Heilbrigðistíðindi - 08.11.1870, Blaðsíða 4

Heilbrigðistíðindi - 08.11.1870, Blaðsíða 4
36 andrúmsloptinu við kolaefni og vatnsefni, og fylgir þessari sam- einingu allajafna Ijós og hiti. Sje sameiningin milli þessara þriggja frumefna hvorki bráð nje mikilfeng, heldur hæg og lítil, kalla menn það ryðgun (oxydation), og má vel taka járnryð og þráa á feiti sem dæmi upp á hana, þegar hún er á sínu lægsta stigi, en þá fylgir henni hvorki ljós nje hiti, svo menn sjái. Verði hún aptur á móti nokkuð mikilfengari, þá fylgir henni hiti, og það er einmitt þetta stig, sem kemur fram, þá er menn draga að sjer andann í hreinu andrúmslopti; þess vegna er og andi sjerhvers heilbrigðs manns allajafna heitur, en kaldur verður hann því að eins, að andardrátturinn sje mjög linur, eins og til að mynda í kóleru og ýmsum hættulegum veikind- um, þegar menn eru aðframkomnir. Menn geta því líkt andar- drættinum við nokkurs konar ósýnilegan loga, og fæðu þeirri, sem við heldur honum, við ljósmat eða eldsneyti, og hversu ólíklegt sem þetta kann að virðast, þá liggur hjer þó djúpsær sannleiki á botninum, þegar vel er gáð að. Allt ljósmeti hefur í sjer fólgna meiri eða minni feiti, sem að mestu leyti er samsett af kolefni og vatnsefni, og þess vegna kalla efnafrœðingar slíka hluti kolvatnsefni (llydrocarbonater), og það eru einmitt þessi efni, sem við halda andardrættinum og hitanum í líkamanum. Þau eru þess vegna einnig nefnd andardráttarfœða (Respirati- ons Nœringsmidler). Til pessara efna heyrir öll jeiti, smjör, tólg, olia, lýsi, feitt kjöt, jlesic, og öll feit dýrafœða; líka eru korntegundir og sykurtegundir taldar til þess flokks. Andardráttarfæðan er alveg nauðsynleg fyrir hvern mann, eigi siður en holdgjafafæðan; án hennar getur hann eigi haldið sjer heitum, og því kaldara sem andrúmsloptið er, því meira þarf maðurinn af henni, til að bæta upp hitamissi þann, erhann verður fyrir í hinu kalda lopti. Af þessu kemur það, að menn í hinum köldu löndunum borða meira smjör og feitt dýrakjöt en í hinum heitari löndunum. Það er gjört orð á því, hversu sólgnir Grænlendingar sjeu í selspikið, og að líkum hætti eru þeir sólgnir í aðra feiti. Capt. Clintock fór einu sinni að reyna, hve mikið einn Grænlendingur gæti borðað af tólgi í einu, og reyndist svo, að hann gat vel torgað 10 mörkum í

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.