Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 6

Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 6
CG jafnbitur eins og spjótalög, eins og haglskúrir heljarsárar, sem heimkynnis rnyrkra svartir árar liða þau lífs um bjarta braut og burtu nema allt þess skratit, saknaðar, gremju’ og grimmdar tár, gleymsku, iðrunar, harma sár, elfur fárskaps, sem reða blindar, afkvæmi spillingar og syndar. Þetta hans hafði drepið dug, á dauðastund það flaug í hug; of angu feigðarbjarma brá, banafrostrósir vöngum á draugslega Ijeku bláar og bleikar, bærzt gátu varir naumast veikar; þungt leið frá hjarta andvarp eitt og í því stöðvaðist bjarta þreytt. Kristján Jónsson Vjer fáum eigi bnndizt þess, um leit) og vjer birtum þetta afbragþ í íslonzkum skáldskap, ab vekja atbygli manna á kvæþinn fremnr flestu etia öllu öþru; en hvaþ getum vjer vakib athygli manna á þessn? — þab er sjálft sitt bezta hrás. Ab oss flnnst, ætti engum ab geta dulizt þab, ab þátt Kristján, sem er oss öllurn aí) svo gábu kunnur, or allir eru samróma um kvæbi haus, hefbi aldrei annab kvebib, enn þetta eitt, þá ætti þetta kvæfci fulla heimting á, ab höfuudur þess hljóti sæti hjá rmdvegishöldum mebal íslenzkra þjóbskálda. Ritstjórnin. JARÐSKJÁLFTI. Aðfaranótt hins 31. d. októberm., og hins 1. og 2. dags nóvemberm. urðu menn hjer varir jarðskjálfta. Mest mun hafa að þessu kveðið síðustu nóttina; þá komu tveir kippir um kl. 12, og voru þeir einna mestir, einkum hinn síðari þeirra. Bæði þá nótt og hinar á undan komu íleiri kippir um næturtímann, og sumir, er vöktu, þóttust enda hafa orðið varir við hristing við og við alla aðfaranótt hins 1. dags nóvembrm. Eigi var jarðskjálfti þessi svo mikill, að tjón yrði að; þó færðust víst í tveim stöðum hjer í Rvík ofnar úr stað í lnisum, og íeinuhúsi brotnuðu tveirlamp- ar. Sitthvað lauslegt i húsum, t. a. m. myndir á veggjum o. fl. þessl. datt ofan, og í húsum með múruðu lopti fjell víða kalkryk niður. Hin nýbyggða og glæsilega skólavarða beið þó ekkert verulegt tjón af þessu, því að þótt kalk nokkurt hryndi úr henni, þá er auðgjört við slíku. Um stefnu jarðskjálftans getum vjer ekki fullyrt neitt, þar eð hún mun eigi hafa verið rannsökuð með verkfærum, en að því, er að finna var og sjá, mun eigi fjarri sanni, að hann hafi gengiðfrá (norð-?) vestri til (suð-?) austurs. Jarðskjálfti þessi varð því eigi mikill teljandi hjer, en óvíst er, hvernig liann heflr við komið annars staðar, og væri fróðlegt að fá að vita slíkt. — Það þykir mega telja mjög líklegt, að elds- uppkoma sje eða hafi verið einhvers staðar, þótt óvíst og ófrjett sje enn, hvar það hefir verið, hvort heldur hjer í landi, eður annars staðar. Á Bessastöðum á Álptanesi fjeil helmingur fjárhúss inn öðrum megin; eigi varð þó tjón að þessu, enda þótt fje væri í húsinu, því að það hafði allt staðið í garðanum þeim megin, er eigi fjell inn. þrjár þarflegar hugvekjur eptir »1—s—n». II. IIUGVEKJA. Spítalahlutirnir. í>e gar spítalagjaldsmálið var rætt fyrst á þingi 1847, mun það fyrst hafa verið Jón Sigurðsson í Kaupmanna- höfn, er hreifði því. J>ó mun atþingi aldrei hafa til ætlazt, að grundvallarreglu gjalds þessa væri breytt, heldur sagði herra J. S. sjálfur svo á siðasta þingi, er liann var forseti, að tilgangur þingsins hefði sá einn verið, að fá »reglu- gjörð«, er á kvæði nákvæmara eptirlit með, að öll kurl kæmi til grafar af gjaldi þessu; þar á móti tók hann skýrt fram, að þingið hefði aldrei beðið um neina tilskipun, er breytti gjaldmátanum, og bvggði á öðrum grundvelli. Þrátt fyrir þetta lagði stjórnin hið hraparlega frumvarp fyrir þingið, sem kunnugt er og lesa má í þingtíðindunum. Var það byggt á tillögum Reykjavíkurnefndarinnar og álili amtmanna, er leitað hafði verið, sem allt má sjá í þingtíðindunum. Vjer skulum hjer fara fljótt yfir sögu, og eigi rekja uppruna spítalagjaldsins, er fyrst var fríviljug gjöf, en síð- an lagt á með lögum, sem skattur, og notað í allt öðrum tilgangi, en það var til orðið í. Þetta kemur eigi hjer til greina, enda munum vjer einhvern tíma síðar minnast á það ásamt öðru fleiru, erlíkt stendur á. Hjer er að eins um að ræða, til hvers gjaldinu, nú er varið og, hversu það verði svo lagt á, að það nœgi til þeirra gjalda, er spítalasjóðurinn þarf að Ijiika árlega, og kann að þurfa, en þó svo, að það verði sem Ijettbœrast, og sem hentugast. Nefnd sú, er þingið setti, til að íhuga frumvarpið, varð eigi á eitt sátt. Meiri hluti hennar var svo óheppinn, að fallast í aðalatriðum á hið klaufalega frumvarp, sem fór fram á, að leggja á bátana, en eigi á aflann; en sú aðferð var svo gjörsamlega hrakin á þinginu, að óþarft er, að fara að orðlengja um hana hjer, utan vísa mönnum í tíðindi þingsins; það liggur til dæmis í augnm uppi ósanngirni sú, sem í því er, að leggja á eptir stærð farsins, án til- lits til aflahæðarinnar, auk þess, sem allir sjá, hve ósenni- legt það er, að maður, sem á bát og skip, og heldur út bát sínum allt árið um kring, en rær, ef til vill, einu sinni skipi sínu, skuli gjalda meira af skipinu fyrir einn róður, en bátnum allt árið um kring. í>að tjáir ekki að kasta því fram, að hann vinni það upp á bátnum, sem oflagt sje á skipið; það er undir happi og hendingu, og eigi lögunum að þakka, þótt svo kunni að fara; þau eru jafn ranglát fyrir það. Auk þessa yrði þetta og til að eyðileggja allan sjávarútveg í landinu, þar eð hver og einn vildi keppast um, að hafa skipin sem minnst, svo að gjaldið yrði sem lægst. t>að verður því með öllu óskiljanlegt, að nokkur einn einasti af þingmönnum, er til þekktu, skyldi gefa þessu at- kvæði sitt; sú eina sennilega ástæða, er hugsazt getur, til þessarar blindni manna, er það, að eigi var um annað betra að velja á aðra hlið, en hina uppástunguna, er minni hluti nefndarinnar gjörði, og meiri hluti þingsins fjellst á, þ. e. að leggja á aflahæðina. I>að má nú að vísu vera hverjum manni ljóst, að grund-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.