Heilbrigðistíðindi - 08.11.1870, Blaðsíða 1
HEILBRIGÐIS-TÍÐINDI.
Fyrsta ár. 5. 8. IVóvember.
2. KAFLI.
Utn fœðuna og matvœli yfir höfuð.
Það er gamalt orðtak, að «matur sje mannsins megin»,
og er hann orðskviða sannastur, því að enginn mun lengi hakla
megni og orku, ef hann brestur fæðu. Menn hafa á síðari
tímum líkt fæðunni við eldsneyti það, er gufuvjelar við þurfa,
ef þær eiga að geta gengið, og má rneð sanni segja, að þetta
eigi við góð rök að styðjast, því að eins og engin gufuvjel
getur gengið, nema nægur og góður eldiviður sje undir gufu-
katlinum, þannig getur og enginn vöðvi, hvorki á mönnum nje
dýrum, dregið sig saman og sýnt verkun sína, nema hann fái
allt af ný efni, er endurbæti það, sem slitnar við áreynsluna.
Fæðan er þannig fyrir manninn og dýrin hið sama, sem elds-
neytið er fyrir gufuvjelina, og eins og gufuvjelarketillinn aldrei
hitnar til gagns af ónýtu eldsneyti, eins getur og vöðvakrapt-
urinn heldur eigi endurbætzt, nema af góðri og kröptugri fæðu,
eða að minnsta kosti slíkri fæðu, sem bætir vöðvanum upp efni
þau, er ónýtzt og slitnað hafa við hreifingu þeirra. Menn kynnu
nú auðveldlega að misskilja þessa setningu, ef jeg eigi skýrði
hana betur, því margur kynni að hugsa sem svo, að hún benti
á það, að menn þyrftu þá að eins að borða, er menn væru
við verk eða á hreifingu, en þetta er þó eigi svo að skilja, því
maðurinn getur eigi án fæðunnar verið, þó hann bvílist og sje
aðgjörðalaus. Þetta gefur líka vel að skilja, þegar menn betur
íhuga skapnað líkamans bæði á mönnum og dýrum, því að þá
má sjá, að líkaminn er settur saman af margs háttar vöðvum,
sem allt af verða að vera í hreifingu, svo lengi sem lífið varir,
þótt maðurinn haldi alveg kyrru fyrir og sje öldungis verklaus.