Heilbrigðistíðindi - 08.11.1870, Blaðsíða 3

Heilbrigðistíðindi - 08.11.1870, Blaðsíða 3
35 andrúmsloptsins, eins og sjá má á blaðsíðu 2. í tíðindum þess- um. Holdgjafmn í andrúmsloptinu getur samt setn áður eigi verið manninum eða dýrunum að fæðu, eins og lopttegund þessi er þar undir búin, heldur verða ýmsar breytingar á henni að verða, áður en til þess kemur. Það eru einkum grös og jurtir jarðarinnar, sem hafa þetta ætlunarverk á hendi, og þær eru sú verksmiðja, sem undir búa holdgjafann úr andrúms- loptinu á þann hátt, að hann getur orðið mönnum og dýrum að fæðu. Þetta verður á þann hátt, að jurtunum er gefiun sá kraptur, að sameina holdgjafaloptið ýmsum öðrum frumefnum, einkanlega kolaefni, vatnsefni, lífslopti, brennisteini og Ijósbera (Fhosphor), og við þessa sarneiningu koma fram ýmisleg sam- sett efni, sem verða mönnum og dýrum að fæðu. Efni þessi hafa hjá grösum og jurtum j'misleg nöfn, og eru í raun og veru ýmissar tegundar, en almennt kalla menn þau plöntusafa, mjöl, hveiti, sykur eða jurtalím, og þá er þau koma í dýra- líkamina, breytast þau á ýmsan hátt, og mynda það, er vjer köllum bold dýranna, eða beint áfram kjötið. Nú með því það yrði of langt að skýra frá því, hvernig á þessum efnabreyt- ingum stendur, og að það er auk þess varla auðið, að gjöra það skiljanlegt nema fyrir þeim, er góða grein vita á efna- fræðinni, og lært hafa að þekkja öll frumefniu, þá vil jeg að eins geta hinna samsettu efna, er menn og dýr hafa sjer til fæðu, og sem hvorki menn nje dýr geta án verið. Nú á tímum skipta menn allri fæðu í tvo höfuðflokka, það er: 1. andardráttarfæðu, og 2. holdgjafafæðu, og þó mönnum eigi beri alveg saman um, hver efni til þess- ara tveggja flokka heyri, þá kemur þó flestum saman í því, að skipting þessi sje náttúrleg og eigi við góð rök að styðjast, og skai jeg nú nákvæmar skýra, hverja undirstöðu menn hafa fyrir þessari skiptingu. Lærðir menn hafa fyrir löngu tekið eptir því, að andar- drættinum má líkja við nolckurs ltonar loga, því að hann á við hið sama náttúrulögmál að styðjast sem loginn. Loginn er alls eigi annað en bráð og mikil sameiniog lífsloptsins úr

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.