Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 1

Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 1
ýjjií’' Auglýsingarog grein- ir um einstalíleg efni eru telcin í blað þetta, ef borgaðir eru 3 slc. fyrir hverja línu með smáu letri (5 sli. með stœrra letri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur kaup- endum ókeypis. Þeir, er vilja semja um eitthvað við ritstjórn blaðs pessa, snúi sjer í því efni til ábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr i húsinu nr. 3 i Ingólfsbrekku. Verð blaðsins er 24 sk. • ár-priðjungur hver (6 blöð), og borgist fyrir- fram. 1. ár, Reykjavík 7. dag nóveraber-mánaðar, 1868. 16.—17. blað. Efni: Vií) lítií) má bjargast. — Allterbezt meí) gát. — Bæta skyldi hver bresti sína. — Allt breytist (kvæi&i eptir Kristj. Jdnsson). — JarV skjálfti. — Jjrjár þarfl. hugvekjur eptir „]-s-n“. (II. hugv. spítalahlutirnir). — Laglega þakkar Jiín Norþlendingutn. — Auglýsing. — Neþanm.: Jd- hann Brenz. VIÐ LÍTIÐ MÁ BJARGAST. (Framhald). Sama hlutfall ætti að vera fyrir sjávarbændum eins og sveitamönnum, að þeir eiga ekki að láta kaupmenn fá allan þann fisk, sem þeir afla, heldur leggja nokkuð af honum til heimila sinna; reynslan hefirbent oss á, og það munu flestir verða oss samdóma um, að 1 skpd. af salt- fiski sje eins gott til manneldis, eins og 2 tunnur afkorni, sama er að segja um harða fiskinn, þeim mun meira, er fer í 1 skpd. af honum, þeim mun drjúgari er hann aptur til manneldis; en menn ætti ætíð að hafa þá reglu, að bleyta harða fiskinn og sjóða hann, eins og útlendir menn gjöra, þá er hann miklu betri og þægilegri fyrir melting- arkraptinn og í öllu tilliti hollari, og þarf þá ekki nærri eins mikið smjör með honum, þegar hann er þannig mat- reiddur. Vjer fáum heldur ekki skilið í því, hvers vegna sjávarbændur, þegar þeir afla vel, þurfa að leggja allan sinn fisk til kaupmanna, og það stundum með afföllum, og sumir hverjir eiga svo verðið fyrir fiskinn hjá þeim inni- standandi arðlaust svo árum skiptir. í’eim ætti að vera betra, að eiga sjálfir fiskinn heima hjá sjer, því hann er ætíð peningavirði; sjávarbændur ættu ætíð að geta fengið fyrir hann bæði kindur og peninga, þar með væri líka fengin trygging fyrir því, að þegar fiskileysisár koma upp á, þá ættu hinir efnabetri bændur að geta selt matbjörg til hinna, sem minna hafa; landsmenn ættu því síður að þurfa að komast í bjargarskort; enda mun optast nær mega leiða rök að því, þótt langt sje leitað fram eptír liðnum árum, að meiri matvara hefir verið flutt út úr íslandi, en inn í það. Menn eiga heldur ekki að treysta svo mjög á loforð útlenzkra kaupmanna, um matflutninga þeirra til íslands, að ekki sje betra hjá sjálfum sjer að taka, en að eiga slíkt undir þeirra náð. Enn fremur ættu sveitar- og sjávarbændur að kaupa minna af kaffi, tóbaki og brennivíni; þelta eru vörur, sem menn geta komizt af með miklu minna, en nú er gjört. Aptur á móti ættu menn á sumrin að afla sjer blóðbergs og rúpnalaufs, hreinsa það og þurrka vel, af þess- um lyngtegundum gætu menn búið sjer til ágætt tevatn, sem gjörir líka verkun og not eins og kaffið (og miktu betra en bið malaða kaffe, sem flyzt nú orðið í verzlanirnar svo almennt), þegar menn brúka rjóma og sykur með því, þá er slíkt tevatn bæði styrkjandi og nærandi; kaífi án sykurs og rjóma er lítilsvirði, en mikil peningaútlát fyrir bændur að kaupa það með því óhemjuverði, er kaupmenn nú um nokkur ár hafa látið það falt fyrir. Það má fullyrða það, að sá bóndi, sem tekur lOOpundaf katfibaunum, og býr til brúkanlegt kaffi úr þeim með sykri og rjóma, hann hefir kost- að í heimili sínu upp á þessi lOOpund hjer um bil 100 rd., án þess þó að spara nokkuð af öðrum mat. Það þarf nú góð efni til að þola slíkar útgiptir fyrir bændafólk. Vjer höfum af framansögðu fulla ástæðu til að halda, að hvert meðalheimili hjer á landi gæti árlega sparað sjer 30—45 rd., við að minnka kaup á því þrennu sem að ofan er til tekið, og yrðu það ekki svo litlir peningar yfir allt landið; en aptur ættu menn að nota innlendar grasategundir betur en menn gjöra nú. Ef þessu væri þannig hagað, þá mundu menn lifa almennt betur en menn nú gjöra. Það liggur líka í augum uppi, að þegar brúkun á brennivíni, tóbaki og kaffi er búin að gjöra oss fátæka, þá geta menn ekki lifað vel á eptir. Það kunna nú ýmsir að hafa á móti þessu, og segja þetta sje nú ekki til annars en að takraarka brúkun á þess- um lífsins gæðum, sem þeir svo katla, en þeir hinir sömu gá ekki að því, að með því að brúka þelta um of, þá fyrir- muna þeir sjer annara lífsins gæða, sem eru affarabetri, en sem þó ekki kosta eins mikla peninga. Vjer getum líka sannað þetta af öðrum löndum, sem hafa nógan auð til að kaupa fyrir brennivín, tóbak og kaffi, og þó gætu aflað sjer alls þessa á miklu ljettari hátt en vjer íslend- ingar, t. a. m. England, Frakkland og Norvegur, og fleiri siðuð lönd; þessi lönd brúka langtumminna að tiltölu, en vjer íslendingar, af þessu þrennu, sem vjer nú höfum talað um, og leggja bönd á, til þess að brúkun þessara hluta

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.