Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 7

Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 7
67 völlur sá, er þetta er á byggt, er miklu rjettari í sjálfu sjer. í’etta viðurkenndu og þeir, er þó vildu leggja gjaldið á skipin. En fyrir hví voru þá margir af þingmönnum,— margir af hinum betri þingmönnum mótfallnir þessari að- ferð, er þeir játtu, að rjettari væri? |>að var fyrir þá sök, að þeim óx í augum erviðleiki sá, sem á því er, að heimta gjaldið eptir þessari aðferð. Og það verður eigi móti þvt borið, að enda þólt þessi aðferð haíi það fram yfir hina fyrri, að grundvallarhugsun hennar er rjett, þá eru svo miklir og margir annmarkar henni samfara, að hún virðist því nær eins óhafandi og hin fyrri. Rökin fyrir þessu eru og færð í þingtíðindunum af þeim, er fylgdu skoðun meira hluta nefndarinnar og frumvarpsins. tað, mun þá sjást, að báðar þessar aðferðir sje óhafandi, og að af tvennu illu sje sú að eins litlu skárri, sem uú er í lög leidd. Nú er þá að snúa sjer að hinni nýútkomnu tilskipun frá 10. degi ágústm. 1868. Vjer höfttm nú þegar talað um skoðun vora á því, að aðalgrundvallarhugsun sú, sem tilsk. þessi er á byggð, o: að leggja áaflann, en eigi skip- in, sje rjett. En það, sem gjörir hana óhafandi, er eink- um gjaldheimtumátinn. í þinglíðindunum eru færð Ijós rök fyrir þvt, hversu ervitt sje að ná þessu, þar sem t. a. m.. einn háseti rær hjá mjer í dag hjeðan úr sveitinni, annar á morgun úr norðttrlandi, þriðji að austan hinn daginn o. s. frv.; enginn hefir peninga, og jeg, sem er formaður, verð að taka spítalagjald hásetans í fiski, eða fiskbútum ef einn er í hlut. Auk þess, sem það er nú óvinnandi með öllu fyrir formann, að elta þetta á röndum í aðrar sýslur eða Qórðunga, þar sem hásetar hans, er um skiptir daglega, eiga heima, þá er og eitt vandkvæði á, þótt formaður heimti allt, sem reyndar er óhugsandi víða hvar, og það er fyrir formann, að svara þessu út í peningum, sem alls eigi eru fáanlegir hjá kaupmönnum; einnig mundi þessi aðferð verða hið öflugusta meðal til siðaspillingar í landintt, og til að gjöra margan ærlegan mann að þjóf. En það er óþarfi, að rekja allar mótbárur upp, sem móti þessu eru; þær sjást í þing- tíðindunum; og raun ber vitni þess, að enginn tilsk. hefir i langan aldur á jafnstuttum tíma orðið óvinsæl, til líka við þessa, af þeim, sem hafa átt að hlýða henni, og virð- ist því brýnasta nauðsyn á, að fá henni breytt sem allra- fyrst. Margur, sem þetta les, mun nú fara að hugsa, hvort vjer viljum þá ekkert spítalagjald hafa, er oss sýnast allar aðfarir þingsins óhafandi. En vjer svörum því skjótt, að fleiri vegir eru til að ná gjaldi þessu, en þessir tveir. Menn kunna nú að ætla, að vjer viljum hverfa aptur til gamla horfsins (o: að gjalda hlut af 1. róðri eptir páska), en eigi er heldur svo. Vjer höfum nú heyrt suma segja: «Vilji menn auka tekjur spítalasjóðsins, þá láti menn hald- ast hlutargjald af 1. róðri eptir páska og bæti svo við hlut af fyrsta róðri eptir hvítasunnu». En margt er móti þessu: fyrst það, að fyrirkomulagið er þá hið sama og var með heimt- inguna; annað það, að þá er allt, sem fyrr, komið undir happi og hendingu; þriðja það, að vertíðum er eigi háttað svo hvervetna á landinu, að því verði við komið. En hversu skal þá spítalagjald á leggja? — Það er þó næsta undar- legt, að engum skuli hafa það í hug dottið, sem þó lægi beinast fyrir. Það er almennt viðurkennt, að þær sje á- lögurnar miklu þyngstar, er beinlínis eru lagðar á vinnu manna, en óbeinlínis tollar Ijettari. Ef kaupmaður ætti að gefa yfirvöldum skýrslu um, hve mikið hver og einn kaupir lijá honum af brennivíni, og svo væri krafinn af bændum skattur á manntalsþingum, t. a. m. 4 eða 5 sk. af hverjum potti, þá mundi mönnum þykja sú álaga hörð og illt undir að búa; en hverjum þykir hún þungbær, eða hver finnur til hennar, þessarar sömu álögu, ef kaupmenn borga toll- inn ? í’ó liggur gjaldið í rauninni á kaupendum allt að einu,því að þeir kaupaþáþeim mun dýrara. — Væri nú kaup- mönnum gjört að skyldu, að gjalda 2 mrk af hverju skpd. af saltfiski og 3 mrk af hverju skpd. af harðfiski og 40 sk. af hverri lýsistunnu, þá mundi koma inn stórfje til spítala- sjóðsins á ári, enda í vestu fiskileysisárum, en enginn mundi finna til þess, að hann gyldi spítalagjald, með því að þá væri ekkert lagt á bændur beinlínis. Iíostir þessarar uppástungu eru ekki allir sjeðir í svip, en verða því fleiri og augljósari, sem betur er að gætt. Ráð má gjöra fyrir, að sjaldan sje það óáran, að minna sje út flutt, en var í hitt ið fyrra1, eða nær 10 þúsundir skpda af saltfiski, 300 skpd af harðfiski og 8,000 lýsistunnur, þar sem aptur stund- urn er flutt út allt að 20,000 skpd. af saltfiski, o. s. frv. Tökum svo lakasta fiskileysisár, og yrði þá gjaldið: af 10,000 skpd. saltfisks . . 3,333 rd. af 300 skpd. harðfisks . . . 150 — af 8,000 tunnum lýsis . . . 3,333 — það er alls = 6,816rd., eða hátt á sjöunda þúsund dali; gjörum nú, að kaupmenn geti dregið svo undan (sem þó mun lítt unnt, ef vorum ráðum væri fylgt, sem síðar segir) að nemi 2,816 rd., og er það vel í lagt, og þó yrðu eptir 4000 rd. til sjóðsins, og er það mjög hált gjald. tetta mundi nú bændum verða Ijett álaga, með því ekki væri einn skildingur af þeim heimtur beinlínis; vjer viljum enda ætla, að fæstir myndu einu sinni vita af þessu, nema að nafninu einu. En við þetta vinnst það, sem eigi er lítils um vert, að enginn tollur hvíldi á því, sem neytt væri í landinu af fiski. Enda er það og rjett, þótt áður hafi lagt verið á það, er menn neyta sjálfir, því að tollar eiga þó að eins að liggja á ágóða manna, en það er eigi ágóði, er maður þarf til lífsbjargar. Annað, sem og er mjög mikils vert, er það, að með þessu neyddust kaupmenn til, að flytja meiri peninga inn í landið, en nú gjöra þeir. Þriðja er það, sem eigi er hvað sízt um vert, að við þelta mundi talsvert aukast viðskipti landsmanna innbyrðis sín á með- 1) Árib 1866 var flskilojsisár hjer, og er þessi áætlon þó öliu lægri en þab ár, því ab þá var rneira út flutt af saltflski (10,952 skpd.) og meira af lýsi (8,952 tunnur).

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.