Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 2

Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 2
62 verði sem minnst hjá sjer, af þeim ástæðum, að þeir álíta þetta fremur skaðlegt en gagnlegt. Yjer getum nú ekki búizt við því, að kaupmönnum þyki þetta þarfiegt fyrir almenning, því þeir sjálfir hafa svo mikið gagn af, að selja oss þessa hluti, en vjer getum ekki beinlínis litið á hag kaupmanna, þegar betur má t'ara fyrir almenningi, og ekki heldur gátum vjer verið eins tvískinn- ungaðir í þessu máli, eins og ritstjóri í’jóðólfs opt og tíð- um er. Vjer verðum að segja það hiklaust, að eins og nú stendur á með verzlunina hjer í Reykjavík, þá er mesta ólag á henni, þar sem hjer teljast 15 kaupmenn, og þó skuli vera á veturnóttum vansjeð, hvort menn hjer geta fengið hálfa tunnu af korni keypta fyrir peninga. Þá athugasemd viljum vjer gjöra viðvíkjandi kaup- mönnum hjer á landi, að oss flnnst þeir vera orðnir langt of margir, þar sem þeir föstu kaupmenn eru í kring um 56 fyrir utan lausakaupmenn. Það hlýtur því að liggja hverjum manni í augum uppi, að svo margir verzlunarmenn með öllum þeirra áhangendum og tilkostnaði til húsa, skipa og flutninga, geta ekki staðizt af svo lítilli vöruupphæð, sem bændur í íslandi geta keypt og úti látið, sízt sjer að skaðlausu, þótt kaupmenn vinni talsvert á inn- og útfluttum vörum. 5. ALLT ER BEZT MEÐ GÁT. Eitt af því marga, er vjer íslendingar þurfum að taka oss fram um og alvarlega gefa gaum að í búnaðarfari voru, er forsjáleg ásetning hviTífjenaðar á hey og haga. Ofor- sjálni og skeytingarleysi í þessu efni hefir jafnan haft og hlýtur æ og sí að hafa hinar verstu og háskasamlegustu afleiðingar fyrir sveitabúskapinn og landið. Land vort á engan dýrmætari hlut í eigu sinni, en góða bændur og bú, hvorltveggja cru afltaugar þess, stoð þess og stytta. Þeg- ar bú og bændur bila, þá geysist hafrót hallæranna yfir oss og drekkir og umrótar allri búsæld vorri og landsheill. Slægjulönd vor og hagar eru grundvöllur kvikfjárins og skilyrðið fyrir tilveru hans; kvikfjenaðurinn erbústofn vor, hann gefur líf voru lífi. Þetta þrennt á því sannarlega skilið, að vel og búmannlega sje með það farið. Ekkert hefir fremur ekið landsheill vorri til þurrðar en órækt landsins og kvikfjenaðarins, sem á því átti að lifa. En ó- ræktin er komin af umbótaleysi og vanhirðingu, og ófor- sjálegri meðferð á grasvegi landsins og kvikfje. Slægju- lönd, hagar vorir og heyföng, þurfa umbótar, viðurhalds og hyggilegrar meðferðar. Að þessa hefir ekki verið gætt og er ekki gætt sem skyldi, það sýnir útlit landsins, saga þess og dagleg reynsla. í þessu liggur nú fólgið frækornið til landsins seinlegu framfara og sífeldu fátæktar, en þegar út af ber, til hallæra og húngurdauða. Þetta kunna að þykja öfgar, ofhermi og fjarmæli, því landinu hafi óneitan- lega farið fram á margun veg. Jú, vjer játum að svo sje. En eru þessar framfarir í jöfnu hlutfalli við það, sem þarfir og eyðsla landsmanna hefir verið? Ef nú það skyldi að bera í senn, er fyrri hefir orðið: siglinga- og aðflutn- ingaleysi, er þá sveitabúskap landsins svo fram farið, að hann sje einn megnugur að bjarga landinu við? vjer höld- um það ekki. Getur sveitabúskapurinn þetta aldrei? jú, vissulega, ef að eins þjóðin vill sinna honum betur. En sleppum þessu, það átli ekki að verða umtalsefnið í þetta þetla sinn. — Eptir því sem dregur fram í aldirnar, tala sögur vorar og annálar varla tíðara um annað en penings- felli og þar af leiðandi sult á mönnum og hungurdauða, og menn sjá að orsökin hefir gjarnast verið fóðurskortur. Fá mundu þau hallæri að telja, er komið hafa yfir ísland, ef aldrei hefði þar brostið fóður fyrir kvikfjenaðinn. Hafi nokkurir mátt sanna málsháttinn: »eptir hungur í stöllum kemur hungur í höllumn, þá hafa Islendingar mátt það. Svo mikið ríður ossáheyjum og högum, að ef þettabregzt oss, þá er dauðinn fyrir dyrum og gröfin fyrir fótum. Þetta liggur nú í augum uppi. En fyrst svo er, hvað ætti þá fremur að sæta athygli sveitabóndans en fóðurgrasa- ræktin, o: túna- og engjarækt? En hagarnir eður beitar- löndin ættu líka að sæta athygli vorri; þeir mega heldur ekki vera án hirðingar og forsjálegrar meðferðar. Grasið á þeim er hið annað fóður kvikfjárins, og að vísu mundi verða lítil afnot af kvikfjárrækt vorri, ef þeir væri eigi. »Haginn borgar heyið«, segir máltækið, og er það raunar sannyrði, sem eigi á hvað sízt heima á voru landi. Vjer getum hvorki verið án heys nje haga, hvorttveggja er oss jafnuauðsynlegt og dýrmætt, Slæmt og lítið fóður gjörir fjenaðinn magran, veikan og gagnslausan, sömuleiðis slæmir og litlir hagar; skortur á hvorutveggja gjördrepur fjenað- inn. Það var nú tilgangur vor með þessum línum að minn- ast lílið eitt á hagana og meðferðina á þeim nú um stundir víða hvar. Þess er þegar getið bjer að framan, að hag- arnir sje jafndýrmætir og nauðsynlegir, sem heyin eður slægjulöndin. Það er því jafn-varúðarvert, að fara illa og óforsjálega með hvorttveggja. I’að er óforsjálni að ofsetja á hey og sömuleiðis að ofsetja í haga; hvorttveggja getur haft jafn-illar afleiðingar. Að ofsetja á haga, getur verið bœði ill meðferð á skepnum og jörðu. Örtröð af hrossum í haga yr jörðina eigi að eins að grasi heldur spillir og eyðir grasrótinni sjálfri með traðki. Víða má sjá þess merki, að jörðin er troðin upp og suudurflett af hrossa- traðki og nagi, en þar af komin ílög, er síðan blása upp eður renna út og gróa aldrei síðan. Það er ómögulegt á að ætla, hve mörg grastó er fyrir þessa skuld eydd og horfin burt úr landi voru. Að fara þannig með hagana, sjá allir að er ill meðferð, enda játa það allir. En hví tekur oss nú að henda það, er oss tekur að henda, uefnil. að offylla svo haga landsins með hross, að eigi að eins grasið og grasvegurinn eyðist og gengur af sjer þar fyrir, heldur verður hinn eiginlegi arðpeningur landsins þar fyrir gagnslítill til allraafnota og gengur úr sjer? Af þessu hlýtur endilega að leiða búsvelti og óheill í margs mannsbúi. Um- kvartanir þær, sem heyrast yfir þessu úr öllum áttum, lýsa

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.