Heilbrigðistíðindi - 08.11.1870, Blaðsíða 2
34
Svo sem dæmi upp á þetta vil jeg nefna lijartað, sem allt frá fyrstu
tilveru sinni í móðurlííi,allt að gröfinni eða hiriu hinnsta hjartaslagi
mannsins allt af er á hreifingu. Hjartað er hinn merkilegasti
vöðvi líkamans, sem aldrei hvílist, hvorki í vöku eða svefni.
Það hefur mikið starf á hendi, þar sem það á að hrinda blóð-
inu um allan líkamann og út í hinar yztu smáæðar hans; það
er því engin undur, þótt efni þess slitni og þurfi sífelldrar
endurnæringar við, ef það á eigi að örmagnast og gefa frá sjer.
Að það þurfi endurnæringar við, sjest ljósast á hungruðum
mönnum, því eptir sem hungrið sækir á þá, verður hjarta-
slagið veikara, og má eigi við að senda blóðstrauminn út í
hina yztu limi líkamans. Hungruðum manni verður því kalt,
og einmitt af þessari orsök er það líka, að illa nærðum eða
hungruðum manni hættir langtum fremur við að verða innkulsa
og kala, en þeim, sem mettur er.
En það er eigi einungis hjartavöðvinn, sem allt af verður
að vera á hreifingu, þótt maðurinn haldi kyrru fyrir, og útlima-
vöðvarnir hvílist, heldur eru það ótal aðrir smávöðvar, einkum
þeir, er liggja í meltingarverkfærunum, þeir sem stýra andar-
drættinum, og þeir, sem eru í ýmsum öðrum líffærum (Orga-
ner), er allt af verða að vera að draga sig saman, þótt líkam-
inn haldi kyrru fyrir, og því má svo að orði kveða, að öll
hreifingarverkfæri líffæranna slitni allt af, og þurfi því allt af
að endurnýjast.
Auk þess, sem nú var sagt, má þess geta, að allir partar
mannlegs líkama þurfi stöðugrar endurnýjunar við, því lífið er
á sífelldri hreifingu; smáagnirnar (Moleculerne), sem mynda öll
líffærin, geta eigi haldið sjer, nema um stuttan tíma; þær þurfa
allt af að endurnýjast, meðan lífið varir, og hjer af kemur það,
að maðurinn getur með engu móti án fæðu verið, og með því
smáagnir líffæranna saman standa af ýmislegum smáögnum,
verður fæðan og að vera af ýmsu tægi, ef heilsan á eigi að
skerðast og líkaminn að veiklast.
Fæða sú, sem á að við halda vöðvakraptinum, verður að
hafa i sjer efni það, er menn kalla holdgjafa (Nitrogenium).
Efni þetta er upprunalega lopttegund, og myndar mestan hluta