Baldur - 08.09.1869, Síða 1
Reykjavik,
8. dag september-mánaðar.
Bfi'' H* l’T Annað ár, 1869.
il li II U Jfe, 16.—17.
Vert) árgangs or 4 mrk 8 sk., og borgist fyrir lok september-
míÍDatiar. Kanpendnr borga engan bnrtlareyri.
Efni: Alþingi og þingmál. — Frjettir inniendar. — Pástskip. —
Frjettir útlendar. — Merkilegnr atburíiur. — Smámnnir. — Vígþir. —
Frami. — Marinaiát. — Aoglýsing. — Embætti.
ALþlNGI OG I>INGMÁL.
IV.
(Undirbúningsumrœða um stöðu fslands í ríltinu).
Frá því á þriðjudaginn, hinn3I. d.f. m., hafa á hverjum
degi verið kvöldfundir á alþingi, og stóð undirbúningsum-
ræðan í málinu um stöðu íslands í ríkinu yfir á 7 fundum,
unz henni var lokið á fyrra fundi á föstudaginn, 3. d. þ.
m. — Alla þessa daga var troðfullt allt það svið, er áheyr-
endum er ætlað á þingsalnum og langt fram á gang, og
sýndi það sig, að þingsalurinn erallt oflítill til þess, að al-
þýða geti fylgt málum þeim á þingi, er hún hefur áhuga á.
Vjer höfum áður lýst nefndarálitinu í síðasta blaði, en
það var nú svo sem auðgengið að því fyrirfram, að hinir
konungkjörnu á þinginu mundu verða móti nefndinni og
vilja ræða frumvarpið. En auk þeirra hafa af þjóðkjörn-
um þingmönnum sýnt sig að vera móti nefndinni, þingmað-
ur Vestmanneyinga, Árnesinga og Gullbringusýslu, sem vildu
fara einhvern meðalveg, er oss sýnist auðsjáanlega ekki
greiða fyrir málinu; en einkum stældi móti nefndinni þing-
maður Rangæinga. það eina sýndi sig fljótt í ræðum þessa
þingmanns, þótt hann sýndi í ræðum sínum, hvergáfumaður
hann er og hverja þekking hann hefir á stjórnarmálum, að
málstaður sá er hann vildi verja var ekki á góðum grundvelli
byggður, enda varð honum of þungt fyrir að gjöra það að-
gengilegt í augum þeirra þingmanna er fylgdu því fram sem
eðlilegt er í þessu máli.
Forseti hefurhaldið einaræðu og þarf ekki því að lýsa
að hún var ágæt, en auk hans hafa fáir að vorri ætlan tal-
að betur máli nefndarinnar, en þingmennirnir úr þingeyjar-
sýslu. Vjer setjum hjer nokkra kafla úr nokkrum hinum
helzturæðum, sem talaðar hafa verið í þessu máli með og mót.
þlNGMAÐUR RANGVELLINGA (Grímur Thomsen, Dr. phi-
los., Legationsráð, K. af Dbr., riddari afLeopolds-orð-
unni og heiðursfylkingunni, óðalsbóndi á Bessastöðum
og meðhjálpari í Alptanessókn):
i>.......þingmaður tlúnvetninga sagði, að breyting-
aruppástungur mínar væri þýðingarlausar orðabreytingar.
Breytingin í 7. gr. er þó vissulega mikils verð, og hún er
jafnframt svo eðlileg, að eg fyrir mitt leyti er öldungis sann-
færður um, að ríkisþingið gangi innáhana. Hún ernefnil.
í því fólgin, að íslendingar leggi ekkert til hinna almennu
þarfa, fyr en þeir eiga fulltrúa á ríkisþinginu; en í annan
stað er svo á kveðið að alþingi ræður, hve nær þetta verð-
ur. það er með öðrum orðum: alþingi ræður, hve nær
íslendingar eiga að fara að leggja til hinna almennu mála.
Borguu fyrir auglýsiugar er 1 sk. fyrir hverja 15 smáletursstafl
ebur jafustúrt rúm. Kaupendur fá helmiugs-afslátt.
þegar þingmaður Ilúnvetninga áðan barði í borðið, þá minnt-
ist eg þess manns, sem nefndur var í dag af þingmanni
Daiamanna, nefnil. Staðarhóls-Páls gamla. Margir þekkja
þau orð bans til konungs, sem nefnd voru í dag, en menn
munu einnig hafa heyrt söguna, þegar hann sigldi nýju
skipi á sker og kvað vísu þessa:
«Ytar sigla austan um sjó
nöldujónum káta;
«skipið er nýtt, en skerið er hró,
• skal því undan láta».
þótt nú Staðarhóls-Páll væri dugandismaður í mörgu, þá
var hann stórbokki, og stefna þingmannsins er eins og
Staðarhóls-Páls, því að rikisþingið er það sker, sem betra
mun að sigla heldur hjá, heldur en beint á það. það tjáir
lítt að berja í borðið; vjer eigum lítið undir oss, og ætt-
um því að við hafa það lag, og vera svo tilslökunarsamir,
sem framast er unnt. þingmaður Eyfirðinga sýndi, að það,
sem oss nú er boðið, sé lakari kjör, en boðin voru 1867.
En þá hefði þingið átt að vera svo skynsamt, að gjöra eigi
við það (o: frumvarpið 1867?) þær breytingar, sem stjórn-
in síðan gat eigi gengið að. Hver svarar fyrir, aðþað,sem
siðar verður lagt fyrir, ef það annars verður nokkuð, verði
eigi enn þá verra? Jeg vil benda á nokkuð það, sem fyrir
getur komið, ef frumvarpinu er algjörlega hafnað. Stjórn-
in sjer, hve margt þarf umbóta við, oghvað liggur þábeinna
við, en að hún fari að leggja nýjar álögur og skatta á, t.
d. óbeinlínis á verzlunina.
Jeg skil eigi, hvernig þeir menn sem breyta eptir sann-
færingu sinni geta farið að álíta það ábyrgðarlaust að draga
allt í þessari óvissu; því það er ólíklegt eptir þeirri stefnu
sem málið hefir tekið siðan 1867, að það fari batnandi,
sem vjer eigum kost á, ef vjer höfnum frumvarpinu, en
ef vjer tökum því nú sem oss er boðið, þá er vitaskuld,
að oss er innanhandar smámsaman að fá bætt úr þvi, sem
reynslan væri búin að sýna, að helzt stæði oss fyrir þrifum,
jeg veit nú reyndarekki hvort menn trúa mjer, þóttjegsegi
þeim, að í engu landi séu full og skýlaus ábyrgðarlög fyrir
ráðgjafa, en ábyrgð ráðgjafans er í því innifalin, að ef liann
fær ekki með sér meiri hluta hins löggefandi þings, þá
hlýtur hann að víkja frá embætti, af því hann getur ekki
stjórnað þegar þingið hótar að neita honum um peningana.
Ef hann aptur á móti hefir brúkað fé landsins öðruvísi en
þingið hefir lagt fyrir, eða yfir höfuð ólöglega, þá snertir
það ekkert þá einkennilegu ráðgjafaábyrgð, en varðar að
eins hegningu fyrir dómstólunum, eins og hvert annað laga-
brot. það leit svo út í gær, sem menn tryðu ekki hinum
háttvirta 3. konungkjörna þingmanni, þegar hann sagði frá,
að á Englandi væri engtn lög til um ráðgjafa-ábyrgð, en
það var öldungis rétt hermt. það var einu sinni stungið
61