Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 3

Baldur - 07.11.1868, Blaðsíða 3
63 því að þetta eru ekki ýkjur eintómar; enda er sjón sögu sögu ríkari fyrir hvern, sem að því vill gæta. Förum upp á holt og hæðir, þar sem víðsýni er gott yíir sveitirnar, og gætum að, hverjar þær skepnur eru sem mest ber á í hög- unum; eru það ekki víða hrossin? Gætum að búnaðartöfl- um hinna síðustu ára, og þó þar kunni ekki ekki að koma öll kurl til grafar, þá geta þær því fremur sýnt oss hve hrossa fjöldinn er orðinn óhóflega mikill í samanburði við arðpeninginn. Omkvartanir manna yfir hrossafjöldanum ern því sannarlega á rökum byggðar, og mun varla ofmikið sagt þó sagt sje, að hrossafjöldinn sje í ýmsum stöðum orðinn annað mest vandræði næst fjárkláðanum. Þegar vjer berum saman búnaðartöflurnar núna og fyrri, þá sjá- um vjer raunar, að hrossaljöldinn hefir atdrei orðið jafn- mikill og nú er hann. tað hefir annars optar en núna hent oss íslendinga, að hleypa upp of miklum fjölda af hrossum, án þess að hyggja að því, hvort landið gæti bor- ið hann sjer að skaðlausu, eður hvort honum yrði bjargað frá horfalli í harðindavetrum. Hross eru bæði þurftarfrek og þar hjá nærgöngul jörðu og högum; hafa forfeðurvor- ir þegar lekið eptir þessu og lagt það niður fyrir sjer, enda gjört grein fyrir því í landslögunum. Þar er talið að hross þrjeveturtog eldrasje í högum við tværkýr, en tveggja vetra og yngra við kú? Eptir þessu hafa þeir viljað láta fara þegar telja skyldi hross í haga til móts við annan fjenað. En nú lýtur helzt út fyrir að menn sjeu búnir að gleyma þessu. Ýmsir merkilegir rithöfundar og búmenn þessa lands, hafa hver eptir annan varað íslendinga við, að hleypa upp of miklum hrossafjölda; hafa þeir vel sýnt fram á hvílík ráð- leysa slíkt væri, og hve illar afleiðingar það hefði. Vjer skulum þvi tilfæra hjer álit nokkurra þessara manna um þetta efni. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson segja svo í ferðabók sinni. »Á Norðurlandi eru annars fleiri hross en í nokkrum öðrum hluta íslands. Engin rök geta menn þó leilt að því, að þetta hafi svo verið í fornöld; munu landsmenn að vísu hafa tekið upp á þvi, að hafa þennan mikla hrossafjölda í þá tíð, er lifnaðarhættir þeirra breytt- ust og þeir tóku að sækja veiðistöður í aðra landsfjórð- unga. Það er ómótmælanlegt, að slíkur hrossafjöldi er yfr- ið skaðlegur landbúnaðinum, og að hann er ein af þeim orsökum, er minnkað hefir verð jarðanna. Mestur er þó hrossafjöldinn í Skagafirði; elska Skagfirðíngar mjög hesta, enda er þar fjöldi reiðmanna. Menn játa að hrossafjöld- inn hafi gjört Norðurlandi mikinn skaða, einkum Skagafirði. Hross bíta eigi að eins grasið, en yrja þar hjá upp gras- rótina, einkum þó þær rætur, sem ekki eru nógu fastar; draga þeir gjarnast upp alla kólfana er grösin eiga að spretta upp af. Það er ekki sjaldgæft að einn bóndi eigi 50—100 hrossa og þar yfir, enda þótt hann eigi ekkinema 4, 6 og 8 kýr. Allir vita að þetta er þvert á móti búskap- arháttum annara Norðurálfumanna, einkum þó helzt hinna norrænu þjóða, er hafa hross og sauðfje sem minnst mega þeir á móts við nautpening, og má sanna það af sögun- um, að íslendingar í fornöld hafi fylgt sömureglu« Ferðab. E. og B. 2. Dl. bls. 700—702. í ritum hins íslenzka Lær- dómslistafjelags segir Ólafur stiptamtmaður svo í ritgjörð sinni tim hesta: »Þótt nú hestar sjeu svo gagnlegir og svo öldungis ómissandi, sem sagt er, þá má þó enginn bú- maður fjölga þeim svo um of, að búsmali líði þar fyrir þröng eður sult í heimahögum. Að of miklum hestatjölda er ekkert gagn, en skaði búinn bæði högttm, er af þeim troðast og rótnagast, og eins málnytunni, er gjörir land- manninttm þá eigi helmings gagn. Vitanlegt er hvað Grá- gás segir: telja skal hross þrjevett við kýr tvær, eður eldra; tvævett hross við kú eður yngra, skalat fyl telja (Grg.landa- br. þ. 9. kap). Og þótt Jónsbók lini nokkuð á ítölu hrossa í haga móti kúm (Landabr. b. 4. kap.) þá sjest þó augljós- lega hvað skaðvænni fornaldarmenn hafa álitið hross en naut- pening fyrir hagana. Prófastur sjera Björn hefir í sínum Atlagetið hins sama (bls.l42) og Eggert vísilögmaður og Bjarni læknir segja i ferðabók sinni um ísland, að of mikil hesta- mergð hafi með öðru fleiru orsakað jarðagózins rírnun bæði að verði og hundraðatali, til allra mesta skaða fyrir landið. Lesið hefir jeg skynsamlegt klögunarrit núverandi sýslumanna í Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum, yfir of miklum hestafjölda fyrir seinustu harðindin (1783—84) í þerrra hjeruðum, er þeir segja, að horfi landgagninu bein- línis til mesta skaða, sem rjett og satt er í allan máta. Eigi má því móti mæla, að þar sem frá 50—100 hross ganga, en eigi yfir 6 eður 8 kýr, þar kunna þær litið gagn að gjöra, en landið sundur treðst og upp bízt ár frá ári af hross- unum, þar til það loks verður til lítils eður einskis liðs. Það hygg jegnógan hestaljölda á heimili hverju, þá góður skatlbóndi til sveita á 10 hross, lakari bændur 5 cður 6, sjávarbændur 4 og hjáleigumenn 1 eður 2. Embættismenn, er hafa margt fólk og þurfa langar ferðir að gjöra, þurfa fleiri hesta við, eptir þeirra útrjettinga ásigkomulagi. Fram- ar þörfum ætti þeim þó enginn að fjölga landinu og bú- and-fólki til mikils skaðræðis« (Lrdl. Flr. 8. b. bls. 47-49). (Framhald síðar). BÆTA SKYLDI HVEH BRESTI SÍNA. Eins og flestum mun kunnugt vera, er víðast með sjón- um, og ekki sízt hjer í vorum fátæka Rosmhvalaneshreppi, svo ástatt, að mikill bjargræðisskortur á sjer stað, því að bæði var aflaleysi mikið næstliðna vertíð, og svo heílr það bætzt á, sem eiga mátti víst, að kornmatur hefir sárlítill fengizt í kaupstaðnum okkar, þar sem segja mátti að ekki væri nema ein verzlun, sem gæti látið korn af hendi — og hvað var það meðal margra, einkum þegar svo litlar byrgð- ir voru hjá þeirri verzlun, sem að undanförnu hefir hjer haft mestan krapt? Nú voru menn líka í stórskuldum bæði við þá verzlun og aðrar, svo að ekki þarf að lá kaupmann- inum, þó hann seldi heldur korn sitt, þeim sem gátu keypt, en að lána fátæklingunum í skuld á skuld ofan. Að

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.