá var tíðkanlegt. Þáerhannvarorðinnbyskup, hófhann yfirreiðir (vísitazíuferðir) til nokkurra hinna fjarlægustu hjeraða landsins ; en,semeðli- legt var, gat hann eigi annað því, að fara um allt landið, svo að eflaust eru eigi fáar sóknir til, sem engi byskup hefir í komið í 80 til 100 ár, eða að minnsta kosti eigi síðan byskupsdæmin voru sameinuð (1801). Með því að stofna prestsekknasjóðinn hefir Helgi bysk- up Thordersen unnið það verk, er að góðum notum mun verða, þá er fram líða stundir. Á hans dögum hafa og ýmsir sjóðir, er undir stjórn byskupsins eru, fengið þann vöxt og viðgang, sem vonandi er, að verði að miklu gagni, þá er fram líða stundir. Á fyrstu árum byskupsdóms síns kom hann fram með tillögur um nýtt fyrirkomulag á kyrkju- legum málefnum, einkum með því að koma betra lagi á prestastefnuna (synodus); en tillögur þessar höfðu engan, eða að minnsta kosti mjög lítinn, árangur (umburðarbrjef 8. d. marz-m. 1850; sjáYiðbæti við fræðimannalal Erslevs, III. 399). Helgi byskup Thordersen var á íslandi talinn einhver hinn ágætasti kennimaður. Það, sem einkenndi ræðurhans, var kraptur og næm tilfinning, svo að margir báru hann saman við hinn fræga byskup Jón Vídalín, höfund að hinni orðlögðu postillu. Það er sögn manna, að hann hafi haft í hyggju, að láta prenta einn árgang af ræðum sínum, en hafi hætt við það, er hann komst að því, að hinn nú ver- andi eptirmaður hans, Dr. Pjetur Pjetursson, hafði þegar tekið sjer liið sama fyrir hendur. l'annig er ekki annað prentað til eptir hann, en einstakar tækifærisræður, á víð og dreif í ýmsum útfararminningum, og ræður við vígslu latínuskólans og prestaskólans í Reykjavík. BRJEFKAFLI. Þjer segið sem aðrir þarna í Reykjavík, að vjer sveita- bændurnir hugsum aldrei um annað, en baulurnar vorar og rollurnar; en er þá nokkur óvirðing í því fyrir oss, að hugsa um þessar skepnur, sem öll atvinna vor og bjarg- ræðisvegur er kominn undir? Jeg held fjarri því, einungis að vjer gætum hugsað um þetta til nokkurrar hlítar; land vort væri auðigra en það er, ef hver bóndinn eður búandi maðurinn gæti, fremur en nú tíðkast, fundið útvegu tíl að bæta kýrkyn sitt og fjárkyn, svo að bæði kýrnar og ærnar yrðu mjólkurmeiri og kostbetri, en þær eru nú almennt, og um leið feitlægnari, og ærnar þar að auki harðgerðari og ullarmeiri; þá ætlum vjer og að hugsa um, hvernig vjer gætum bælt tún vor og aukið þau út, og eins engjarnar, svo að vjer bæði gætum haldið fleiri kýr og ær, en vjer nú gjörum, — livort ómögulegt væri fyrir oss, að friða land- areign vora, í hið minnsta túnin og kann ske engjarnar og afslýra sandfoki og öðru, sem nú tálmunarlaust eyðir jörð- um vorum. Og vjer bændurnir höfum lángt um íleira að hugsa um, ef vjer hirtum og kynnum að gjöra það, til að bæta landið og búsæld vora, en þetta, sem jeg hefi nú talað. t En um hvað eruð þjer þá kaupstaðarbúarnir að hugsa, til að koma landinu á fram? fjer setjið upp engar verk- smiðjur hjá yður, til að vinna ullina með ljettu móti, og búa til úr henni klæði og vaðmál og alls konar prjónfatnað. Ekkert er hugsað um, að hlynna að innlendum handiðna- mönnum, eða koma á fastann fót alls konar innlendum fatn- aði með eðlilegri kunnáttu, sem að öll siðuð lönd þó gjöra, og hafa ómetanlegt gagn af, og ekki gætu staðizt i því liorfi, sem þau nú eru, ef þessa væri ekki gætt. Lítið þ gjörið þjer til að bæta aflabrögðin, eður til að koma verzl- uninni í betra horf; enga sjóði stofnið þjer til almenn- ingsheilla; komið eigi á fót brunabótafjelagi fyrir hús yðar; og svona get jeg þá ekki sjeð, að þjer takið oss sveitabændunum fram, að það sje teljandi. Mjer sýn- ist sama deyfðin hjá yður, sem oss. En eigum vjer nú eigi hvorirtveggju að sofa í værð, þangað til þeir vekja oss, sem settir eru til að stjórna oss? Fyrst jeg fór að hripa þjer þelta, þá verð jeg að minnast á lítið eitt íleira. En hvernig ætli mjer nú gengi, ef jeg kem með málið mitt fyrir landsyfirrjettinn? Ætli jeg geti fengið, að hann N færi það þar fyrir mig? Það er þó ónáttúrlegt, að menn eigi skuli mega fá þann til að færa þar mál sitt, sem mað- ur treystir bezt til þess, og að menn skuli í því vera bundnir við þessa tvo málsfærslumenn, sem báðir kunna að vera góðir menn, en sem maður þó ekki þekkir til lilítar, sízt þeir sem eiga heima langt í burtu. Mjer finnst þetta sje að gjöra menn ómynduga. Látum fasta máls- færslumenn vera nauðsynlega í opinberum málum, en flýt- ur þar af nokkur rjettur fyrir stjórnina, til að neyða upp á menn í prívat-málum þessum málsfærslumönnum sínum? Jeg get ekki skilið það. Mjer finnst, að vilji hún endilega, | að menn sjeu bundnir við þá, ætti hún að láta þá vera í liið minnsta þrjá, svo sá, sem seinna yrði til að útvega sjer talsmanninn, eigi væri neyddur til að taka hinn, er mót- partur hans ekki vildi og gekk fram hjá. Jeg held það væri langt um betra fyrirkomulag, en það, sem nú er, ef stjórnin annaðhvort fjölgaði málsfærslumönnum við lands- yfirrjettinn, svo þeir yrðu í hið minnsta þrír, eður þó hitt heldur, að hún gæfi þar málsfærsluna í privat-málum al- deilis lausa. Um þetta áríðandi málefni ættu landsmenn vel að hugsa almennt, og safna um það bænarskrám til næsta alþingis, er beiddust þess, að málsfærslan við lands- yfirrjettinn í öllum prívat-málum væri gefin laus. Hvað líður læknamálinu? Kemst spitalinn á? Yerður hann ekki byggður á túnunum við Reykjavík, en ekki í bænum sjálfum? því jeg álít óhollara að hafa slíkar stofn- anir inni í bænum sjálfum.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.