Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Blaðsíða 1
HEILBRIGÐIS-TÍÐINDI.
Fyrsta ár. Jti S. SJ. Febrúar.
UM F.1ÁRPESTINA OG HUNDAPESTINA.
(Eptir Snorra Jónsson, dýralækni).
F/árpestin (»bráðapest«, »bráðafár«, »vinstrarplága«) er
einhver hinn mesti ófögnuður, sem hefur heimsótt ísland á
þessari öld, og víst má fullyrða, að fjárkláðinn, hversu mikinn
skaða sem hann hefur gjört Jandinu, hefur þó eigi ollað mönn-
um eins mikið fjártjón, og bráðapestin hefur gjört og gjörir ár-
lega. Að vísu vanta alveg áreiðanlegar skýrslur um, hvað
margt fje hefur drepizt árlega úr pest þessari, en þegar mað-
ur tekur eptir því, að hún er dreifð um allt land, og á mörg-
mn bæjum fellur jafnvel helmingur sauðfjárins úr henni á vetri,
þá fær maður þó dálitla hugmynd um, hvaða feyki-skaða hún
veldur landsmönnum. Það hlýtur því að liggja öllum í augum
uppi, að miklu væri tilkostandi, ef heppnast mætti, að draga
nokkuð úr fjárfelli þeim, sem fár þetta veldur á vetri hverjum,
enda vonum vjer, að þau litlu útlát og ómak, sem eptirfylgj-
andi ráðleggingar hafa í för með sjer, fæli ekki fólk frá, að
breyta svo nákvæmlega, sem hægt er, eptir þeim.
Bráðapestin kallast á dönsku »Blodsyge« (á þjóðversku
»Blutseuche«, »Blutstaupe«), og heyrir tii sjúkdómsgreinar þeirr-
ar, er nefnist »Miltbrand-Apoplexi«. Hún er því, eins og all-
ar »Miltbrand«-tegundir yfir höfuð, nœmur sjúkdómur, og verð-
ur maður að taka tillit til þess, ef heppnast á að stöðva út-
breiðslu hennar. Veiki þessi liggur í blóðinu, sem missir að
mestu þann eiginlegleika sinn, að geta hlaupið saman, eptir að
kindin er dauð, eða ef látið er blæða úr kind, sem er orðin
veik af pestinni. Þess utan er blóðið svart og þykkt, líkt sem
tjara væri1. »Miltbrand«-veikin leggst vanalega á einhvern eða
1) Fyrir nokkrom árum hafa menu nppgotvaí) smá-kvikindi (Bacterider) í
blóí)i þeirra dýra, er hafa „Miltbrand", og hafa sumir sagt, aí) smá-kvikiudi